Kári segir líklegt að Íslensk erfðagreining hjálpi til við skimun á landamærum Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2020 11:59 Kári Stefánsson gengur út af fundi með forsætisráðherra í stjórnarráðinu í morgun. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar fylgir í humátt á eftir honum. Vísir/vilhelm Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kvað það líklegt að til samstarfs Íslenskrar erfðagreiningar og yfirvalda komi við kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli sem hefst í júní. Þetta kom fram í máli Kára er hann kom út af fundi með forsætisráðherra í stjórnarráðinu í morgun. Kári var ekki sérlega skrafhreifinn þegar fréttamenn ræddu við hann á leið út af fundinum þennan stutta spöl frá stjórnarráðinu niður í Lækjargötu nú skömmu fyrir hádegi. Fyrst um sinn sagði hann ekkert er hann var inntur eftir því hvað fram hefði farið á fundi hans og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Ég er búinn að blaðra of mikið upp á síðkastið,“ sagði Kári, nokkuð léttur í bragði. Spurður að því hvort þau hefðu rætt samstarf um skimun við opnun landsins sagði hann, enn og aftur í gamansömum tón: „Við ræddum blómarækt í Eskihlíðinni.“ En loks sagði Kári að jú, fullt hefði verið rætt. Þá megi vel vera að samstarf hefði borið á góma. Og að endingu að honum fyndist það líklegt, að til samstarfsins komi. Er líklegt að komi að samstarfinu? „Já,“ sagði Kári og ók á brott í leigubíl, sem beðið hafði eftir honum fyrir utan stjórnarráðið á meðan fundi stóð. Myndband af viðtali Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Kára Stefánsson má sjá í spilaranum hér að neðan. Kári var afar harðorður í garð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í viðtali í Kastljósi í gær. Hann sagði að fyrirtækið myndi ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni við landamærin, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. Heilbrigðisráðherra ætti það jafnframt til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“. Þá minntist Kári sérstaklega á að á síðasta upplýsingafundi landlæknis og almannavarna vegna veirunnar á mánudag hefði Svandís þakkað öllum sem komu að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum hér á landi, nema Íslenskri erfðagreiningu. Samkvæmt heimildum Vísis var þó boðað til fundarins í stjórnarráðinu áður en til Kastljóssviðtalsins kom. Kári var fljótur að koma sér inn í leigubílinn sem beið eftir honum á meðan fundi stóð.Vísir/vilhelm Svandís var sjálf gestur Kastljóss í gær, þar sem hún ræddi meðal annars hinar fyrirhugðu skimanir á Keflavíkurflugvelli. Í skýrslu vinnuhóps um opnun landamæra kom fram að veirufræðideild Landspítala gæti aðeins sinnt sem nemur 500 sýnum á dag, sem svarar til tveggja til þriggja fullra flugvéla. Því væri alls óvíst að veirufræðideildin gæti annað eftirspurn sem mikil óvissa er um hver verður. „Það sem við erum að tala um þarna er að það þurfi að ráðast í einhverskonar samkomulag við væntanlega Decode sem hefur þá yfir þeirri greiningargetu að ráða sem þarf til þess að brúa þetta bil,“ sagði Svandís meðal annars í viðtalinu. Svandís vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins í morgun þegar leitað var eftir því. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Vonar að Svandís biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, vonar að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar. 28. maí 2020 11:35 Kári Stefánsson mættur í Stjórnarráðið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er mættur til fundar í stjórnarráðið þar sem forsætisráðuneytið er meðal annars með skrifstofur sínar. Kári mætti í leigubíl rétt upp úr klukkan ellefu. 28. maí 2020 11:30 Segir heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið muni ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. 27. maí 2020 21:54 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kvað það líklegt að til samstarfs Íslenskrar erfðagreiningar og yfirvalda komi við kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli sem hefst í júní. Þetta kom fram í máli Kára er hann kom út af fundi með forsætisráðherra í stjórnarráðinu í morgun. Kári var ekki sérlega skrafhreifinn þegar fréttamenn ræddu við hann á leið út af fundinum þennan stutta spöl frá stjórnarráðinu niður í Lækjargötu nú skömmu fyrir hádegi. Fyrst um sinn sagði hann ekkert er hann var inntur eftir því hvað fram hefði farið á fundi hans og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Ég er búinn að blaðra of mikið upp á síðkastið,“ sagði Kári, nokkuð léttur í bragði. Spurður að því hvort þau hefðu rætt samstarf um skimun við opnun landsins sagði hann, enn og aftur í gamansömum tón: „Við ræddum blómarækt í Eskihlíðinni.“ En loks sagði Kári að jú, fullt hefði verið rætt. Þá megi vel vera að samstarf hefði borið á góma. Og að endingu að honum fyndist það líklegt, að til samstarfsins komi. Er líklegt að komi að samstarfinu? „Já,“ sagði Kári og ók á brott í leigubíl, sem beðið hafði eftir honum fyrir utan stjórnarráðið á meðan fundi stóð. Myndband af viðtali Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Kára Stefánsson má sjá í spilaranum hér að neðan. Kári var afar harðorður í garð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í viðtali í Kastljósi í gær. Hann sagði að fyrirtækið myndi ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni við landamærin, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. Heilbrigðisráðherra ætti það jafnframt til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“. Þá minntist Kári sérstaklega á að á síðasta upplýsingafundi landlæknis og almannavarna vegna veirunnar á mánudag hefði Svandís þakkað öllum sem komu að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum hér á landi, nema Íslenskri erfðagreiningu. Samkvæmt heimildum Vísis var þó boðað til fundarins í stjórnarráðinu áður en til Kastljóssviðtalsins kom. Kári var fljótur að koma sér inn í leigubílinn sem beið eftir honum á meðan fundi stóð.Vísir/vilhelm Svandís var sjálf gestur Kastljóss í gær, þar sem hún ræddi meðal annars hinar fyrirhugðu skimanir á Keflavíkurflugvelli. Í skýrslu vinnuhóps um opnun landamæra kom fram að veirufræðideild Landspítala gæti aðeins sinnt sem nemur 500 sýnum á dag, sem svarar til tveggja til þriggja fullra flugvéla. Því væri alls óvíst að veirufræðideildin gæti annað eftirspurn sem mikil óvissa er um hver verður. „Það sem við erum að tala um þarna er að það þurfi að ráðast í einhverskonar samkomulag við væntanlega Decode sem hefur þá yfir þeirri greiningargetu að ráða sem þarf til þess að brúa þetta bil,“ sagði Svandís meðal annars í viðtalinu. Svandís vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins í morgun þegar leitað var eftir því.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Vonar að Svandís biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, vonar að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar. 28. maí 2020 11:35 Kári Stefánsson mættur í Stjórnarráðið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er mættur til fundar í stjórnarráðið þar sem forsætisráðuneytið er meðal annars með skrifstofur sínar. Kári mætti í leigubíl rétt upp úr klukkan ellefu. 28. maí 2020 11:30 Segir heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið muni ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. 27. maí 2020 21:54 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Vonar að Svandís biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, vonar að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar. 28. maí 2020 11:35
Kári Stefánsson mættur í Stjórnarráðið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er mættur til fundar í stjórnarráðið þar sem forsætisráðuneytið er meðal annars með skrifstofur sínar. Kári mætti í leigubíl rétt upp úr klukkan ellefu. 28. maí 2020 11:30
Segir heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið muni ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. 27. maí 2020 21:54