Ég mótmæli breytingartillögu á útlendingalögum Toshiki Toma skrifar 28. maí 2020 08:00 Frumvarp um breytingar á útlendingalögum hefur verið lagt fram á alþingi af dómsmálaráðherra. Um þetta frumvarp hafa nú þegar nokkur samtök eða stofnanir sem eiga erindi um útlendingamál tjáð sig um og lýst yfir áhyggjum vegna nokkurra atriða í frumvarpinu. Mig langar hér að einbeita mér að benda á aðeins eitt af þessum atriðum sem varðar umsókn um alþjóðlega vernd sem tekin er til efnismeðferðar. Almennt getur umsækjandi um alþjóðlega vernd á Íslandi, ef hann hefur þegar hlotið virka vernd í öðru ríki, ekki fengið efnismeðferð um umsókn sína. En í gildandi lögum, þó að um slíkt tilfelli sé að ræða, er það enn ,,björgunarákvæði" og er þá hægt að taka umsóknina til efnismeðferðar ,,ef útlendingurinn hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða ef sérstakar ástæður mæla annars með því."(Lög um útlendinga 36. gr. 2. mgr.) En breytingartillagan á 36. gr. kveður á að það tilfelli að umsækjandi þegar hlotið hefur vernd í öðru ríki verður tekið úr af þessu björgunarákvæði, enda ekkert verður hægt að gera til að færa viðkomandi umsókn til efnismerferðarinnar. Sem sé, jafnvel þó þúsund Íslendingar telji það vera nægileg átæða og sönngjörn til staðar til að skoða umsókn viðkomandi umsækjanda, verði það ekki lengur hægt vegna lagaákvæðis. Nú langar mig að koma fram með tvær athugasemdir um þessa breytingartillögu. Athugasemdir mínar varða aðallega viðhorf dómsmálayfirvalda sem breytingartillagan byggist á. Í starfi mínu sem prestur innflytjenda hef ég haft fjölmörg tækifæri til að hitta og hlusta á umsækjandur um alþjóðlega vernd sem hafa fengið „vernd“ eða landvistarleyfi í öðru ríki en Íslandi. Oftast er það fólk sem hefur fengið vernd á Grikklandi eða Ítalíu, en ekki Frakklandi eða Svíþjóð. Af hverju? Það er einfaldlega vegna þess að fólkið gat ekki lifað mannsæmandi lífi á Grikklandi eða á Ítalíu. Eins og greint hefur verið frá í íslenskum fjölmiðlum mörgum sinnum, hefur komið fram að í þessum löndum fær fólk ekki vinnu. Það á litla möguleika á að fá húsnæði eða almennilega heilsugæsluþjónustu á Grikklandi eða á Ítalíu. Af þeim sökum neyðist fólk til þess að fara úr landi og leita að hæli á ný, í öðru landi, m.a. hérna á Íslandi. Um þetta atriði, sendi Rauði Kross Íslands harða gagnrýni og ítrekaði athugasemdir sínar til dómsmálayfirvalda hér á landi í mars á þessu ári: ,,Rauði krossinn á Íslandi hefur ítrekað bent á að aðstæður þeirra sem hlotið hafa alþjóðlega vernd á Grikklandi séu síst skárri en þeirra sem enn hafa umsókn sína til meðferðar þar í landi.“(af heimasíðu RKÍ) Þannig eru aðstæður í kringum flóttafólk sem hefur hlotið „vernd“ alls ekki eins innan Evrópuríkjanna. Og ég trúi því að íslensk dómsmálayfirvöld viti það vel. Samt er hvergi komið inn á þetta mikilvæga atriði í greinargerð frumvarpsins. Ekki eitt orð! Þvert á móti segir í greinargerðinni: „Nauðsynlegt þykir að bregðast við þessari stöðu með því að kveða skýrt á um að þeir sem þegar njóta verndar í Evrópu geti ekki að ástæðulausu knúið fram endurtekna málsmeðferð hér á landi og að Dyflinnarreglugerðinni sé beitt þegar þess er kostur."