18 dagar í Pepsi Max: Unnu sama bikar með landsliði og Íslandsmeistaraliði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2020 12:00 Eyjamenn fagna Íslandsmeistaratitlinum haustið 1998 á forsíðu Eyjafrétta en þetta er forsíða Frétta 1. október 1998. Ívar Ingimarsson fagnar hér með félögum sínum en hann var að handleika þennan bikar í annað skiptið eftir að hafa unnið hann líka með unglingalandsliðinu. Skjáskot af Tímarit.is Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 18 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Þegar KSÍ ákvað að breyta nafni efstu deildar í úrvalsdeild sumarið 1997 var einnig tekinn sú ákvörðun að taka í notkun nýjan bikar fyrir Íslandsmeistarana. Bikarinn sem var valinn var bikarinn sem landslið íslands, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, fékk fyrir sigur á sterku alþjóðlegu móti á Ítalíu vorið 1996. Fimm leikmenn úr umræddu átján ára landsliði áttu síðan eftir að verða seinna Íslandsmeistarar þar sem þeir fengu að handleika þennan sérstaka bikar aftur en nú undir allt öðrum kringumstæðum. Markvörðurinn Ólafur Þór Gunnarsson er hér efstur á blaði enda aðalmarkvörður beggja liða, það er U18 vorið 1996 og Íslandsmeistarliði ÍA sumarið 2001. Ólafur var valinn besti maður mótsins á Ítalíu þegar íslenska átján ára landsliðið hafði betur í baráttu við þjóðir eins og Tyrkland, Sviss, Slóvakíu, Noreg og Ungverjaland og fékk að launum glæsilegan bikar. Ólafur tryggði íslenska liðinu sigurinn með því að verja tvær vítaspyrnur í vítakeppni í úrslitaleiknum á móti Slóvakíu. Ólafur vann aftur þennan bikar sumarið 2001 og þá sem markvörður Skagamanna sem urðu Íslandsmeistarar. Ólafur átti flott sumar og varði meðal annars allar þrjár vítaspyrnurnar sem hann reyndi við. Skagamenn unnu Íslandsmeistaratitilinn einmitt á markatölu. Sá fyrsti til að vinna bikarinn aftur var aftur á móti Ívar Ingimarsson þegar hann varð Íslandsmeistari með Eyjamönnum sumarið 1998. Ívar hafði komið til ÍBV frá Val og varð meistari á sínu fyrsta tímabili í Eyjum. Hann fékk aftur að handleika bikarinn eftir sigur ÍBV á KR í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni í Vesturbænum. Árið eftir urðu þeir Árni Ingi Pjetursson og Edilon Hreinsson Íslandsmeistarar með KR en þó í mjög litlum hlutverkum. Árni Ingi var líka í hópnum í fyrstu tveimur leikjunum á Íslandsmeistarasumrinu árið eftir en fékk ekki að fara inn á. Fimmti leikmaðurinn úr þessu átján ára landsliði sem náði því að vinna bikarinn sem Íslandsmeistari var síðan Haukur Ingi Guðnason sem varð Íslandsmeistari með KR sumarið 2000. Hann hafði þá komið frá Liverpool um vorið og náð að spila þrettán deildarleiki með liðinu. Ívar Ingimarsson átti mjög farsælan atvinnumannaferil en það áttu einnig Heiðar Helguson, Jóhann Birnir Guðmundsson og Arnar Þór Viðarsson voru líka í þessu átján ára landsliði á Ítalíu. Valur Fannar Gíslason spilaði líka í atvinnumennsku og Þorbjörn Atli Sveinsson átti líka fínan feril í efstu deild. Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Fleiri fréttir Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 18 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Þegar KSÍ ákvað að breyta nafni efstu deildar í úrvalsdeild sumarið 1997 var einnig tekinn sú ákvörðun að taka í notkun nýjan bikar fyrir Íslandsmeistarana. Bikarinn sem var valinn var bikarinn sem landslið íslands, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, fékk fyrir sigur á sterku alþjóðlegu móti á Ítalíu vorið 1996. Fimm leikmenn úr umræddu átján ára landsliði áttu síðan eftir að verða seinna Íslandsmeistarar þar sem þeir fengu að handleika þennan sérstaka bikar aftur en nú undir allt öðrum kringumstæðum. Markvörðurinn Ólafur Þór Gunnarsson er hér efstur á blaði enda aðalmarkvörður beggja liða, það er U18 vorið 1996 og Íslandsmeistarliði ÍA sumarið 2001. Ólafur var valinn besti maður mótsins á Ítalíu þegar íslenska átján ára landsliðið hafði betur í baráttu við þjóðir eins og Tyrkland, Sviss, Slóvakíu, Noreg og Ungverjaland og fékk að launum glæsilegan bikar. Ólafur tryggði íslenska liðinu sigurinn með því að verja tvær vítaspyrnur í vítakeppni í úrslitaleiknum á móti Slóvakíu. Ólafur vann aftur þennan bikar sumarið 2001 og þá sem markvörður Skagamanna sem urðu Íslandsmeistarar. Ólafur átti flott sumar og varði meðal annars allar þrjár vítaspyrnurnar sem hann reyndi við. Skagamenn unnu Íslandsmeistaratitilinn einmitt á markatölu. Sá fyrsti til að vinna bikarinn aftur var aftur á móti Ívar Ingimarsson þegar hann varð Íslandsmeistari með Eyjamönnum sumarið 1998. Ívar hafði komið til ÍBV frá Val og varð meistari á sínu fyrsta tímabili í Eyjum. Hann fékk aftur að handleika bikarinn eftir sigur ÍBV á KR í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni í Vesturbænum. Árið eftir urðu þeir Árni Ingi Pjetursson og Edilon Hreinsson Íslandsmeistarar með KR en þó í mjög litlum hlutverkum. Árni Ingi var líka í hópnum í fyrstu tveimur leikjunum á Íslandsmeistarasumrinu árið eftir en fékk ekki að fara inn á. Fimmti leikmaðurinn úr þessu átján ára landsliði sem náði því að vinna bikarinn sem Íslandsmeistari var síðan Haukur Ingi Guðnason sem varð Íslandsmeistari með KR sumarið 2000. Hann hafði þá komið frá Liverpool um vorið og náð að spila þrettán deildarleiki með liðinu. Ívar Ingimarsson átti mjög farsælan atvinnumannaferil en það áttu einnig Heiðar Helguson, Jóhann Birnir Guðmundsson og Arnar Þór Viðarsson voru líka í þessu átján ára landsliði á Ítalíu. Valur Fannar Gíslason spilaði líka í atvinnumennsku og Þorbjörn Atli Sveinsson átti líka fínan feril í efstu deild.
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Fleiri fréttir Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira