Rodgers fékk kórónuveiruna: „Ég gat varla gengið“ Sindri Sverrisson skrifar 29. maí 2020 22:00 Brendan Rodgers er með Leicester í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. VÍSIR/GETTY Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester í ensku úrvalsdeildinni, segist varla hafa getað gengið eftir að hann smitaðist af kórónuveirunni í mars. Hann hafi hins vegar náð fullum bata. Rodgers er annar knattspyrnustjórinn í úrvalsdeildinni sem ljóst er að hefur fengið veiruna. Áður hafði verið greint frá því að Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefði smitast. Rodgers segist hafa fundið sterk einkenni og nánast misst andann þegar þau voru verst, en hann veiktist skömmu eftir að hlé var gert á úrvalsdeildinni í mars. „Ég gat varla gengið og þetta minnti mig á það að ganga upp á Kilimanjaro,“ sagði Rodgers sem fór upp á Kilimanjaro árið 2011 í þágu góðs málefnis. „Við fengum viku frí þegar við áttum að mæta Watford og svo viku eftir það fór ég að finna fyrir þessu. Ég fann hvorki lykt né bragð í þrjár vikur. Ég hafði engan kraft, og viku seinna var konan mín alveg eins. Við fórum í próf og reyndumst bæði smituð af veirunni,“ sagði Rodgers sem er 47 ára gamall. Undarlegt að borða mat án þess að finna bragð eða lykt „Ég man þegar ég reyndi svo að hlaupa aftur og það var bara erfitt að fara tíu metra. Ég var ekki með neina matarlyst og það var mjög undarlegt að borða mat án þess að finna bragð eða vita hvernig hann lyktaði. Þetta fær mig til að kunna virkilega vel að meta það að vera við góða heilsu,“ sagði Rodgers. Frá því að æfingar í litlum hópum voru leyfðar á ný á þriðjudag hafa greinst 12 smit hjá ensku úrvalsdeildarfélögunum. Níu umferðir eru eftir af deildinni og hefur verið ákveðið að keppni hefjist að nýju 17. júní. Leicester er í 3. sæti með 53 stig, fjórum stigum á eftir Manchester City. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjá meira
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester í ensku úrvalsdeildinni, segist varla hafa getað gengið eftir að hann smitaðist af kórónuveirunni í mars. Hann hafi hins vegar náð fullum bata. Rodgers er annar knattspyrnustjórinn í úrvalsdeildinni sem ljóst er að hefur fengið veiruna. Áður hafði verið greint frá því að Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefði smitast. Rodgers segist hafa fundið sterk einkenni og nánast misst andann þegar þau voru verst, en hann veiktist skömmu eftir að hlé var gert á úrvalsdeildinni í mars. „Ég gat varla gengið og þetta minnti mig á það að ganga upp á Kilimanjaro,“ sagði Rodgers sem fór upp á Kilimanjaro árið 2011 í þágu góðs málefnis. „Við fengum viku frí þegar við áttum að mæta Watford og svo viku eftir það fór ég að finna fyrir þessu. Ég fann hvorki lykt né bragð í þrjár vikur. Ég hafði engan kraft, og viku seinna var konan mín alveg eins. Við fórum í próf og reyndumst bæði smituð af veirunni,“ sagði Rodgers sem er 47 ára gamall. Undarlegt að borða mat án þess að finna bragð eða lykt „Ég man þegar ég reyndi svo að hlaupa aftur og það var bara erfitt að fara tíu metra. Ég var ekki með neina matarlyst og það var mjög undarlegt að borða mat án þess að finna bragð eða vita hvernig hann lyktaði. Þetta fær mig til að kunna virkilega vel að meta það að vera við góða heilsu,“ sagði Rodgers. Frá því að æfingar í litlum hópum voru leyfðar á ný á þriðjudag hafa greinst 12 smit hjá ensku úrvalsdeildarfélögunum. Níu umferðir eru eftir af deildinni og hefur verið ákveðið að keppni hefjist að nýju 17. júní. Leicester er í 3. sæti með 53 stig, fjórum stigum á eftir Manchester City.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjá meira