Fótbolti

Leverkusen steinlá og fór úr meistaradeildarsæti

Sindri Sverrisson skrifar
Renato Steffen skorar þriðja mark Wolfsburg gegn Leverkusen í kvöld.
Renato Steffen skorar þriðja mark Wolfsburg gegn Leverkusen í kvöld. VÍSIR/GETTY

Borussia Mönchengladbach komst upp fyrir Leverkusen og í 4. sæti þýsku 1. deildarinnar í fótbolta í kvöld þrátt fyrir aðeins markalaust jafntefli við Werder Bremen á útivelli.

Leverkusen tapaði illa á heimavelli gegn Wolfsburg, 4-1. Miðvörðurinn Marin Pongracic skoraði tvö marka Leverkusen sem komst í 4-0 áður en að Julian Baumgartlinger minnkaði muninn undir lokin.

Fjögur efstu lið deildarinnar komast væntanlega í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og er Mönchengladbach í hinu dýrmæta 4. sæti með tveimur mörkum betri markatölu en Leverkusen, en liðin hafa 53 stig eftir 28 leiki. RB Leipzig er í 3. sæti með 54 stig og leik til góða. Wolfsburg er í 6. sæti með 42 stig.

Fyrr í kvöld vann Bayern München toppslaginn við Dortmund, 1-0, og eftir sigurinn blasir titillinn við Bayern.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×