Fljótasta kona landsins vinnur hjá skattinum í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2020 09:00 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir á bæði Íslandsmetið í 100 og 200 metra hlaupi utanhúss og í 60 metra hlaupi innanhúss. Hér sést hún í þættinum „Á æfingu“ sem er vefþáttur Frjálsíþróttasambands Íslands. Skjámynd/Youtube Frjálsíþróttasambandið fór á æfingu hjá spretthlauparanum Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur í nýjasta vefþætti sínum „Á æfingu“ en þættirnir birtast á samfélagsmiðlum sambandsins. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er einn besti spretthlaupari sem Ísland hefur átt og það getum við sagt þótt hún sé enn bara átján ára gömul. Hún á bæði Íslandsmetið í 100 og 200 metra hlaupi utanhúss og í 60 metra hlaupi innanhúss ásamt Tiönu Ósk Whitworth. Guðbjörg Jóna hefur keppt á nokkrum stórmótum unglinga og unnið sér inn gull á EM U18 í 100 metra hlaupi og á Ólympíuleikum æskunnar í 200 metra hlaupi. Guðbjörg var líka valin frjálsíþróttakona ársins 2019. „Ég er að æfa fyrir hundrað og tvö hundruð, allavega eins og er,“ sagði Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir í byrjun þáttarins „Á æfingu“ þar sem er fylgst með henni æfa fyrir íþrótt sína. „Mig minnir að ég hafi byrjað að æfa frjálsar þegar ég var tíu ára. Ég fór með vinkonu minni af því að hún vildi ekki vera ein. Svo hætti hún en ég hélt áfram,“ sagði Guðbjörg Jóna. „Ég byrjaði að æfa hjá Ármanni en fór svo að æfa hjá ÍR út af því að þau voru eina félagið sem var með sumarnámskeið,“ sagði Guðbjörg Jóna. „Ég var núna að klára MH en annars var ég alltaf bara í skólanum. Ég fór svo á æfingar og svo að læra ef ég nennti því. Núna út af samkomubanninu þá er ég bara búin að vera læra en hef æft tvisvar á dag eða eins mikið og ég get,“ sagði Guðbjörg Jóna sem er búinn að finna sér athyglisverða vinnu í sumar. „Svo á sumrin vinn ég hjá skattinum og fer síðan á æfingar,“ sagði Guðbjörg Jóna en hvað með framhaldið. „Ég ætla í sálfræði og ætla að sækja um í HR. Vonandi kemst ég inn þar,“ sagði Guðbjörg Jóna. Hún hefur verið að vinna sig út úr meiðslum. „Ég er búin að að vera að reyna að ná mér eftir að ég fékk beinbjúg í ristina,“ sagði Guðbjörg Jóna sem segist vera fjórum vikum á eftir öllum hinum. Guðbjörg Jóna hefur unnið mörg afrek á ferlinum þrátt fyrir ungan aldur en það er eitt sem hún hugsar alltaf um. „Besta afrekið mitt var þegar ég vann EM. Ég var alls ekkert að búast við því. Ég hélt ég myndi verða þannig íþróttamaður að ég myndi ekki vinna neitt á stórmótum eins og EM og þannig,“ sagði Guðbjörg Jóna sem var þá nýkomin til baka eftir erfið meiðsli. „Þetta var mjög óvænt enda sést það líka á því að ég fór að hágráta,“ sagði Guðbjörg Jóna. Það má finna allt viðtalið við Guðbjörgu Jónu hér fyrir neðan. watch on YouTube Frjálsar íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sjá meira
Frjálsíþróttasambandið fór á æfingu hjá spretthlauparanum Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur í nýjasta vefþætti sínum „Á æfingu“ en þættirnir birtast á samfélagsmiðlum sambandsins. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er einn besti spretthlaupari sem Ísland hefur átt og það getum við sagt þótt hún sé enn bara átján ára gömul. Hún á bæði Íslandsmetið í 100 og 200 metra hlaupi utanhúss og í 60 metra hlaupi innanhúss ásamt Tiönu Ósk Whitworth. Guðbjörg Jóna hefur keppt á nokkrum stórmótum unglinga og unnið sér inn gull á EM U18 í 100 metra hlaupi og á Ólympíuleikum æskunnar í 200 metra hlaupi. Guðbjörg var líka valin frjálsíþróttakona ársins 2019. „Ég er að æfa fyrir hundrað og tvö hundruð, allavega eins og er,“ sagði Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir í byrjun þáttarins „Á æfingu“ þar sem er fylgst með henni æfa fyrir íþrótt sína. „Mig minnir að ég hafi byrjað að æfa frjálsar þegar ég var tíu ára. Ég fór með vinkonu minni af því að hún vildi ekki vera ein. Svo hætti hún en ég hélt áfram,“ sagði Guðbjörg Jóna. „Ég byrjaði að æfa hjá Ármanni en fór svo að æfa hjá ÍR út af því að þau voru eina félagið sem var með sumarnámskeið,“ sagði Guðbjörg Jóna. „Ég var núna að klára MH en annars var ég alltaf bara í skólanum. Ég fór svo á æfingar og svo að læra ef ég nennti því. Núna út af samkomubanninu þá er ég bara búin að vera læra en hef æft tvisvar á dag eða eins mikið og ég get,“ sagði Guðbjörg Jóna sem er búinn að finna sér athyglisverða vinnu í sumar. „Svo á sumrin vinn ég hjá skattinum og fer síðan á æfingar,“ sagði Guðbjörg Jóna en hvað með framhaldið. „Ég ætla í sálfræði og ætla að sækja um í HR. Vonandi kemst ég inn þar,“ sagði Guðbjörg Jóna. Hún hefur verið að vinna sig út úr meiðslum. „Ég er búin að að vera að reyna að ná mér eftir að ég fékk beinbjúg í ristina,“ sagði Guðbjörg Jóna sem segist vera fjórum vikum á eftir öllum hinum. Guðbjörg Jóna hefur unnið mörg afrek á ferlinum þrátt fyrir ungan aldur en það er eitt sem hún hugsar alltaf um. „Besta afrekið mitt var þegar ég vann EM. Ég var alls ekkert að búast við því. Ég hélt ég myndi verða þannig íþróttamaður að ég myndi ekki vinna neitt á stórmótum eins og EM og þannig,“ sagði Guðbjörg Jóna sem var þá nýkomin til baka eftir erfið meiðsli. „Þetta var mjög óvænt enda sést það líka á því að ég fór að hágráta,“ sagði Guðbjörg Jóna. Það má finna allt viðtalið við Guðbjörgu Jónu hér fyrir neðan. watch on YouTube
Frjálsar íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð