Flugumferðarstjórar buðust til að taka á sig launaskerðingu Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2020 17:00 Isavia ANS er dótturfélag Isavia ohf. Það annast íslenska flugstjórnarsvæðið sem nær yfir 5,4 milljón ferkílómetra svæði yfir Norður-Atlantshafi. Mikið hefur dregið úr flugumferð vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Vísir/Vilhelm Engar eiginlegar viðræður áttu sér stað á milli Isavia ANS og Félags íslenskra flugumferðarstjóra áður en gripið var til uppsagna hundrað flugumferðarstjóra í dag, að sögn formanns félagsins. Isavia ANS hafi ekki svarað tilboði félagsins um breytingar á launalið kjarasamninga. Isavia ANS, dóttufélag Isavia ohf. sem sér um rekstur íslenska flugstjórnarsvæðisins, sagði upp um hundrað flugumferðarstjórum í flugstjórnarmiðstöð sinni í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur þar sem kveðið er á um 75% starfshlutfall. Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir þetta sársaukaminnstu aðgerðina til þess að bregðast við sjóðsstreymisvanda félagsins vegna mikils samdráttar í tekjum í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF), segir við Vísi að leiðin sem Isavia ANS kaus að fara til að leysa úr sjóðsstreymi sínu hafi komið félaginu á óvart. Flugumferðarstjórar hafi ítrekað sagst tilbúnir að leita allra leiða til að leysa vandann og bent á aðrar leiðir sem þeir telja færari. Ekki hafi fengist viðbrögð við þeim hugmyndum. Að hans mati hafi engar eiginlegar viðræður um lausn átt sér stað. Isavia ANS hafi lagt fram eina tillögu sem stjórn FÍF hafi ekki talið færa og hafnað. Um leið hafi félagið hins vegar lýst sig tilbúið til annarra lausna, þar á meðal að taka upp launalið í kjarasamningum FÍF við Isavia ohf. þannig að félagsmenn tækju á sig launaskerðingu. Slík lausn hefði ekki aðeins dregið úr launakostnaði Isavia ANS heldur samsteypunnar í heild. „Þeirri leið var í raun ekki svarað,“ segir Arnar sem telur að Isavia ANS hafi ákveðið að þrýsta niður þennan útvalda hóp til að leysa vanda sinn. Það bendi til þess að ekki séu allir að róa á sama báti í því ástandi sem nú er uppi. Framkvæmdastjóri Isavia ANS sagði Vísi í dag að með aðgerðunum í dag hafi verið reynt að halda í ráðningasamband við flugumferðarstjóra. Arnar segir á móti að með uppsögn á ráðningarsamningi sé í raun verið að rjúfa ráðningarsamband við flugumferðarstjóra. Arnar vill ekki fullyrða hvað félagið gerir í framhaldinu fyrr en eftir stjórnarfund. „Það verður öllum sagt upp um mánaðamótin en annað gerist ekki í bili. Það er búið að boða til félagsfundar og stjórnarfundar og fundar með okkar sérfræðingum,“ segir hann. Fréttir af flugi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dótturfélag Isavia segir upp öllum flugumferðarstjórum sínum Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð. 27. maí 2020 15:29 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
Engar eiginlegar viðræður áttu sér stað á milli Isavia ANS og Félags íslenskra flugumferðarstjóra áður en gripið var til uppsagna hundrað flugumferðarstjóra í dag, að sögn formanns félagsins. Isavia ANS hafi ekki svarað tilboði félagsins um breytingar á launalið kjarasamninga. Isavia ANS, dóttufélag Isavia ohf. sem sér um rekstur íslenska flugstjórnarsvæðisins, sagði upp um hundrað flugumferðarstjórum í flugstjórnarmiðstöð sinni í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur þar sem kveðið er á um 75% starfshlutfall. Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir þetta sársaukaminnstu aðgerðina til þess að bregðast við sjóðsstreymisvanda félagsins vegna mikils samdráttar í tekjum í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF), segir við Vísi að leiðin sem Isavia ANS kaus að fara til að leysa úr sjóðsstreymi sínu hafi komið félaginu á óvart. Flugumferðarstjórar hafi ítrekað sagst tilbúnir að leita allra leiða til að leysa vandann og bent á aðrar leiðir sem þeir telja færari. Ekki hafi fengist viðbrögð við þeim hugmyndum. Að hans mati hafi engar eiginlegar viðræður um lausn átt sér stað. Isavia ANS hafi lagt fram eina tillögu sem stjórn FÍF hafi ekki talið færa og hafnað. Um leið hafi félagið hins vegar lýst sig tilbúið til annarra lausna, þar á meðal að taka upp launalið í kjarasamningum FÍF við Isavia ohf. þannig að félagsmenn tækju á sig launaskerðingu. Slík lausn hefði ekki aðeins dregið úr launakostnaði Isavia ANS heldur samsteypunnar í heild. „Þeirri leið var í raun ekki svarað,“ segir Arnar sem telur að Isavia ANS hafi ákveðið að þrýsta niður þennan útvalda hóp til að leysa vanda sinn. Það bendi til þess að ekki séu allir að róa á sama báti í því ástandi sem nú er uppi. Framkvæmdastjóri Isavia ANS sagði Vísi í dag að með aðgerðunum í dag hafi verið reynt að halda í ráðningasamband við flugumferðarstjóra. Arnar segir á móti að með uppsögn á ráðningarsamningi sé í raun verið að rjúfa ráðningarsamband við flugumferðarstjóra. Arnar vill ekki fullyrða hvað félagið gerir í framhaldinu fyrr en eftir stjórnarfund. „Það verður öllum sagt upp um mánaðamótin en annað gerist ekki í bili. Það er búið að boða til félagsfundar og stjórnarfundar og fundar með okkar sérfræðingum,“ segir hann.
Fréttir af flugi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dótturfélag Isavia segir upp öllum flugumferðarstjórum sínum Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð. 27. maí 2020 15:29 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
Dótturfélag Isavia segir upp öllum flugumferðarstjórum sínum Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð. 27. maí 2020 15:29