Boxbardagakappinn Tyson Fury segir í samtali við BT Sport að hann hafi fengið boð um að berjast gegn Mike Tyson í endurkomunni í boxhringinn.
Tyson, sem hætti árið 2005, hefur verið duglegur að æfa í kórónuveirunni og er talið að hann muni snúa aftur í boxhringinn fyrr en síðar.
Hann hefur verið orðaður við nokkra bardaga og þá sérstaklega gegn Evander Holyfield en þeir áttu tvo magnaða bardaga á árum áður. Það er ekki bara Holyfield sem hefur fengið símtal því einn sá besti í heiminum, Tyson Fury, hefur einnig fengið símtal.
Tyson Fury reveals he's been offered the chance to fight 53-year-old Mike Tyson https://t.co/DsEEipJQ4u
— MailOnline Sport (@MailSport) May 26, 2020
„Ég fékk símhringingu og boð um að berajast gegn Mike Tyson. Ég var bara: Hvað?“ sagði Fury í samtali við BT Sport.
„Það var hringt og spurt hvort að ég vildi berjast gegn Tyson í sýningarbardaga. Ég sagði bara já klárlega,“ bætti Fury við en hann segir að Tyson muni þó líklega berjast við Evander Holyfield.
„Ég held að Tyson sé alvara um að komast aftur í hringinn.“