HönnunarMars með breyttu sniði í júní Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. maí 2020 08:45 HönnunarMars mun miðla hönnun áfram bæði innanlands og erlendis, meðal annars í samstarfi við Íslandsstofu. Mynd frá sýningu Anitu Hirlekar á HönnunarMars árið 2019. Mynd/Hönnunarmars HönnunarMars mun fara fram í júní í ár en það verður gert með breyttu sniði og stórir viðburðir, eins og DesignTalks, hafa verið færðir til ársins 2021. Aðalhátíðin mun fara fram dagana 24. til 28. júní án opnunarhófs. Verið er að leggja lokahönd á nýja dagskrá en ljóst er að þar verða sýnendur og sýningar í lykilhlutverki og áhersla lögð á að miðla þeim áfram bæði hér á landi og á erlendum vettvangi. „Við viljum nýta tækifærið til að vekja athygli á mikilvægi skapandi hugsunar á krefjandi tímum,“ segir Þórey Einarsdóttir, stjórnandi HönnunarMars. Upplifun og öryggi gesta í forgangi Eins og kunnugt er þá var HönnunarMars 2020 frestað frá mars fram í júní vegna Covid-19 faraldursins. Stjórnendur hátíðarinnar hafa fylgst grannt með öllum vendingum er varða samkomubann, fjöldatakmarkanir, möguleika á ferðalögum til og frá landinu og breytt áætlunum um hátíðina jafnóðum eftir því sem fréttir berast. Í kjölfar jákvæðra frétta er nú ljóst að hátíðin mun fara fram, en með breyttu sniði. „Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars boðar nýjungar og óvænta nálgun. Hátíðin er lífleg höfn hugmynda, ólíkra sjónarmiða og þekkingar, hreyfiafl sem auðgar og bætir samfélagið,“ segir í tilkynningu. Dagskrá HönnunarMars 2020 er að taka á sig mynd og ljóst að hún verður einstaklega fjölbreytt og forvitnileg í ár. Öll áhersla verður lögð á sýningar og sýnendur og um leið upplifun og öryggi gesta. Unnið verður að því að miðla sýningum og innihaldi þeirra hér á landi og erlendis, meðal annars í samstarfi við Íslandsstofu. Að gefnu tilefni munu stórir og mannmargir viðburðir sem hafa verið fastir liðir hátíðarinnar eins og opnunarhóf, DesignTalks, DesignDiplomacy og DesignMatch bíða til ársins 2021. Stærri viðburðir þar sem mjög stórir hópar fólks safnast saman, hafa verið færðir til ársins 2021 til þess að tryggja betur öryggi gesta.Mynd/Hönnunarmars Innblástur og gleði „HönnunarMars er boðberi bjartsýni og skapandi krafta í samfélaginu. Nú gefst tækifæri til að beina sjónum að hönnun sem drifkraft til nýsköpunar og sýna hversu mikilvægu hlutverki þessar greinar gegna í samfélaginu, á þeim óvissutímum sem við lifum nú. Sem ein af sex borgarhátíðum Reykjavíkur standa vonir til að hátíðin í lok júní veiti íbúum og gestum borgarinnar innblástur og gleði í sumar,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Hægt er að fylgjast með dagskránni taka á sig mynd á heimasíðu HönnunarMars og á samfélagsmiðlum hátíðarinnar @designmarch - en þar mun allt iða af lífi og hönnun og arkitektúr miðlað í fjölbreyttu formi í júní. HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir HönnunarMars frestað fram í júní vegna veirunnar Fyrirhugað var að halda hátíðina dagana 25.-29. mars næstkomandi. 10. mars 2020 21:12 „Lífið getur breyst á einu augabragði“ Hönnuðurinn Linda Jóhannsdóttir sá fram á tekjutap vegna COVID-19 og greip því á það ráð að mála eina mynd á dag í samkomubanninu. Nú tekur hún í gegn íbúð sem hefur verið óbreytt frá árnu 7. maí 2020 09:35 Partur af öllum skapandi einstaklingum að efast á hverjum degi Bergþóra Guðna fagnar nú 20 ára starfsafmæli sem fatahönnuður. Bergþóra sækir innblástur sinn í íslenska arfleið, náttúru og menningu og verða flíkur hennar frá 66Norður og Farmers Market til sýnis á Hönnunarmars í sumar. 22. mars 2020 09:00 Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
HönnunarMars mun fara fram í júní í ár en það verður gert með breyttu sniði og stórir viðburðir, eins og DesignTalks, hafa verið færðir til ársins 2021. Aðalhátíðin mun fara fram dagana 24. til 28. júní án opnunarhófs. Verið er að leggja lokahönd á nýja dagskrá en ljóst er að þar verða sýnendur og sýningar í lykilhlutverki og áhersla lögð á að miðla þeim áfram bæði hér á landi og á erlendum vettvangi. „Við viljum nýta tækifærið til að vekja athygli á mikilvægi skapandi hugsunar á krefjandi tímum,“ segir Þórey Einarsdóttir, stjórnandi HönnunarMars. Upplifun og öryggi gesta í forgangi Eins og kunnugt er þá var HönnunarMars 2020 frestað frá mars fram í júní vegna Covid-19 faraldursins. Stjórnendur hátíðarinnar hafa fylgst grannt með öllum vendingum er varða samkomubann, fjöldatakmarkanir, möguleika á ferðalögum til og frá landinu og breytt áætlunum um hátíðina jafnóðum eftir því sem fréttir berast. Í kjölfar jákvæðra frétta er nú ljóst að hátíðin mun fara fram, en með breyttu sniði. „Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars boðar nýjungar og óvænta nálgun. Hátíðin er lífleg höfn hugmynda, ólíkra sjónarmiða og þekkingar, hreyfiafl sem auðgar og bætir samfélagið,“ segir í tilkynningu. Dagskrá HönnunarMars 2020 er að taka á sig mynd og ljóst að hún verður einstaklega fjölbreytt og forvitnileg í ár. Öll áhersla verður lögð á sýningar og sýnendur og um leið upplifun og öryggi gesta. Unnið verður að því að miðla sýningum og innihaldi þeirra hér á landi og erlendis, meðal annars í samstarfi við Íslandsstofu. Að gefnu tilefni munu stórir og mannmargir viðburðir sem hafa verið fastir liðir hátíðarinnar eins og opnunarhóf, DesignTalks, DesignDiplomacy og DesignMatch bíða til ársins 2021. Stærri viðburðir þar sem mjög stórir hópar fólks safnast saman, hafa verið færðir til ársins 2021 til þess að tryggja betur öryggi gesta.Mynd/Hönnunarmars Innblástur og gleði „HönnunarMars er boðberi bjartsýni og skapandi krafta í samfélaginu. Nú gefst tækifæri til að beina sjónum að hönnun sem drifkraft til nýsköpunar og sýna hversu mikilvægu hlutverki þessar greinar gegna í samfélaginu, á þeim óvissutímum sem við lifum nú. Sem ein af sex borgarhátíðum Reykjavíkur standa vonir til að hátíðin í lok júní veiti íbúum og gestum borgarinnar innblástur og gleði í sumar,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Hægt er að fylgjast með dagskránni taka á sig mynd á heimasíðu HönnunarMars og á samfélagsmiðlum hátíðarinnar @designmarch - en þar mun allt iða af lífi og hönnun og arkitektúr miðlað í fjölbreyttu formi í júní.
HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir HönnunarMars frestað fram í júní vegna veirunnar Fyrirhugað var að halda hátíðina dagana 25.-29. mars næstkomandi. 10. mars 2020 21:12 „Lífið getur breyst á einu augabragði“ Hönnuðurinn Linda Jóhannsdóttir sá fram á tekjutap vegna COVID-19 og greip því á það ráð að mála eina mynd á dag í samkomubanninu. Nú tekur hún í gegn íbúð sem hefur verið óbreytt frá árnu 7. maí 2020 09:35 Partur af öllum skapandi einstaklingum að efast á hverjum degi Bergþóra Guðna fagnar nú 20 ára starfsafmæli sem fatahönnuður. Bergþóra sækir innblástur sinn í íslenska arfleið, náttúru og menningu og verða flíkur hennar frá 66Norður og Farmers Market til sýnis á Hönnunarmars í sumar. 22. mars 2020 09:00 Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
HönnunarMars frestað fram í júní vegna veirunnar Fyrirhugað var að halda hátíðina dagana 25.-29. mars næstkomandi. 10. mars 2020 21:12
„Lífið getur breyst á einu augabragði“ Hönnuðurinn Linda Jóhannsdóttir sá fram á tekjutap vegna COVID-19 og greip því á það ráð að mála eina mynd á dag í samkomubanninu. Nú tekur hún í gegn íbúð sem hefur verið óbreytt frá árnu 7. maí 2020 09:35
Partur af öllum skapandi einstaklingum að efast á hverjum degi Bergþóra Guðna fagnar nú 20 ára starfsafmæli sem fatahönnuður. Bergþóra sækir innblástur sinn í íslenska arfleið, náttúru og menningu og verða flíkur hennar frá 66Norður og Farmers Market til sýnis á Hönnunarmars í sumar. 22. mars 2020 09:00
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“