„Verðum að vera nægilega stórar manneskjur til þess að láta þetta ekki snúast um okkur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2020 18:19 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kveðst ekki hafa staldrað við ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um hana sem hann lét falla í Kastljósi í gær. Það sé þó vissulega aldrei skemmtilegt þegar verið sé að halla á mann persónulega. „En ég held að við verðum að vera nægilega stórar manneskjur til þess að láta þetta ekki snúast um okkur og okkar persónu. Þannig að ég sný mér bara að mínum verkefnum og það er það sem mér finnst mikilvægast að vera dæmdur af því sem maður gerir en ekki einhverjum svona dómum,“ sagði Svandís í viðtali við Elínu Margréti Böðvarsdóttur, fréttamann, áður en fræðslufundur ÍE um Covid-19 hófst klukkan 17 í dag. Ummæli Kára um Svandísi í Kastljósi í gær hafa vakið mikla athygli. Þar sagði hann ráðherra hrokafulla eins og tíu ára stelpu og sagði ÍE ekki myndu koma að skimun erlendra ferðamanna á Keflavíkurflugvelli ef málið yrði á forræði heilbrigðisráðuneytisins. Í viðtali við fréttastofu í dag sagði Kára að bæta þyrfti samskiptin við heilbrigðisráðuneytið og líklegt væri að ÍE kæmi að skimuninni á Keflavíkurflugvelli, að minnsta kosti sem ráðgjafar. Við upphaf fræðslufundarins í dag bauð Kári svo heilbrigðisráðherra sérstaklega velkomna og þakkaði fyrir nærveru hennar. Öll tilbúin til að snúa bökum saman gegn veirunni Aðspurð hvernig staðan væri á undirbúningsvinnu varðandi skimun og hugsanlega aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar sagði Svandís: „Í sjálfu sér, þá held ég að það hafi skýrst ákveðin mál í dag og það hafi skýrst ákveðinn misskilningur í samskiptum og svo framvegis sem gerir það að verkum að við erum öll komin á þann stað að við erum öll tilbúin til þess að snúa bökum saman gegn veirunni. Fyrsti kaflinn gekk rosalega vel enda er þetta stórt og flókið samstarfsverkefni og þar hefur Decode og Íslensk erfðagreining komið að með mjög myndarlegum hætti og ég vænti þess miðað við það sem hefur komið fram í fréttum í dag að það verði líka í næsta kafla sem er sá kafli sem lýtur að skimun við landamæri. En það breytir því ekki að það þarf verulega uppbyggingu veirufræðideildar Landspítalans og við munum fara í það líka.“ Ráðherra sagði það ekki sitt að tjá sig um það hvort niðurstaðan væri sú að ÍE kæmi að verkefninu. „En það er að minnsta kosti og ég heyri ekki betur en að Íslensk erfðagreining sé reiðubúin til viðræðna á þeim grunni að koma að verkefninu, að minnsta kosti hjálpa til með að ýta því úr vör,“ sagði Svandís. Forsætisráðherra komi að málinu til að samhæfa það Hún sagði sóttvarnalækni þann embættismann sem væri í því hlutverki að ráðleggja heilbrigðisráðherra samkvæmt sóttvarnalögum um sóttvarnaráðstafanir. „Þannig að þar er verkefnið í sjálfu sér, það er að segja það sem lýtur að skimun á landamærum og hann mun gera tillögu til mín samkvæmt sóttvarnalögum og þannig er málið hjá mér að því leytinu til,“ sagði Svandís en bætti því við að málið væri mun flóknara. Þannig heyrði það undir annan ráðherra ef verið væri að tala um breytingar á lögum varðandi landamæri og ef verið væri að horfa á samgöngur þá heyrði það undir enn annan ráðherra. Forsætisráherra þyrfti því að koma að málinu til að samhæfa það. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kveðst ekki hafa staldrað við ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um hana sem hann lét falla í Kastljósi í gær. Það sé þó vissulega aldrei skemmtilegt þegar verið sé að halla á mann persónulega. „En ég held að við verðum að vera nægilega stórar manneskjur til þess að láta þetta ekki snúast um okkur og okkar persónu. Þannig að ég sný mér bara að mínum verkefnum og það er það sem mér finnst mikilvægast að vera dæmdur af því sem maður gerir en ekki einhverjum svona dómum,“ sagði Svandís í viðtali við Elínu Margréti Böðvarsdóttur, fréttamann, áður en fræðslufundur ÍE um Covid-19 hófst klukkan 17 í dag. Ummæli Kára um Svandísi í Kastljósi í gær hafa vakið mikla athygli. Þar sagði hann ráðherra hrokafulla eins og tíu ára stelpu og sagði ÍE ekki myndu koma að skimun erlendra ferðamanna á Keflavíkurflugvelli ef málið yrði á forræði heilbrigðisráðuneytisins. Í viðtali við fréttastofu í dag sagði Kára að bæta þyrfti samskiptin við heilbrigðisráðuneytið og líklegt væri að ÍE kæmi að skimuninni á Keflavíkurflugvelli, að minnsta kosti sem ráðgjafar. Við upphaf fræðslufundarins í dag bauð Kári svo heilbrigðisráðherra sérstaklega velkomna og þakkaði fyrir nærveru hennar. Öll tilbúin til að snúa bökum saman gegn veirunni Aðspurð hvernig staðan væri á undirbúningsvinnu varðandi skimun og hugsanlega aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar sagði Svandís: „Í sjálfu sér, þá held ég að það hafi skýrst ákveðin mál í dag og það hafi skýrst ákveðinn misskilningur í samskiptum og svo framvegis sem gerir það að verkum að við erum öll komin á þann stað að við erum öll tilbúin til þess að snúa bökum saman gegn veirunni. Fyrsti kaflinn gekk rosalega vel enda er þetta stórt og flókið samstarfsverkefni og þar hefur Decode og Íslensk erfðagreining komið að með mjög myndarlegum hætti og ég vænti þess miðað við það sem hefur komið fram í fréttum í dag að það verði líka í næsta kafla sem er sá kafli sem lýtur að skimun við landamæri. En það breytir því ekki að það þarf verulega uppbyggingu veirufræðideildar Landspítalans og við munum fara í það líka.“ Ráðherra sagði það ekki sitt að tjá sig um það hvort niðurstaðan væri sú að ÍE kæmi að verkefninu. „En það er að minnsta kosti og ég heyri ekki betur en að Íslensk erfðagreining sé reiðubúin til viðræðna á þeim grunni að koma að verkefninu, að minnsta kosti hjálpa til með að ýta því úr vör,“ sagði Svandís. Forsætisráðherra komi að málinu til að samhæfa það Hún sagði sóttvarnalækni þann embættismann sem væri í því hlutverki að ráðleggja heilbrigðisráðherra samkvæmt sóttvarnalögum um sóttvarnaráðstafanir. „Þannig að þar er verkefnið í sjálfu sér, það er að segja það sem lýtur að skimun á landamærum og hann mun gera tillögu til mín samkvæmt sóttvarnalögum og þannig er málið hjá mér að því leytinu til,“ sagði Svandís en bætti því við að málið væri mun flóknara. Þannig heyrði það undir annan ráðherra ef verið væri að tala um breytingar á lögum varðandi landamæri og ef verið væri að horfa á samgöngur þá heyrði það undir enn annan ráðherra. Forsætisráherra þyrfti því að koma að málinu til að samhæfa það.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira