403 sagt upp hjá Bláa lóninu Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2020 09:38 Bláa lónið er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Vísir/vilhelm Bláa lónið hefur ákveðið að segja upp 403 starfsmönnum sínum frá og með næstu mánaðamótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þá verða laun stjórnenda og starfsmanna lækkuð. Í tilkynningu segir að áhrifin af kórónuveirufaraldrinum hafi reynst „miklu umfangsmeiri og langvinnari en væntingar voru um“. Því hafi verið ákveðið að grípa til umræddra ráðstafana. Bláa Lónið vonist þó til að geta ráðið starfsfólkið sem sagt verður upp aftur til starfa „þegar ytri aðstæður breytast til hins betra.“ Laun þeirra starfsmanna sem ekki fá uppsögn verða skert, mest hjá forstjóra og stjórn um 30%, 25% hjá framkvæmdastjórn og minna hjá öðrum, að því er segir í tilkynningu. Jafnframt hefur verið ákveðið að opna allar starfsstöðvar Bláa lónsins á ný þann 19. júní næstkomandi, eftir tæplega þriggja mánaða lokun. Í tilkynningu segir að á þessu tímabili hafi fyrirtækið verið nær tekjulaust. „Markmið þeirra aðgerða sem Bláa lónið hefur nú gripið til er að gera fyrirtækinu kleift að komast í gegnum þá óvissutíma sem framundan eru. Bláa lónið, sem leiðandi fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu, ætlar sér að taka þátt í viðspyrnu greinarinnar af fullum krafti þegar birta tekur að nýju.“ Boðað hafði var til starfsmannafundar hjá Bláa lóninu í gær sem halda átti nú í morgun, þar sem ætla má að umræddar aðgerðir hafi verið kynntar. Fyrirtækið sagði upp 164 starfsmönnum í lok mars vegna faraldurs kórónuveiru. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Grindavík Bláa lónið Tengdar fréttir 164 sagt upp hjá Bláa Lóninu 164 af 764 starfsmönnum Bláa lónsins hefur verið sagt upp í viðbrögðum fyrirtækisins við stöðunni sem komið hefur upp vegna kórónuveirunnar. 26. mars 2020 18:05 Loka Bláa lóninu fram í maí Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að loka Bláa lóninu tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2020 10:51 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Sjá meira
Bláa lónið hefur ákveðið að segja upp 403 starfsmönnum sínum frá og með næstu mánaðamótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þá verða laun stjórnenda og starfsmanna lækkuð. Í tilkynningu segir að áhrifin af kórónuveirufaraldrinum hafi reynst „miklu umfangsmeiri og langvinnari en væntingar voru um“. Því hafi verið ákveðið að grípa til umræddra ráðstafana. Bláa Lónið vonist þó til að geta ráðið starfsfólkið sem sagt verður upp aftur til starfa „þegar ytri aðstæður breytast til hins betra.“ Laun þeirra starfsmanna sem ekki fá uppsögn verða skert, mest hjá forstjóra og stjórn um 30%, 25% hjá framkvæmdastjórn og minna hjá öðrum, að því er segir í tilkynningu. Jafnframt hefur verið ákveðið að opna allar starfsstöðvar Bláa lónsins á ný þann 19. júní næstkomandi, eftir tæplega þriggja mánaða lokun. Í tilkynningu segir að á þessu tímabili hafi fyrirtækið verið nær tekjulaust. „Markmið þeirra aðgerða sem Bláa lónið hefur nú gripið til er að gera fyrirtækinu kleift að komast í gegnum þá óvissutíma sem framundan eru. Bláa lónið, sem leiðandi fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu, ætlar sér að taka þátt í viðspyrnu greinarinnar af fullum krafti þegar birta tekur að nýju.“ Boðað hafði var til starfsmannafundar hjá Bláa lóninu í gær sem halda átti nú í morgun, þar sem ætla má að umræddar aðgerðir hafi verið kynntar. Fyrirtækið sagði upp 164 starfsmönnum í lok mars vegna faraldurs kórónuveiru.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Grindavík Bláa lónið Tengdar fréttir 164 sagt upp hjá Bláa Lóninu 164 af 764 starfsmönnum Bláa lónsins hefur verið sagt upp í viðbrögðum fyrirtækisins við stöðunni sem komið hefur upp vegna kórónuveirunnar. 26. mars 2020 18:05 Loka Bláa lóninu fram í maí Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að loka Bláa lóninu tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2020 10:51 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Sjá meira
164 sagt upp hjá Bláa Lóninu 164 af 764 starfsmönnum Bláa lónsins hefur verið sagt upp í viðbrögðum fyrirtækisins við stöðunni sem komið hefur upp vegna kórónuveirunnar. 26. mars 2020 18:05
Loka Bláa lóninu fram í maí Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að loka Bláa lóninu tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2020 10:51