Vodafone deildin í League of Legends lýkur nú um helgina þegar átta bestu lið landsins mætast í meistaramótinu. Spilaður verður svokallaður útsláttur þar sem fyrsta liðið í tvo sigra heldur áfram, þar til einungis tvö lið standa eftir.
Þau lið munu svo mætast á sunnudaginn ogk lvinnur fyrsta liðið sem nær þremur sigrum. Að þeirri viðureign lokinni verður meistari Vodafone deildarinnar krýndur.
Fyrsta viðureignin hefst í kvöld en á meðfylgjandi mynd má sjá tímasetningar og viðreignir. Allt verður svo í beinni útsendingu á Twitch sem sjá mér fyrir neðan myndina.
