Fimm milljarðar króna í auglýsingakaup til Google, Facebook og erlendra miðla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. maí 2020 11:37 Facebook og Google taka til sín stóra sneið af ísensku auglýsingakökunni Getty/Chesnot Ætla má að íslenskir auglýsendur hafi greitt Google, Facebook og öðrum útlenskum miðlum 5,2 milljarða fyrir birtingu auglýsinga árið 2018 samkvæmt varfærnu mati Hagstofunnar. Tekjur innlendra aðila af birtingu auglýsinga árið 2018 voru sambærilegar við það sem var árið 2004. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar sem birt hefur greiningu á auglýsingamarkaði fyrir árið 2018. Þar kemur fram að greiðslur fyrir birtingu auglýsinga í innlendum miðlum árið 2018 hafi numið 13,4 milljörðum króna eða tveimur prósentum lægri upphæð en árið 2017 reiknað á föstu verðlagi. „Samkvæmt varfærnu mati má gera ráð fyrir að greiðslur fyrir birtingu auglýsinga í útlendum miðlum, einkum á vef, hafi numið 5,2 milljörðum króna, eða 38% af auglýsingakaupum innlendra aðila árið 2018,“ segir á vef Hagstofunnar. Auglýsingatekjur innlendra fjölmiðlaMynd/Hagstofan Þar kemur fram að þetta mat sé varfærið og byggt á gögnum um þjónustuinnflutning fyrir kaup á birtingu auglýsinga, markaðsrannsóknum og skoðanakönnunum. Þannig megi ætla að greiðslur til erlendra aðila fyrir birtingu auglýsinga á vef hafi numið vel yfir fimm milljörðum króna árið 2018, eða yfir 70 prósent þeirrar upphæðar sem innlendir aðilar greiddu fyrir birtingu auglýsinga á vef til innlendra og erlendra aðila. Upplýsingar um tekjur erlendra af birtingu auglýsinga sem beint er að landsmönnum liggja ekki fyrir þar eð fæstir þessara aðila greiða virðisaukaskatt af sölu sinni til íslenskra stjórnvalda. Þar á meðal eru stóru vefmiðlarnir Google og Facebook, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Þar kemur einnig fram að auglýsingamarkaðurinn hérlendis skeri sig í veigamiklum atriðum úr því sem gerist á öðrum Norðurlöndum þar sem hljóðvarp og dag- og vikublöð taka til sín stærri hluta af auglýsingatekjum á sama tíma og hlutur innlendra vefmiðla sé tiltölulega rýr, en nánari skiptingu má sjá á myndinni hér fyrir neðan. Mynd/Hagstofan Fjölmiðlar Google Facebook Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Ætla má að íslenskir auglýsendur hafi greitt Google, Facebook og öðrum útlenskum miðlum 5,2 milljarða fyrir birtingu auglýsinga árið 2018 samkvæmt varfærnu mati Hagstofunnar. Tekjur innlendra aðila af birtingu auglýsinga árið 2018 voru sambærilegar við það sem var árið 2004. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar sem birt hefur greiningu á auglýsingamarkaði fyrir árið 2018. Þar kemur fram að greiðslur fyrir birtingu auglýsinga í innlendum miðlum árið 2018 hafi numið 13,4 milljörðum króna eða tveimur prósentum lægri upphæð en árið 2017 reiknað á föstu verðlagi. „Samkvæmt varfærnu mati má gera ráð fyrir að greiðslur fyrir birtingu auglýsinga í útlendum miðlum, einkum á vef, hafi numið 5,2 milljörðum króna, eða 38% af auglýsingakaupum innlendra aðila árið 2018,“ segir á vef Hagstofunnar. Auglýsingatekjur innlendra fjölmiðlaMynd/Hagstofan Þar kemur fram að þetta mat sé varfærið og byggt á gögnum um þjónustuinnflutning fyrir kaup á birtingu auglýsinga, markaðsrannsóknum og skoðanakönnunum. Þannig megi ætla að greiðslur til erlendra aðila fyrir birtingu auglýsinga á vef hafi numið vel yfir fimm milljörðum króna árið 2018, eða yfir 70 prósent þeirrar upphæðar sem innlendir aðilar greiddu fyrir birtingu auglýsinga á vef til innlendra og erlendra aðila. Upplýsingar um tekjur erlendra af birtingu auglýsinga sem beint er að landsmönnum liggja ekki fyrir þar eð fæstir þessara aðila greiða virðisaukaskatt af sölu sinni til íslenskra stjórnvalda. Þar á meðal eru stóru vefmiðlarnir Google og Facebook, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Þar kemur einnig fram að auglýsingamarkaðurinn hérlendis skeri sig í veigamiklum atriðum úr því sem gerist á öðrum Norðurlöndum þar sem hljóðvarp og dag- og vikublöð taka til sín stærri hluta af auglýsingatekjum á sama tíma og hlutur innlendra vefmiðla sé tiltölulega rýr, en nánari skiptingu má sjá á myndinni hér fyrir neðan. Mynd/Hagstofan
Fjölmiðlar Google Facebook Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira