Bretar sagðir ætla að koma á samkomubanni Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2020 09:56 Tómlegt var um að litast á Leicester-torgi í miðborg Lundúna í gær. Vísir/EPA Fjöldasamkomur verða bannaðar til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á Bretlandi í næstu viku. Stórviðburðum og íþróttaviðburðum hefur meðal annars verið frestað eða aflýst vegna heimsfaraldursins nú þegar. Bresk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki nógu ákveðið við faraldrinum. Fram að þessu hefur ríkisstjórnin ekki gripið til aðgerða sem önnur ríki hafa beitt gegn veirunni, þar á meðal samkomubanns. Nú hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildum sínum innan bresku ríkisstjórnarinnar að ráðherrar séu að leggja drög að því að taka fyrir ýmsar tegundir opinberra viðburða, þar á meðal fjöldasamkoma, í samráði við vísindaráðgjafa og lækna. Lagafrumvarp verði lagt fram í næstu viku sem gefi ríkisstjórninni heimild til að banna samkomur og bæta samtökum og fyrirtækjum tjónið. Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu frestaði öllum leikjum þangað til í apríl í gær og þá var Lundúnamaraþoninu frestað sömuleiðis. Elísabet drottning afboðaði sig á samkomur sem eru fyrirhugaðar í næstu viku. Boris Johnson, forsætisráðherra, hefur einnig frestað sveitarstjórnar- og borgarstjórakosningum sem áttu að fara fram á Englandi í maí um ár. Skoska heimastjórnin hafði áður mælst til þess að hætt yrði við allar samkomur fimm hundrað manns eða fleiri. Óttast áhrifin á veitinga- og hótelgeirann Samtök breskra veitingastaða og hótela vara stjórnvöld nú við því að fjöldi starfa á hótelum, kaffihúsum og veitingastöðum eigi eftir að tapast af völdum kórónuveirufaraldursins áður en maímánuður rennur upp hlaupi þau ekki undir bagga með iðnaðinum. Í bréfi sem þau rituðu Rishi Sunak, fjármálaráðherra, lýsa þau faraldrinum sem ógn við tilvist iðnaðarins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þau vilja meðal annars fá heimild til þess að segja starfsfólki upp tímabundið til að bregðast við hrapandi eftirspurn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Fjöldasamkomur verða bannaðar til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á Bretlandi í næstu viku. Stórviðburðum og íþróttaviðburðum hefur meðal annars verið frestað eða aflýst vegna heimsfaraldursins nú þegar. Bresk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki nógu ákveðið við faraldrinum. Fram að þessu hefur ríkisstjórnin ekki gripið til aðgerða sem önnur ríki hafa beitt gegn veirunni, þar á meðal samkomubanns. Nú hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildum sínum innan bresku ríkisstjórnarinnar að ráðherrar séu að leggja drög að því að taka fyrir ýmsar tegundir opinberra viðburða, þar á meðal fjöldasamkoma, í samráði við vísindaráðgjafa og lækna. Lagafrumvarp verði lagt fram í næstu viku sem gefi ríkisstjórninni heimild til að banna samkomur og bæta samtökum og fyrirtækjum tjónið. Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu frestaði öllum leikjum þangað til í apríl í gær og þá var Lundúnamaraþoninu frestað sömuleiðis. Elísabet drottning afboðaði sig á samkomur sem eru fyrirhugaðar í næstu viku. Boris Johnson, forsætisráðherra, hefur einnig frestað sveitarstjórnar- og borgarstjórakosningum sem áttu að fara fram á Englandi í maí um ár. Skoska heimastjórnin hafði áður mælst til þess að hætt yrði við allar samkomur fimm hundrað manns eða fleiri. Óttast áhrifin á veitinga- og hótelgeirann Samtök breskra veitingastaða og hótela vara stjórnvöld nú við því að fjöldi starfa á hótelum, kaffihúsum og veitingastöðum eigi eftir að tapast af völdum kórónuveirufaraldursins áður en maímánuður rennur upp hlaupi þau ekki undir bagga með iðnaðinum. Í bréfi sem þau rituðu Rishi Sunak, fjármálaráðherra, lýsa þau faraldrinum sem ógn við tilvist iðnaðarins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þau vilja meðal annars fá heimild til þess að segja starfsfólki upp tímabundið til að bregðast við hrapandi eftirspurn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira