Eyjafjallajökull hótaði nýju gosi en virðist núna hafa lagst í dvala Kristján Már Unnarsson skrifar 26. maí 2020 09:36 Horft til Eyjafjallajökuls frá tíu ára gömlum gígunum á Fimmvörðuhálsi. Myndin var tekin síðastliðið haust. Sjá má fólk á gígnum. Stöð 2/Einar Árnason. Áratug eftir að eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli fylgjast jarðvísindamenn enn grannt með hreyfingum í eldfjallinu. Eftir hægt kvikuinnstreymi í nokkur ár eftir gos virðist nú sem Eyjafjallajökull sé sofnaður Þyrnirósarsvefni og gæti sofið í heila öld. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þegar flogið er yfir gígana á Fimmvörðuhálsi, þá Magna og Móða, má enn sjá gufumekki stíga upp. Þarna virðist ennþá vera einhver hiti undir, tíu árum eftir að þeir mynduðust í hraungosi, undanfara öskugossins í toppgígnum, sem gerði Eyjafjallajökul heimsfrægan, en tíu ár voru liðin um síðustu helgi frá lokum eldsumbrotanna. Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur hugar að GPS-mælistöð sunnan Hrífuness í Skaftártungu.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, er í hópi þeirra vísindamanna sem vakta eldstöðina og hafa til þess meðal annars gps-mælistöðvar og jarðskjálftamæla í grennd við fjallið. Hann segir að fyrsta árið eftir goslokin í maí 2010 hafi lítið gerst í Eyjafjallajökli en svo fór athyglisverður atburður í gang í fjallinu sem benti til nýs kvikuinnstreymis. „Upp úr 2011 þá fór það í raun og veru að þenjast út aftur, tiltölulega hægt, en þetta var stöðug þensla sem var í gangi alveg til 2015, svona frekar sunnan við toppinn á eldfjallinu og þar kannski á fimm kílómetra dýpi,“ segir Halldór. Þenslan hætti svo skyndilega árið 2015, fjallið fór að síga og það sig hefur síðan haldið áfram. „Þegar það sígur svona í eldstöðvum þá eru minni líkur á því að hún taki sig upp og gjósi, svona almennt séð.“ Halldór Geirsson starfar sem jarðeðlisfræðingur og dósent við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Fjallið virðist þannig vera að leggjast í dvala. En þýðir þetta að við erum kannski að sjá 100-200 ára goshlé? „Það getur vel verið að við séum að sjá hlé upp á nokkurhundruð ár, sko. Það er ekkert ósennilegt.“ Halldór varar þó við því að draga of miklar ályktanir af gossögu og goshléum fyrri alda. „Því að þessar eldstöðvar þær eiga yfirleitt margþætta ævi og geta gosið á margþættan hátt. Þannig að það verður bara að fylgjast með þessu áfram,“ segir Halldór Geirsson, dósent við Háskóla Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Tengdar fréttir Tíu ár í dag liðin frá lokum eldgossins í Eyjafjallajökli Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var hraungos á Fimmvörðuhálsi. 23. maí 2020 13:40 Gróður að sá sér yfir hraun og aura frá gosinu í Eyjafjallajökli Tíu árum eftir eldgosið í Eyjafjallajökli er gróður farinn að breiða úr sér yfir aurinn sem fyllti lónsstæði Gígjökuls og græn slikja er komin yfir hraunið sem rann frá Fimmvörðuhálsi. 24. maí 2020 07:08 Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Áratug eftir að eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli fylgjast jarðvísindamenn enn grannt með hreyfingum í eldfjallinu. Eftir hægt kvikuinnstreymi í nokkur ár eftir gos virðist nú sem Eyjafjallajökull sé sofnaður Þyrnirósarsvefni og gæti sofið í heila öld. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þegar flogið er yfir gígana á Fimmvörðuhálsi, þá Magna og Móða, má enn sjá gufumekki stíga upp. Þarna virðist ennþá vera einhver hiti undir, tíu árum eftir að þeir mynduðust í hraungosi, undanfara öskugossins í toppgígnum, sem gerði Eyjafjallajökul heimsfrægan, en tíu ár voru liðin um síðustu helgi frá lokum eldsumbrotanna. Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur hugar að GPS-mælistöð sunnan Hrífuness í Skaftártungu.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, er í hópi þeirra vísindamanna sem vakta eldstöðina og hafa til þess meðal annars gps-mælistöðvar og jarðskjálftamæla í grennd við fjallið. Hann segir að fyrsta árið eftir goslokin í maí 2010 hafi lítið gerst í Eyjafjallajökli en svo fór athyglisverður atburður í gang í fjallinu sem benti til nýs kvikuinnstreymis. „Upp úr 2011 þá fór það í raun og veru að þenjast út aftur, tiltölulega hægt, en þetta var stöðug þensla sem var í gangi alveg til 2015, svona frekar sunnan við toppinn á eldfjallinu og þar kannski á fimm kílómetra dýpi,“ segir Halldór. Þenslan hætti svo skyndilega árið 2015, fjallið fór að síga og það sig hefur síðan haldið áfram. „Þegar það sígur svona í eldstöðvum þá eru minni líkur á því að hún taki sig upp og gjósi, svona almennt séð.“ Halldór Geirsson starfar sem jarðeðlisfræðingur og dósent við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Fjallið virðist þannig vera að leggjast í dvala. En þýðir þetta að við erum kannski að sjá 100-200 ára goshlé? „Það getur vel verið að við séum að sjá hlé upp á nokkurhundruð ár, sko. Það er ekkert ósennilegt.“ Halldór varar þó við því að draga of miklar ályktanir af gossögu og goshléum fyrri alda. „Því að þessar eldstöðvar þær eiga yfirleitt margþætta ævi og geta gosið á margþættan hátt. Þannig að það verður bara að fylgjast með þessu áfram,“ segir Halldór Geirsson, dósent við Háskóla Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Tengdar fréttir Tíu ár í dag liðin frá lokum eldgossins í Eyjafjallajökli Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var hraungos á Fimmvörðuhálsi. 23. maí 2020 13:40 Gróður að sá sér yfir hraun og aura frá gosinu í Eyjafjallajökli Tíu árum eftir eldgosið í Eyjafjallajökli er gróður farinn að breiða úr sér yfir aurinn sem fyllti lónsstæði Gígjökuls og græn slikja er komin yfir hraunið sem rann frá Fimmvörðuhálsi. 24. maí 2020 07:08 Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Tíu ár í dag liðin frá lokum eldgossins í Eyjafjallajökli Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var hraungos á Fimmvörðuhálsi. 23. maí 2020 13:40
Gróður að sá sér yfir hraun og aura frá gosinu í Eyjafjallajökli Tíu árum eftir eldgosið í Eyjafjallajökli er gróður farinn að breiða úr sér yfir aurinn sem fyllti lónsstæði Gígjökuls og græn slikja er komin yfir hraunið sem rann frá Fimmvörðuhálsi. 24. maí 2020 07:08
Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06
Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03