Uppsagnirnar hafi ekki þurft að koma á óvart Atli Ísleifsson skrifar 28. maí 2020 11:32 Fannar Jónasson hefur gegnt embætti bæjarstjóra Grindavíkur frá árinu 2016. Grindavíkurbær/Vísir/Vilhelm Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir að þær uppsagnir sem Bláa lónið tilkynnti um í morgun hafi ekki þurft að koma á óvart. Samúð hans og bæjarbúa sé hjá þeim sem misstu vinnuna. „Bláa lónið byggir á erlendum ferðamönnum og þegar þeir eru ekki til staðar þá er varla hægt að reka fyrirtækið. Því miður þá urðu stjórnendur að grípa til þessa ráðs sem auðvitað hittir illa fyrir þessum sem missa vinnuna,“ segir Fannar í samtali við Vísi. Greint var frá því morgun að 403 starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp frá og með næstu mánaðamótum. Þá var greint frá því að laun stjórnenda og starfsmanna hafi verið lækkuð. Til standi að opna lónið að nýju þann 19. júní næstkomandi. Ýmis afleidd störf sömuleiðis Fannar segist ekki vera með nákvæma tölu en að það skipti væntanlega mörgum tugum, þeim íbúum Grindavíkurbæjar sem hafi misst vinnuna hjá Bláa lóninu í dag. „Svo eru náttúrulega afleidd störf líka. Það eru ýmis þjónustufyrirtæki hér í bænum sem hafa unnið mikið fyrir Bláa lónið. Þetta kemur því illa við þau líka. En samúð okkar er auðvitað hjá því fólki sem að missir vinnuna.“ Hann segist vona að þegar fari að rætast úr, landið opnast og ferðamenn geti að nýju heimsótt landið þá muni fyrirtækið geta ráðið jafnóðum einhverja þá sem sagt hafi verið upp núna. „Það er hins vegar svo mikil óvissa í þessu, þannig að það er ómögulegt að segja hvenær það gæti orðið. Við vonum hins vegar það besta. Það er ómögulegt að segja hvernig þetta ár verður fyrir Bláa lónið og önnur fyrirtæki sem reiða sig á erlenda ferðamenn.“ „Þetta eru slæm tíðindi“ Fannar segir Bláa lónið vera mjög mikilvægt fyrirtæki fyrir Grindavík, Suðurnesin og reyndar landið allt. „Þetta er langstærsti ferðamannastaður landsins ef svo má segja. Það eru mjög margir sem heimsækja Bláa lónið og við á Suðurnesjum njótum góðs af því. En þetta eru slæm tíðindi, ofan á allt annað. Mikið atvinnuleysi á Suðurnesjum. Flugvöllurinn er nánast lokaður og þegar þetta bætist við eykst atvinnuleysið enn, í það minnsta um stundarsakir.“ Grindavík Bláa lónið Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir að þær uppsagnir sem Bláa lónið tilkynnti um í morgun hafi ekki þurft að koma á óvart. Samúð hans og bæjarbúa sé hjá þeim sem misstu vinnuna. „Bláa lónið byggir á erlendum ferðamönnum og þegar þeir eru ekki til staðar þá er varla hægt að reka fyrirtækið. Því miður þá urðu stjórnendur að grípa til þessa ráðs sem auðvitað hittir illa fyrir þessum sem missa vinnuna,“ segir Fannar í samtali við Vísi. Greint var frá því morgun að 403 starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp frá og með næstu mánaðamótum. Þá var greint frá því að laun stjórnenda og starfsmanna hafi verið lækkuð. Til standi að opna lónið að nýju þann 19. júní næstkomandi. Ýmis afleidd störf sömuleiðis Fannar segist ekki vera með nákvæma tölu en að það skipti væntanlega mörgum tugum, þeim íbúum Grindavíkurbæjar sem hafi misst vinnuna hjá Bláa lóninu í dag. „Svo eru náttúrulega afleidd störf líka. Það eru ýmis þjónustufyrirtæki hér í bænum sem hafa unnið mikið fyrir Bláa lónið. Þetta kemur því illa við þau líka. En samúð okkar er auðvitað hjá því fólki sem að missir vinnuna.“ Hann segist vona að þegar fari að rætast úr, landið opnast og ferðamenn geti að nýju heimsótt landið þá muni fyrirtækið geta ráðið jafnóðum einhverja þá sem sagt hafi verið upp núna. „Það er hins vegar svo mikil óvissa í þessu, þannig að það er ómögulegt að segja hvenær það gæti orðið. Við vonum hins vegar það besta. Það er ómögulegt að segja hvernig þetta ár verður fyrir Bláa lónið og önnur fyrirtæki sem reiða sig á erlenda ferðamenn.“ „Þetta eru slæm tíðindi“ Fannar segir Bláa lónið vera mjög mikilvægt fyrirtæki fyrir Grindavík, Suðurnesin og reyndar landið allt. „Þetta er langstærsti ferðamannastaður landsins ef svo má segja. Það eru mjög margir sem heimsækja Bláa lónið og við á Suðurnesjum njótum góðs af því. En þetta eru slæm tíðindi, ofan á allt annað. Mikið atvinnuleysi á Suðurnesjum. Flugvöllurinn er nánast lokaður og þegar þetta bætist við eykst atvinnuleysið enn, í það minnsta um stundarsakir.“
Grindavík Bláa lónið Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira