Lætur bankann og sveitarfélagið heyra það: „Hættu að hafa trú á ferðaþjónustunni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. maí 2020 11:30 Brynjar og Anna Lísa fluttu hús á Refsstaði en verkefnið er ólokið. Í lokaþættinum í þessari þáttaröð af Gulli Byggir á Stöð 2 var haldið áfram að fylgjast með þeim hjónunum Önnu Lísu Hilmarsdóttur og Brynjari Bergssyni sem sóttu hús til Akureyrar til að koma fyrir á Refsstöðum. Gulli hitti þau fyrst 25. júní á síðasta ári og þá voru aðeins tveir dagar þangað til að sækja átti húsið. Nauðsynlegt var að flytja húsið milli landsfjórðunga að næturlagi þar sem það tekur nánast allan veginn eins og fjallað var um í fyrsta þættinum. Í þættinum í gær var aftur á móti fylgst með því hvernig gekk að koma húsinu fyrir, stækka það og standsetja fyrir rekstur sem hjónin hafa ákveðið að byrja með í húsnæðinu. Þar á að vera ferðamannamóttaka og kaffihús þar sem meðal annars verður hægt að fá sér ís. Þau Anna og Brynjar hafa ekki náð að klára verkið og stefna að því að opna staðinn í sumar en það hafa þurft að fara yfir allskyns hindranir í ferlinu öllu. Kórónuveiran hefur einnig sett strik í reikninginn. Tók sinn toll „Það kom upp kvefpest í heiminum og hún hefur tekið sinn toll,“ segir Brynjar. „Bankarnir hættu að hafa trú á ferðaþjónustunni, auðvitað hefur þetta áhrif,“ segir Brynjar og bætir við að áður höfðu þau hjón fengið vilyrði fyrir bankaláni en nú sé bankinn aftur á móti að hugsa málið eins og hann orðaði það. Anna Lísa segist ekki vera stressuð fyrir komandi tímum og þrátt fyrir að búast megi við örfáum ferðamönnum hér á landi á næstu mánuðum. „Nú er það bara Íslendingarnir,“ segir Anna Lísa. „Ef maður hefði byrjað alveg upp á nýtt þá hefði maður verið í öðru sveitafélagi, það er svo djöfulli leiðinlegt við mann hérna. Það er enginn að vinna með þér hér. Nú hefur ekki á tilfinningunni að þú sért að gera sveitafélaginu gott með að byggja eitthvað upp,“ segir Brynjar er Refsstaðir eru í Borgarfirði. Klippa: Lætur bankann og sveitarfélagið heyra það: Hættu að hafa trú á ferðaþjónustunni Hús og heimili Gulli byggir Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira
Í lokaþættinum í þessari þáttaröð af Gulli Byggir á Stöð 2 var haldið áfram að fylgjast með þeim hjónunum Önnu Lísu Hilmarsdóttur og Brynjari Bergssyni sem sóttu hús til Akureyrar til að koma fyrir á Refsstöðum. Gulli hitti þau fyrst 25. júní á síðasta ári og þá voru aðeins tveir dagar þangað til að sækja átti húsið. Nauðsynlegt var að flytja húsið milli landsfjórðunga að næturlagi þar sem það tekur nánast allan veginn eins og fjallað var um í fyrsta þættinum. Í þættinum í gær var aftur á móti fylgst með því hvernig gekk að koma húsinu fyrir, stækka það og standsetja fyrir rekstur sem hjónin hafa ákveðið að byrja með í húsnæðinu. Þar á að vera ferðamannamóttaka og kaffihús þar sem meðal annars verður hægt að fá sér ís. Þau Anna og Brynjar hafa ekki náð að klára verkið og stefna að því að opna staðinn í sumar en það hafa þurft að fara yfir allskyns hindranir í ferlinu öllu. Kórónuveiran hefur einnig sett strik í reikninginn. Tók sinn toll „Það kom upp kvefpest í heiminum og hún hefur tekið sinn toll,“ segir Brynjar. „Bankarnir hættu að hafa trú á ferðaþjónustunni, auðvitað hefur þetta áhrif,“ segir Brynjar og bætir við að áður höfðu þau hjón fengið vilyrði fyrir bankaláni en nú sé bankinn aftur á móti að hugsa málið eins og hann orðaði það. Anna Lísa segist ekki vera stressuð fyrir komandi tímum og þrátt fyrir að búast megi við örfáum ferðamönnum hér á landi á næstu mánuðum. „Nú er það bara Íslendingarnir,“ segir Anna Lísa. „Ef maður hefði byrjað alveg upp á nýtt þá hefði maður verið í öðru sveitafélagi, það er svo djöfulli leiðinlegt við mann hérna. Það er enginn að vinna með þér hér. Nú hefur ekki á tilfinningunni að þú sért að gera sveitafélaginu gott með að byggja eitthvað upp,“ segir Brynjar er Refsstaðir eru í Borgarfirði. Klippa: Lætur bankann og sveitarfélagið heyra það: Hættu að hafa trú á ferðaþjónustunni
Hús og heimili Gulli byggir Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira