Merkilegur árangur náðst án tilvistar sértæks Covid-lyfs Andri Eysteinsson skrifar 28. maí 2020 22:55 Már Kristjánsson yfirlæknir á smitsjúkdómadeild LSH. Vísir Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar LSH þakkar forvarnarátaki heilbrigðisyfirvalda fyrir þann merkilega árangur sem náðst hefur þrátt fyrir að nokkurt lyf eða bóluefni sé til gegn Covid-19 sýkingu, þetta kom fram í erindi Más Kristjánssonar yfirlæknis á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar í dag. „Það er engin sértæk meðferð við þessum sjúkdómi enn sem komið er. Við sem samfélag höfum náð miklum árangri án þess að hafa úr almennilegum lyfjum að moða. Það er nokkuð merkilegt að hafa náð þessum árangri sem við getum verið stolt af,“ sagði Már og sagði að forvarnir, fjarlægðarreglur, hreinlæti og aðskilnaður hafi leikið stór hlutverk í árangrinum. Már segir þá lítið vitað um sjúkdóminn og því hafi verið ákveðið undir eins að hringja í hvern einasta sjúkling. Þeir sem sáu um hringingarnar voru í fyrstu tveir, Már og Ólafur Guðlaugsson, seinna hafi róðurinn þyngst og fleiri bæst í hópinn. Vegna anna við hringingar hafi ákvörðun verið tekin um að stækka aðstöðuna og gámarnir frægu útvegaðir með því varð Covid-göngudeildin til. „Seinna hafi verið gripið til þess ráðs að nýta gömul barnaheimili í Fossvoginum. Þar hafi sjúklingar geta komist að utan inn í herbergi án þess að fara inn í almenn rými. „Þetta fyrirkomulag þjónaði margvíslegum tilgangi sem ég lít á sem eina mjög mikilvæga meðferð. Í fyrsta lagi með heimhringingarnar, þær veita fólki fullvissu. Það er einhver sem veit um það og einhver sem veit ástand þess. Þá veit fólk að ef það er lasið getur fólk komist á staðinn án þess að útsetja neina aðra, þannig er hægt að meta það og veita tilfallandi meðferð,“ sagði Már. „Það kom nánast enginn inn á bráðadeildina með Covid eftir miðjan mars eftir að Covid-göngudeildin var komin af stað,“ sagði Már og sagði það hafa verið veigamikið í baráttunni gegn útbreiðslu sýkingarinnar á meðal heilbrigðisstarfsfólks. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar LSH þakkar forvarnarátaki heilbrigðisyfirvalda fyrir þann merkilega árangur sem náðst hefur þrátt fyrir að nokkurt lyf eða bóluefni sé til gegn Covid-19 sýkingu, þetta kom fram í erindi Más Kristjánssonar yfirlæknis á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar í dag. „Það er engin sértæk meðferð við þessum sjúkdómi enn sem komið er. Við sem samfélag höfum náð miklum árangri án þess að hafa úr almennilegum lyfjum að moða. Það er nokkuð merkilegt að hafa náð þessum árangri sem við getum verið stolt af,“ sagði Már og sagði að forvarnir, fjarlægðarreglur, hreinlæti og aðskilnaður hafi leikið stór hlutverk í árangrinum. Már segir þá lítið vitað um sjúkdóminn og því hafi verið ákveðið undir eins að hringja í hvern einasta sjúkling. Þeir sem sáu um hringingarnar voru í fyrstu tveir, Már og Ólafur Guðlaugsson, seinna hafi róðurinn þyngst og fleiri bæst í hópinn. Vegna anna við hringingar hafi ákvörðun verið tekin um að stækka aðstöðuna og gámarnir frægu útvegaðir með því varð Covid-göngudeildin til. „Seinna hafi verið gripið til þess ráðs að nýta gömul barnaheimili í Fossvoginum. Þar hafi sjúklingar geta komist að utan inn í herbergi án þess að fara inn í almenn rými. „Þetta fyrirkomulag þjónaði margvíslegum tilgangi sem ég lít á sem eina mjög mikilvæga meðferð. Í fyrsta lagi með heimhringingarnar, þær veita fólki fullvissu. Það er einhver sem veit um það og einhver sem veit ástand þess. Þá veit fólk að ef það er lasið getur fólk komist á staðinn án þess að útsetja neina aðra, þannig er hægt að meta það og veita tilfallandi meðferð,“ sagði Már. „Það kom nánast enginn inn á bráðadeildina með Covid eftir miðjan mars eftir að Covid-göngudeildin var komin af stað,“ sagði Már og sagði það hafa verið veigamikið í baráttunni gegn útbreiðslu sýkingarinnar á meðal heilbrigðisstarfsfólks.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira