Telur ólíklegt að útboð Icelandair höfði til nýrra fjárfesta Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. maí 2020 15:44 Frá hlutahafafundi Icelandair á föstudag, þar sem var einróma samþykkt að ráðast í hlutafjárútboð. Vísir/vilhelm Ólíklegt verður að teljast að Icelandair Group takist að sannfæra nýja fjárfesta um að leggja félaginu til fjármuni í núverandi árferði, að mati fyrrverandi forstjóra. Hluthafar félagsins þurfi því að líkindum að bera hitann og þungann af væntanlegu hlutafjárútboði, þar sem Icelandair Group hyggst safna allt að 29 milljörðum króna. Aðspurður um hvort fólk sé vongott um að flugfélaginu takist ætlunarverk sitt í hlutfjárútboðinu, sem fer fram í miðjum heimsfaraldri með meðfylgjandi ferðatakmörkunum, hlær Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair. „Þetta er góð spurning.“ Hann telur að árangur í hlutafjárútboðinu muni líklega ráðast af því hvort núverandi hluthafar vilji „bjarga“ eign þeirra í félaginu með því að láta Icelandir fá meira fjármagn. „Ég efast um að það séu margir nýir þarna úti en það á svo sem eftir að koma í ljós,“ segir Jón Karl. Hann segist að sama skapi ekki hafa mikla trú á því að Icelandair geti sótt fjármagn frá erlendum fjárfestum. „Menn hafa líka verið að velta fyrir sér hvort það væri hægt að fara eitthvað erlendis og ég held að það sé alveg gríðarlega ólíklegt í stöðunni, að það séu einhverjir erlendir fjárfestar að horfa hingað,“ segir Jón Karl. Önnur lönd séu að glíma við sömu stöðu, fyrirtæki séu almennt í miklum vanda og þurfi fjármagn. „Þar eru menn í óðaönn að reyna að leysa þetta með sama hætti og við hér.“ Þannig að þetta eru aðallega bara núverandi hluthafar að koma með meira fé? „Ég myndi halda að að sé líklegast, maður sér ekki beint hvar ættu að vera nýir hluthafar þarna úti sem eiga mikið fjármagn sem þeir eru tilbúnir að henda, eða láta í félagið. Ég held ekki, því miður,“ segir Jón Karl. Spjall hans við Harmageddon má heyra í heild hér að ofan. Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Tengdar fréttir Icelandair stefnir á að hefja flug 15. júní „Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. 25. maí 2020 19:30 Hlutafjárútboð Icelandair samþykkt samhljóða af hluthöfum Hluthafar Icelandair samþykktu á hluthafafundi nú rétt í þessu að heimila stjórn félagsins að fara í hlutafjárútboð í lok júní. 22. maí 2020 16:40 Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Ólíklegt verður að teljast að Icelandair Group takist að sannfæra nýja fjárfesta um að leggja félaginu til fjármuni í núverandi árferði, að mati fyrrverandi forstjóra. Hluthafar félagsins þurfi því að líkindum að bera hitann og þungann af væntanlegu hlutafjárútboði, þar sem Icelandair Group hyggst safna allt að 29 milljörðum króna. Aðspurður um hvort fólk sé vongott um að flugfélaginu takist ætlunarverk sitt í hlutfjárútboðinu, sem fer fram í miðjum heimsfaraldri með meðfylgjandi ferðatakmörkunum, hlær Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair. „Þetta er góð spurning.“ Hann telur að árangur í hlutafjárútboðinu muni líklega ráðast af því hvort núverandi hluthafar vilji „bjarga“ eign þeirra í félaginu með því að láta Icelandir fá meira fjármagn. „Ég efast um að það séu margir nýir þarna úti en það á svo sem eftir að koma í ljós,“ segir Jón Karl. Hann segist að sama skapi ekki hafa mikla trú á því að Icelandair geti sótt fjármagn frá erlendum fjárfestum. „Menn hafa líka verið að velta fyrir sér hvort það væri hægt að fara eitthvað erlendis og ég held að það sé alveg gríðarlega ólíklegt í stöðunni, að það séu einhverjir erlendir fjárfestar að horfa hingað,“ segir Jón Karl. Önnur lönd séu að glíma við sömu stöðu, fyrirtæki séu almennt í miklum vanda og þurfi fjármagn. „Þar eru menn í óðaönn að reyna að leysa þetta með sama hætti og við hér.“ Þannig að þetta eru aðallega bara núverandi hluthafar að koma með meira fé? „Ég myndi halda að að sé líklegast, maður sér ekki beint hvar ættu að vera nýir hluthafar þarna úti sem eiga mikið fjármagn sem þeir eru tilbúnir að henda, eða láta í félagið. Ég held ekki, því miður,“ segir Jón Karl. Spjall hans við Harmageddon má heyra í heild hér að ofan.
Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Tengdar fréttir Icelandair stefnir á að hefja flug 15. júní „Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. 25. maí 2020 19:30 Hlutafjárútboð Icelandair samþykkt samhljóða af hluthöfum Hluthafar Icelandair samþykktu á hluthafafundi nú rétt í þessu að heimila stjórn félagsins að fara í hlutafjárútboð í lok júní. 22. maí 2020 16:40 Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Icelandair stefnir á að hefja flug 15. júní „Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. 25. maí 2020 19:30
Hlutafjárútboð Icelandair samþykkt samhljóða af hluthöfum Hluthafar Icelandair samþykktu á hluthafafundi nú rétt í þessu að heimila stjórn félagsins að fara í hlutafjárútboð í lok júní. 22. maí 2020 16:40