Innlent

Fundu um hundrað kanna­bis­plöntur á háa­lofti á Suður­nesjum

Atli Ísleifsson skrifar
Í tilkynningunni segir að ræktuninni hafði verið komið fyrir í þremur tjöldum á háalofti húsnæðis.
Í tilkynningunni segir að ræktuninni hafði verið komið fyrir í þremur tjöldum á háalofti húsnæðis. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun eftir húsleit í umdæminu fyrr í vikunni. Um var að ræða um hundrað plöntur.

Í tilkynningunni segir að ræktuninni hafði verið komið fyrir í þremur tjöldum á háalofti húsnæðis.

„Í tjöldunum voru tæplega hundrað plöntur á ýmsum ræktunarstigum. Þá fundust kannabisefni í pappakassa á gólfinu svo og plöntur sem hengdar höfðu verið upp til þurrkunar í lofti rýmisins. Efnið sem þannig hafði þegar verið verkað til neyslu vó tæp þrjú kíló.

Húsráðandi var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann játaði brotið. Plöntur, efni og tól og tæki voru fjarlægð af lögreglu til eyðingar,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×