Fangar andrúmsloftið í samkomubanninu með einstakri ljósmyndasýningu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. maí 2020 22:17 Þórhallur Sævarsson fyrir framan tvö af verkum sínum á sýningunni. Vísir/Vilhelm Leikstjórinn og ljósmyndarinn Þórhallur Sævarsson opnaði í kvöld sýninguna sína Quarantine Iceland í Pop Up Hafnartorgi. Sýningin mun standa opin til 7. júní 2020. Quarantine Iceland er ljósmyndaverk eftir Þórhall og er verkinu ætlað að fanga hið sérstaka andrúmsloft og þær samfélagslegu raskanir sem áttu sér stað í samkomubanni á tímum Covid-19 faraldursins á Íslandi. Þórhallur hefur unnið við auglýsingaleikstjórn í rúm 16 ár og er búsettur í Mílanó á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni. Eftir að ástandið þar í landi varð slæmt vegna útbreiðslu kórónuveirunnar ákváðu þau að leigja sér íbúð á Íslandi og í sóttkvínni í byrjun Íslandsdvalarinnar myndaði Þórhallur tóma Reykjavíkurborg. „Það eina sem að stytti manni dægradvöl var að fara út að ganga. Þetta var þegar þetta var mest að byrja hérna þannig að fólk hélt sig hvað mest heima. Ég byrjaði að mynda í göngutúrunum og það var allt svo tómt, þetta var svo sérstakt. Götur voru tómar, byggingarpláss, bara hvað sem er, göngustígar. Maður sá varla mann á ferli. Þegar ég byrjaði að vinna myndirnar þá datt mér í hug að útvíkka verkefnið og halda þessu áfram,“ sagði Þórhallur í helgarviðtali hér á Vísi fyrr í mánuðinum. Hann hélt svo áfram eftir að sóttkvínni var lokið, nú er þetta verkefni orðið að ljósmyndasýningu og myndirnar koma einnig út í bók sem Þórhallur ætlar að gefa út í október. Myndirnar sýna einstakt ástand hér á landi í samkomubanninu.Vísir/Vilhelm Sýningin Quarantine Iceland opnar í dag og stendur opin til 7. júní næstkomandi. Ljósmyndun Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flúðu Ítalíu í frelsið á Íslandi: Öðruvísi fegurð þegar það er ekki manneskja á ferli Auglýsingaleikstjórinn Þórhallur Sævarsson er búsettur í Mílanó á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni. Síðustu vikur hefur hann tekið einstakar myndir af Reykjavík í samkomubanni. 3. maí 2020 07:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Leikstjórinn og ljósmyndarinn Þórhallur Sævarsson opnaði í kvöld sýninguna sína Quarantine Iceland í Pop Up Hafnartorgi. Sýningin mun standa opin til 7. júní 2020. Quarantine Iceland er ljósmyndaverk eftir Þórhall og er verkinu ætlað að fanga hið sérstaka andrúmsloft og þær samfélagslegu raskanir sem áttu sér stað í samkomubanni á tímum Covid-19 faraldursins á Íslandi. Þórhallur hefur unnið við auglýsingaleikstjórn í rúm 16 ár og er búsettur í Mílanó á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni. Eftir að ástandið þar í landi varð slæmt vegna útbreiðslu kórónuveirunnar ákváðu þau að leigja sér íbúð á Íslandi og í sóttkvínni í byrjun Íslandsdvalarinnar myndaði Þórhallur tóma Reykjavíkurborg. „Það eina sem að stytti manni dægradvöl var að fara út að ganga. Þetta var þegar þetta var mest að byrja hérna þannig að fólk hélt sig hvað mest heima. Ég byrjaði að mynda í göngutúrunum og það var allt svo tómt, þetta var svo sérstakt. Götur voru tómar, byggingarpláss, bara hvað sem er, göngustígar. Maður sá varla mann á ferli. Þegar ég byrjaði að vinna myndirnar þá datt mér í hug að útvíkka verkefnið og halda þessu áfram,“ sagði Þórhallur í helgarviðtali hér á Vísi fyrr í mánuðinum. Hann hélt svo áfram eftir að sóttkvínni var lokið, nú er þetta verkefni orðið að ljósmyndasýningu og myndirnar koma einnig út í bók sem Þórhallur ætlar að gefa út í október. Myndirnar sýna einstakt ástand hér á landi í samkomubanninu.Vísir/Vilhelm Sýningin Quarantine Iceland opnar í dag og stendur opin til 7. júní næstkomandi.
Ljósmyndun Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flúðu Ítalíu í frelsið á Íslandi: Öðruvísi fegurð þegar það er ekki manneskja á ferli Auglýsingaleikstjórinn Þórhallur Sævarsson er búsettur í Mílanó á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni. Síðustu vikur hefur hann tekið einstakar myndir af Reykjavík í samkomubanni. 3. maí 2020 07:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Flúðu Ítalíu í frelsið á Íslandi: Öðruvísi fegurð þegar það er ekki manneskja á ferli Auglýsingaleikstjórinn Þórhallur Sævarsson er búsettur í Mílanó á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni. Síðustu vikur hefur hann tekið einstakar myndir af Reykjavík í samkomubanni. 3. maí 2020 07:00