Fá yfirsýn yfir útbreiðslu veirunnar fljótt eftir helgi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. mars 2020 12:32 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að fljótlega eftir helgi ætti að vera komin góð sýn á það hversu víða kórónuveiran hefur dreift sér á Íslandi. Fyrirhugað er að skima um þúsund manns fyrir kórónuveirunni í dag en sextán þúsund manns hafa skráð sig í skimun. Tveir hafa verið lagðir inn á spítala, annar þeirra á gjörgæslu. Skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni hófst í Turninum í Kópavogi í gær. Fyrirhugað er að um þúsund manns verða skimaðir í dag en alls hafa um sextán þúsund skráð sig. Skimun hófst á ný snemma í morgun. „Það komu 510 manns í skimun hjá okkur í gær. Við vonumst til þess að geta náð þúsund manns í dag. Við reiknum með því að ljúka við að rýna í þessi sýni sem komu inn í gær í lok dags í dag og við ættum fljótlega eftir helgina að hafa býsna góða yfirsýn yfir það hversu víða veiran hefir dreifst sér í íslensku samfélagi,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Niðurstöður verða sendar til sóttvarnalæknis sem tekur ákvörðun um tilkynningu á niðurstöðum. „Ef að niðurstöðurnar sýna okkur að þetta er út um allt í samfélaginu reikna ég með að aðgerðunum verði breytt í samræmi við það,“ segir Kári. Kári segir íslensk yfirvöld hafa staðið sig frábærlega og að forvitnilegt sé að bera saman aðgerðir íslenskra yfirvalda og aðgerðir yfirvalda annarra landa. „Í Danmörku höfðu þeir engin viðbrögð fyrr en þeir allt í einu lokuðu öllu sem er býsna klaufalegt og ber vott um svolitla angist eða panik. Það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með þessu íslenska teymi hvað það hefur haldið ró sinni, tekið yfirvegaðar ákvarðanir og ekki látið ýta sér í að gera nokkurn skapaðan hlut sem er ekki skynsamlegur. Þannig að ég er mjög montinn af okkar fólki,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Furða sig á að Turninn hafi verið valinn fyrir skimunarmiðstöð Leigutakar í Turninum í Kópavogi voru órólegir þegar þeir fengu að vita með skömmum fyrirvara að Íslensk erfðagreining ætlaði að skima fyrir COVID-19 í byggingunni í dag. Eigandi Turnsins segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni um að færa skimunina annað. 13. mars 2020 15:38 Tólf þúsund hafa bókað sýnatöku Þúsundir Íslendinga bókuðu tíma í skimun eftir COVID-19 sjúkdómnum eftir að opnað var fyrir bókanir í gærkvöldi. Fljótlega þurfti að bæta við tímum vegna mikillar eftirspurnar. 13. mars 2020 09:54 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að fljótlega eftir helgi ætti að vera komin góð sýn á það hversu víða kórónuveiran hefur dreift sér á Íslandi. Fyrirhugað er að skima um þúsund manns fyrir kórónuveirunni í dag en sextán þúsund manns hafa skráð sig í skimun. Tveir hafa verið lagðir inn á spítala, annar þeirra á gjörgæslu. Skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni hófst í Turninum í Kópavogi í gær. Fyrirhugað er að um þúsund manns verða skimaðir í dag en alls hafa um sextán þúsund skráð sig. Skimun hófst á ný snemma í morgun. „Það komu 510 manns í skimun hjá okkur í gær. Við vonumst til þess að geta náð þúsund manns í dag. Við reiknum með því að ljúka við að rýna í þessi sýni sem komu inn í gær í lok dags í dag og við ættum fljótlega eftir helgina að hafa býsna góða yfirsýn yfir það hversu víða veiran hefir dreifst sér í íslensku samfélagi,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Niðurstöður verða sendar til sóttvarnalæknis sem tekur ákvörðun um tilkynningu á niðurstöðum. „Ef að niðurstöðurnar sýna okkur að þetta er út um allt í samfélaginu reikna ég með að aðgerðunum verði breytt í samræmi við það,“ segir Kári. Kári segir íslensk yfirvöld hafa staðið sig frábærlega og að forvitnilegt sé að bera saman aðgerðir íslenskra yfirvalda og aðgerðir yfirvalda annarra landa. „Í Danmörku höfðu þeir engin viðbrögð fyrr en þeir allt í einu lokuðu öllu sem er býsna klaufalegt og ber vott um svolitla angist eða panik. Það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með þessu íslenska teymi hvað það hefur haldið ró sinni, tekið yfirvegaðar ákvarðanir og ekki látið ýta sér í að gera nokkurn skapaðan hlut sem er ekki skynsamlegur. Þannig að ég er mjög montinn af okkar fólki,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Furða sig á að Turninn hafi verið valinn fyrir skimunarmiðstöð Leigutakar í Turninum í Kópavogi voru órólegir þegar þeir fengu að vita með skömmum fyrirvara að Íslensk erfðagreining ætlaði að skima fyrir COVID-19 í byggingunni í dag. Eigandi Turnsins segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni um að færa skimunina annað. 13. mars 2020 15:38 Tólf þúsund hafa bókað sýnatöku Þúsundir Íslendinga bókuðu tíma í skimun eftir COVID-19 sjúkdómnum eftir að opnað var fyrir bókanir í gærkvöldi. Fljótlega þurfti að bæta við tímum vegna mikillar eftirspurnar. 13. mars 2020 09:54 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Furða sig á að Turninn hafi verið valinn fyrir skimunarmiðstöð Leigutakar í Turninum í Kópavogi voru órólegir þegar þeir fengu að vita með skömmum fyrirvara að Íslensk erfðagreining ætlaði að skima fyrir COVID-19 í byggingunni í dag. Eigandi Turnsins segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni um að færa skimunina annað. 13. mars 2020 15:38
Tólf þúsund hafa bókað sýnatöku Þúsundir Íslendinga bókuðu tíma í skimun eftir COVID-19 sjúkdómnum eftir að opnað var fyrir bókanir í gærkvöldi. Fljótlega þurfti að bæta við tímum vegna mikillar eftirspurnar. 13. mars 2020 09:54