(bls. 9 frumvarps) „Að knýja að ástæðulausu fram endurtekna málsmeðferð“? Ég skil ekki hvernig hægt er að horfa fram hjá þeim gögnum og vitnisburðum um ómögulega staðreynd um flóttafólk með „vernd" á Grikklandi eða Ítalíu og kalla óskir fólks um endurupptöku mál síns „að ástæðulausu"? Fólkið leitar aðeins að tækifæri til að lifa af. Ég vil endilega heyra útskýringu um þetta atriði frá dómsmálaráðherra. Annað atriði sem mig langar að koma á framfæri er sú staðreynd að nokkrar flóttamannafjölskyldur á Íslandi sem einmitt voru með vernd á Grikklandi fengu mikinn stuðning almennings og samstöðu, enda voru brottvísanir þeirra afturkallaðar og málin þeirra tekin til skoðunar. Hver er skilningur dómsmálayfirvalda á þessum staðreyndum? Viðkomandi breytingartillaga er einmitt til þess gerð að hindra að slíkur dómur almennings skipti máli. Hver er hugmynd dómsmálayfirvalda hér? Er almenningur vitlaus? Er réttlætiskennd almennings einskis virði? Það þarf að útskýra rök dómsmálayfirvalda um þetta atriði betur. Að mínu mati á „vernd“ sem gefur flóttafólki enga möguleika á mannsæmandi lífi, þar sem fólk getur m.a. sótt vinnu, séð fyrir sér, haft aðgang að heilsugæslu sem og öðrum atriðum sem kveðið er um í mannréttindarákvæðum, getur ekki talist „vernd“ í því landi heldur er það fólk sem þjáist ennþá og er raunverulega enn á flótta, þótt að það sé „tæknilega“ með landvistarleyfi. Þess vegna eiga lögin að geyma björgunarákvæði fyrir allar hælisumsóknir. Ég vil einlæglega skora á dómsmálayfirvöld að endurskoða viðkomandi atriði í frumvarpinu. Höfundur er prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Hælisleitendur Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Frumvarp um breytingar á útlendingalögum hefur verið lagt fram á alþingi af dómsmálaráðherra. Um þetta frumvarp hafa nú þegar nokkur samtök eða stofnanir sem eiga erindi um útlendingamál tjáð sig um og lýst yfir áhyggjum vegna nokkurra atriða í frumvarpinu. Mig langar hér að einbeita mér að benda á aðeins eitt af þessum atriðum sem varðar umsókn um alþjóðlega vernd sem tekin er til efnismeðferðar. Almennt getur umsækjandi um alþjóðlega vernd á Íslandi, ef hann hefur þegar hlotið virka vernd í öðru ríki, ekki fengið efnismeðferð um umsókn sína. En í gildandi lögum, þó að um slíkt tilfelli sé að ræða, er það enn ,,björgunarákvæði" og er þá hægt að taka umsóknina til efnismeðferðar ,,ef útlendingurinn hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða ef sérstakar ástæður mæla annars með því."(Lög um útlendinga 36. gr. 2. mgr.) En breytingartillagan á 36. gr. kveður á að það tilfelli að umsækjandi þegar hlotið hefur vernd í öðru ríki verður tekið úr af þessu björgunarákvæði, enda ekkert verður hægt að gera til að færa viðkomandi umsókn til efnismerferðarinnar. Sem sé, jafnvel þó þúsund Íslendingar telji það vera nægileg átæða og sönngjörn til staðar til að skoða umsókn viðkomandi umsækjanda, verði það ekki lengur hægt vegna lagaákvæðis. Nú langar mig að koma fram með tvær athugasemdir um þessa breytingartillögu. Athugasemdir mínar varða aðallega viðhorf dómsmálayfirvalda sem breytingartillagan byggist á. Í starfi mínu sem prestur innflytjenda hef ég haft fjölmörg tækifæri til að hitta og hlusta á umsækjandur um alþjóðlega vernd sem hafa fengið „vernd“ eða landvistarleyfi í öðru ríki en Íslandi. Oftast er það fólk sem hefur fengið vernd á Grikklandi eða Ítalíu, en ekki Frakklandi eða Svíþjóð. Af hverju? Það er einfaldlega vegna þess að fólkið gat ekki lifað mannsæmandi lífi á Grikklandi eða á Ítalíu. Eins og greint hefur verið frá í íslenskum fjölmiðlum mörgum sinnum, hefur komið fram að í þessum löndum fær fólk ekki vinnu. Það á litla möguleika á að fá húsnæði eða almennilega heilsugæsluþjónustu á Grikklandi eða á Ítalíu. Af þeim sökum neyðist fólk til þess að fara úr landi og leita að hæli á ný, í öðru landi, m.a. hérna á Íslandi. Um þetta atriði, sendi Rauði Kross Íslands harða gagnrýni og ítrekaði athugasemdir sínar til dómsmálayfirvalda hér á landi í mars á þessu ári: ,,Rauði krossinn á Íslandi hefur ítrekað bent á að aðstæður þeirra sem hlotið hafa alþjóðlega vernd á Grikklandi séu síst skárri en þeirra sem enn hafa umsókn sína til meðferðar þar í landi.“(af heimasíðu RKÍ) Þannig eru aðstæður í kringum flóttafólk sem hefur hlotið „vernd“ alls ekki eins innan Evrópuríkjanna. Og ég trúi því að íslensk dómsmálayfirvöld viti það vel. Samt er hvergi komið inn á þetta mikilvæga atriði í greinargerð frumvarpsins. Ekki eitt orð! Þvert á móti segir í greinargerðinni: „Nauðsynlegt þykir að bregðast við þessari stöðu með því að kveða skýrt á um að þeir sem þegar njóta verndar í Evrópu geti ekki að ástæðulausu knúið fram endurtekna málsmeðferð hér á landi og að Dyflinnarreglugerðinni sé beitt þegar þess er kostur."(bls. 9 frumvarps) „Að knýja að ástæðulausu fram endurtekna málsmeðferð“? Ég skil ekki hvernig hægt er að horfa fram hjá þeim gögnum og vitnisburðum um ómögulega staðreynd um flóttafólk með „vernd" á Grikklandi eða Ítalíu og kalla óskir fólks um endurupptöku mál síns „að ástæðulausu"? Fólkið leitar aðeins að tækifæri til að lifa af. Ég vil endilega heyra útskýringu um þetta atriði frá dómsmálaráðherra. Annað atriði sem mig langar að koma á framfæri er sú staðreynd að nokkrar flóttamannafjölskyldur á Íslandi sem einmitt voru með vernd á Grikklandi fengu mikinn stuðning almennings og samstöðu, enda voru brottvísanir þeirra afturkallaðar og málin þeirra tekin til skoðunar. Hver er skilningur dómsmálayfirvalda á þessum staðreyndum? Viðkomandi breytingartillaga er einmitt til þess gerð að hindra að slíkur dómur almennings skipti máli. Hver er hugmynd dómsmálayfirvalda hér? Er almenningur vitlaus? Er réttlætiskennd almennings einskis virði? Það þarf að útskýra rök dómsmálayfirvalda um þetta atriði betur. Að mínu mati á „vernd“ sem gefur flóttafólki enga möguleika á mannsæmandi lífi, þar sem fólk getur m.a. sótt vinnu, séð fyrir sér, haft aðgang að heilsugæslu sem og öðrum atriðum sem kveðið er um í mannréttindarákvæðum, getur ekki talist „vernd“ í því landi heldur er það fólk sem þjáist ennþá og er raunverulega enn á flótta, þótt að það sé „tæknilega“ með landvistarleyfi. Þess vegna eiga lögin að geyma björgunarákvæði fyrir allar hælisumsóknir. Ég vil einlæglega skora á dómsmálayfirvöld að endurskoða viðkomandi atriði í frumvarpinu. Höfundur er prestur innflytjenda.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun