Um 0,9% Íslendinga myndað mótefni gegn veirunni Andri Eysteinsson skrifar 28. maí 2020 19:06 Kári Stefánsson kemur af fundi forsætisráðherra í dag vegna skimunar fyrir Covid-19 á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Þegar þeir aðilar sem hafa fengið staðfest smit kórónuveirunnar og þeir sem hafa verið í sóttkví eru teknir út fyrir sviga hafa 0,9% íslensku þjóðarinnar myndað mótefni gegn kórónuveirunni. Þetta kom fram í máli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar á fræðslufundi ÍE, Glíman við Covid-19. Mótefnamælingar hófust fyrr í mánuðinum og var í verkefninu safnað sýnum sem komu í blóðrannsóknir. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, sagði í samtali við Vísi 12. maí að mótefnamælingar væru þrískiptar. „Í fyrsta lagi er það vísindarannsókn Íslenskrar erfðagreiningar þar sem eðli ónæmissvars einstaklinga við kórónuveirunni er rannsakað. Í öðru lagi er það svokölluð sóttvarnaráðstöfun á vegum sóttvarnalæknis. Þar er kannað hversu útbreitt ónæmissvarið við kórónuveirunni er í samfélaginu. Í þriðja lagi er það svo þessi þjónusturannsókn sem tilkynnt var um í dag. Hún felst í því að þeir sem telja sig hafa sýkst af kórónuveirunni geta fengið beiðni frá lækni um að blóð þeirra verði skimað fyrir mótefnasvari viðveirunni,“ sagði Már þann 12. maí. Við litum svo á að um 22.000 manns hafi verið útsettir fyrir veirunni með því að bæta við 0,9 prósent teljum við að 55.000 íslendingar hafi verið útsettir fyrir veirunni og skynsamlegt hefði verið að setja í sóttkví, sagði Kári. Allar upplýsingar úr mælingunum verða færðar í gagnabanka fyrir sóttvarnayfirvöld til þess að hægt verði að taka á næstu bylgjum faraldursins. Í spurningahluta fræðslufundarins sagði Kári að enn ætti eftir að greina frá niðurstöðum úr mótefnamælingum einstaklinga, þeir megi þó vænta þeirra á næstu 2-3 vikum. „Við þurftum að fiska eftir mótefni í mjög stórum hundraðshluta þjóðarinnar áður en við vorum viss um hvað við vorum að sjá. Við erum búin að skima margfalt fleiri en hefur verið gert á meðal nokkurrar þjóðar fyrir mótefnum. Við erum komin með mjög haldgóðar upplýsingar um mótefnamyndun og um hvað mótefna þýða,“ sagði Kári Stefánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira
Þegar þeir aðilar sem hafa fengið staðfest smit kórónuveirunnar og þeir sem hafa verið í sóttkví eru teknir út fyrir sviga hafa 0,9% íslensku þjóðarinnar myndað mótefni gegn kórónuveirunni. Þetta kom fram í máli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar á fræðslufundi ÍE, Glíman við Covid-19. Mótefnamælingar hófust fyrr í mánuðinum og var í verkefninu safnað sýnum sem komu í blóðrannsóknir. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, sagði í samtali við Vísi 12. maí að mótefnamælingar væru þrískiptar. „Í fyrsta lagi er það vísindarannsókn Íslenskrar erfðagreiningar þar sem eðli ónæmissvars einstaklinga við kórónuveirunni er rannsakað. Í öðru lagi er það svokölluð sóttvarnaráðstöfun á vegum sóttvarnalæknis. Þar er kannað hversu útbreitt ónæmissvarið við kórónuveirunni er í samfélaginu. Í þriðja lagi er það svo þessi þjónusturannsókn sem tilkynnt var um í dag. Hún felst í því að þeir sem telja sig hafa sýkst af kórónuveirunni geta fengið beiðni frá lækni um að blóð þeirra verði skimað fyrir mótefnasvari viðveirunni,“ sagði Már þann 12. maí. Við litum svo á að um 22.000 manns hafi verið útsettir fyrir veirunni með því að bæta við 0,9 prósent teljum við að 55.000 íslendingar hafi verið útsettir fyrir veirunni og skynsamlegt hefði verið að setja í sóttkví, sagði Kári. Allar upplýsingar úr mælingunum verða færðar í gagnabanka fyrir sóttvarnayfirvöld til þess að hægt verði að taka á næstu bylgjum faraldursins. Í spurningahluta fræðslufundarins sagði Kári að enn ætti eftir að greina frá niðurstöðum úr mótefnamælingum einstaklinga, þeir megi þó vænta þeirra á næstu 2-3 vikum. „Við þurftum að fiska eftir mótefni í mjög stórum hundraðshluta þjóðarinnar áður en við vorum viss um hvað við vorum að sjá. Við erum búin að skima margfalt fleiri en hefur verið gert á meðal nokkurrar þjóðar fyrir mótefnum. Við erum komin með mjög haldgóðar upplýsingar um mótefnamyndun og um hvað mótefna þýða,“ sagði Kári Stefánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira