Ég mótmæli breytingartillögu á útlendingalögum Toshiki Toma skrifar 28. maí 2020 08:00 Frumvarp um breytingar á útlendingalögum hefur verið lagt fram á alþingi af dómsmálaráðherra. Um þetta frumvarp hafa nú þegar nokkur samtök eða stofnanir sem eiga erindi um útlendingamál tjáð sig um og lýst yfir áhyggjum vegna nokkurra atriða í frumvarpinu. Mig langar hér að einbeita mér að benda á aðeins eitt af þessum atriðum sem varðar umsókn um alþjóðlega vernd sem tekin er til efnismeðferðar. Almennt getur umsækjandi um alþjóðlega vernd á Íslandi, ef hann hefur þegar hlotið virka vernd í öðru ríki, ekki fengið efnismeðferð um umsókn sína. En í gildandi lögum, þó að um slíkt tilfelli sé að ræða, er það enn ,,björgunarákvæði" og er þá hægt að taka umsóknina til efnismeðferðar ,,ef útlendingurinn hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða ef sérstakar ástæður mæla annars með því."(Lög um útlendinga 36. gr. 2. mgr.) En breytingartillagan á 36. gr. kveður á að það tilfelli að umsækjandi þegar hlotið hefur vernd í öðru ríki verður tekið úr af þessu björgunarákvæði, enda ekkert verður hægt að gera til að færa viðkomandi umsókn til efnismerferðarinnar. Sem sé, jafnvel þó þúsund Íslendingar telji það vera nægileg átæða og sönngjörn til staðar til að skoða umsókn viðkomandi umsækjanda, verði það ekki lengur hægt vegna lagaákvæðis. Nú langar mig að koma fram með tvær athugasemdir um þessa breytingartillögu. Athugasemdir mínar varða aðallega viðhorf dómsmálayfirvalda sem breytingartillagan byggist á. Í starfi mínu sem prestur innflytjenda hef ég haft fjölmörg tækifæri til að hitta og hlusta á umsækjandur um alþjóðlega vernd sem hafa fengið „vernd“ eða landvistarleyfi í öðru ríki en Íslandi. Oftast er það fólk sem hefur fengið vernd á Grikklandi eða Ítalíu, en ekki Frakklandi eða Svíþjóð. Af hverju? Það er einfaldlega vegna þess að fólkið gat ekki lifað mannsæmandi lífi á Grikklandi eða á Ítalíu. Eins og greint hefur verið frá í íslenskum fjölmiðlum mörgum sinnum, hefur komið fram að í þessum löndum fær fólk ekki vinnu. Það á litla möguleika á að fá húsnæði eða almennilega heilsugæsluþjónustu á Grikklandi eða á Ítalíu. Af þeim sökum neyðist fólk til þess að fara úr landi og leita að hæli á ný, í öðru landi, m.a. hérna á Íslandi. Um þetta atriði, sendi Rauði Kross Íslands harða gagnrýni og ítrekaði athugasemdir sínar til dómsmálayfirvalda hér á landi í mars á þessu ári: ,,Rauði krossinn á Íslandi hefur ítrekað bent á að aðstæður þeirra sem hlotið hafa alþjóðlega vernd á Grikklandi séu síst skárri en þeirra sem enn hafa umsókn sína til meðferðar þar í landi.“(af heimasíðu RKÍ) Þannig eru aðstæður í kringum flóttafólk sem hefur hlotið „vernd“ alls ekki eins innan Evrópuríkjanna. Og ég trúi því að íslensk dómsmálayfirvöld viti það vel. Samt er hvergi komið inn á þetta mikilvæga atriði í greinargerð frumvarpsins. Ekki eitt orð! Þvert á móti segir í greinargerðinni: „Nauðsynlegt þykir að bregðast við þessari stöðu með því að kveða skýrt á um að þeir sem þegar njóta verndar í Evrópu geti ekki að ástæðulausu knúið fram endurtekna málsmeðferð hér á landi og að Dyflinnarreglugerðinni sé beitt þegar þess er kostur."(bls. 9 frumvarps) „Að knýja að ástæðulausu fram endurtekna málsmeðferð“? Ég skil ekki hvernig hægt er að horfa fram hjá þeim gögnum og vitnisburðum um ómögulega staðreynd um flóttafólk með „vernd" á Grikklandi eða Ítalíu og kalla óskir fólks um endurupptöku mál síns „að ástæðulausu"? Fólkið leitar aðeins að tækifæri til að lifa af. Ég vil endilega heyra útskýringu um þetta atriði frá dómsmálaráðherra. Annað atriði sem mig langar að koma á framfæri er sú staðreynd að nokkrar flóttamannafjölskyldur á Íslandi sem einmitt voru með vernd á Grikklandi fengu mikinn stuðning almennings og samstöðu, enda voru brottvísanir þeirra afturkallaðar og málin þeirra tekin til skoðunar. Hver er skilningur dómsmálayfirvalda á þessum staðreyndum? Viðkomandi breytingartillaga er einmitt til þess gerð að hindra að slíkur dómur almennings skipti máli. Hver er hugmynd dómsmálayfirvalda hér? Er almenningur vitlaus? Er réttlætiskennd almennings einskis virði? Það þarf að útskýra rök dómsmálayfirvalda um þetta atriði betur. Að mínu mati á „vernd“ sem gefur flóttafólki enga möguleika á mannsæmandi lífi, þar sem fólk getur m.a. sótt vinnu, séð fyrir sér, haft aðgang að heilsugæslu sem og öðrum atriðum sem kveðið er um í mannréttindarákvæðum, getur ekki talist „vernd“ í því landi heldur er það fólk sem þjáist ennþá og er raunverulega enn á flótta, þótt að það sé „tæknilega“ með landvistarleyfi. Þess vegna eiga lögin að geyma björgunarákvæði fyrir allar hælisumsóknir. Ég vil einlæglega skora á dómsmálayfirvöld að endurskoða viðkomandi atriði í frumvarpinu. Höfundur er prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Hælisleitendur Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Sjá meira
Frumvarp um breytingar á útlendingalögum hefur verið lagt fram á alþingi af dómsmálaráðherra. Um þetta frumvarp hafa nú þegar nokkur samtök eða stofnanir sem eiga erindi um útlendingamál tjáð sig um og lýst yfir áhyggjum vegna nokkurra atriða í frumvarpinu. Mig langar hér að einbeita mér að benda á aðeins eitt af þessum atriðum sem varðar umsókn um alþjóðlega vernd sem tekin er til efnismeðferðar. Almennt getur umsækjandi um alþjóðlega vernd á Íslandi, ef hann hefur þegar hlotið virka vernd í öðru ríki, ekki fengið efnismeðferð um umsókn sína. En í gildandi lögum, þó að um slíkt tilfelli sé að ræða, er það enn ,,björgunarákvæði" og er þá hægt að taka umsóknina til efnismeðferðar ,,ef útlendingurinn hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða ef sérstakar ástæður mæla annars með því."(Lög um útlendinga 36. gr. 2. mgr.) En breytingartillagan á 36. gr. kveður á að það tilfelli að umsækjandi þegar hlotið hefur vernd í öðru ríki verður tekið úr af þessu björgunarákvæði, enda ekkert verður hægt að gera til að færa viðkomandi umsókn til efnismerferðarinnar. Sem sé, jafnvel þó þúsund Íslendingar telji það vera nægileg átæða og sönngjörn til staðar til að skoða umsókn viðkomandi umsækjanda, verði það ekki lengur hægt vegna lagaákvæðis. Nú langar mig að koma fram með tvær athugasemdir um þessa breytingartillögu. Athugasemdir mínar varða aðallega viðhorf dómsmálayfirvalda sem breytingartillagan byggist á. Í starfi mínu sem prestur innflytjenda hef ég haft fjölmörg tækifæri til að hitta og hlusta á umsækjandur um alþjóðlega vernd sem hafa fengið „vernd“ eða landvistarleyfi í öðru ríki en Íslandi. Oftast er það fólk sem hefur fengið vernd á Grikklandi eða Ítalíu, en ekki Frakklandi eða Svíþjóð. Af hverju? Það er einfaldlega vegna þess að fólkið gat ekki lifað mannsæmandi lífi á Grikklandi eða á Ítalíu. Eins og greint hefur verið frá í íslenskum fjölmiðlum mörgum sinnum, hefur komið fram að í þessum löndum fær fólk ekki vinnu. Það á litla möguleika á að fá húsnæði eða almennilega heilsugæsluþjónustu á Grikklandi eða á Ítalíu. Af þeim sökum neyðist fólk til þess að fara úr landi og leita að hæli á ný, í öðru landi, m.a. hérna á Íslandi. Um þetta atriði, sendi Rauði Kross Íslands harða gagnrýni og ítrekaði athugasemdir sínar til dómsmálayfirvalda hér á landi í mars á þessu ári: ,,Rauði krossinn á Íslandi hefur ítrekað bent á að aðstæður þeirra sem hlotið hafa alþjóðlega vernd á Grikklandi séu síst skárri en þeirra sem enn hafa umsókn sína til meðferðar þar í landi.“(af heimasíðu RKÍ) Þannig eru aðstæður í kringum flóttafólk sem hefur hlotið „vernd“ alls ekki eins innan Evrópuríkjanna. Og ég trúi því að íslensk dómsmálayfirvöld viti það vel. Samt er hvergi komið inn á þetta mikilvæga atriði í greinargerð frumvarpsins. Ekki eitt orð! Þvert á móti segir í greinargerðinni: „Nauðsynlegt þykir að bregðast við þessari stöðu með því að kveða skýrt á um að þeir sem þegar njóta verndar í Evrópu geti ekki að ástæðulausu knúið fram endurtekna málsmeðferð hér á landi og að Dyflinnarreglugerðinni sé beitt þegar þess er kostur."(bls. 9 frumvarps) „Að knýja að ástæðulausu fram endurtekna málsmeðferð“? Ég skil ekki hvernig hægt er að horfa fram hjá þeim gögnum og vitnisburðum um ómögulega staðreynd um flóttafólk með „vernd" á Grikklandi eða Ítalíu og kalla óskir fólks um endurupptöku mál síns „að ástæðulausu"? Fólkið leitar aðeins að tækifæri til að lifa af. Ég vil endilega heyra útskýringu um þetta atriði frá dómsmálaráðherra. Annað atriði sem mig langar að koma á framfæri er sú staðreynd að nokkrar flóttamannafjölskyldur á Íslandi sem einmitt voru með vernd á Grikklandi fengu mikinn stuðning almennings og samstöðu, enda voru brottvísanir þeirra afturkallaðar og málin þeirra tekin til skoðunar. Hver er skilningur dómsmálayfirvalda á þessum staðreyndum? Viðkomandi breytingartillaga er einmitt til þess gerð að hindra að slíkur dómur almennings skipti máli. Hver er hugmynd dómsmálayfirvalda hér? Er almenningur vitlaus? Er réttlætiskennd almennings einskis virði? Það þarf að útskýra rök dómsmálayfirvalda um þetta atriði betur. Að mínu mati á „vernd“ sem gefur flóttafólki enga möguleika á mannsæmandi lífi, þar sem fólk getur m.a. sótt vinnu, séð fyrir sér, haft aðgang að heilsugæslu sem og öðrum atriðum sem kveðið er um í mannréttindarákvæðum, getur ekki talist „vernd“ í því landi heldur er það fólk sem þjáist ennþá og er raunverulega enn á flótta, þótt að það sé „tæknilega“ með landvistarleyfi. Þess vegna eiga lögin að geyma björgunarákvæði fyrir allar hælisumsóknir. Ég vil einlæglega skora á dómsmálayfirvöld að endurskoða viðkomandi atriði í frumvarpinu. Höfundur er prestur innflytjenda.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun