Nýtti dvölina í Namibíu til að ferðast: „Ég hélt nú ekki að ég gæti heillast af sandi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. maí 2020 18:31 Arngrímur var handtekinn í Namibíu í nóvember á síðasta ári. NAMIBIAN BROADCASTING CORPORATION Arngrímur Brynjólfsson, fyrrverandi skipstjóri togarans Heinaste í eigu Samherja, sem handtekinn var í Namibíu þann 30. nóvember vegna gruns um ólöglegar veiðar, segist hafa notað þann tíma sem hann mátti ekki yfirgefa landið til þess að ferðast um Namibíu ásamt eiginkonu sinni. Þetta kemur fram í viðtali við Arngrím á vef Samherja, en hann settist í helgan stein eftir að hafa komið heim frá áðurnefndri Namibíuferð. Þegar Arngrímur hafði verið handtekinn í Namibíu gisti hann eina nótt í fangaklefa, en honum var einnig gert að afhenda vegabréf sitt. Arngrímur eyddi síðustu jólum í Namibíu en kom heim í febrúar á þessu ári. Þann tíma sem hann varði í Namibíu nýtti hann til að ferðast um landið með eiginkonu sinni, Jóhönnu Magnúsdóttur, sem flaug út til hans. „Við fórum í langt ferðalag. Við settumst upp í bíl og keyrðum um Namibíu. Þetta land kom mér á óvart. Ég hélt nú ekki að ég gæti heillast af sandi en þetta var alveg ótrúlegt. Ég hafði fyrst einhverjar efasemdir en það eina sem maður þurfti að aðlagast var að þarna er vinstriumferð og maður náði nú fljótt tökum á henni,“ er haft eftir Arngrími á vef Samherja. Hann segir landið vera eitt öruggasta ferðamannalandið í Afríku. Hann viðurkennir þó að hann hefði viljað vera staddur þar á öðrum forsendum, þó það hafi ekki truflað hann um of. Hann hafi einfaldlega gert gott úr málinu. Þá segist Arngrímur hafa dregið lærdóm af dvölinni í Namibíu. „Það er eitt sem ég rak mig á en það var að sú mynd sem dregin var upp í fjölmiðlum var oft mjög villandi eða beinlínis röng. Fólk var alltaf að hafa samband og ég þurfti alltaf að vera að útskýra að ég hefði það bara fínt.“ Hann segir í raun eins og hann hefði flutt til Namibíu í stuttan tíma og kveðst ánægður að hafa alltaf verið bjartsýnn í málinu. Hann hafi ekki velt fyrir sér alvarleika málsins af neinni alvöru fyrr en til Íslands var komið. Þá segir Arngrímur að málið á hendur sér hefði verið „tóm steypa“ og að Heinaste, skipið sem Arngrímur stýrði, hefði aldrei veitt á lokuðu svæði. Það var bara teiknuð ný lína í lögsögu Namibíu. Kom ekki til greina að játa sök Arngrímur hefur áður lýst því að honum hafi þótt þær ásakanir sem setta voru fram á hendur honum fáránlegar. Hann sagði í febrúar að í fyrstu hefði ekki komið til greina í hans huga að játa sök í málinu en honum snerist hugur þegar saksóknari gerði honum grein fyrir því að málið gæti frestast í marga mánuði ef hann neitaði sök. Arngrímur valdi því hinn kostinn; að taka á sig sökina og greiða sekt. Þá játaði hann einnig sök í fleiri ákærum sem gefnar voru út daginn sem dómurinn var kveðinn upp. Að lokum fór svo að Arngrímur var dæmdur til að greiða átta milljóna króna sekt. „Niðurstaðan fyrir rest áður en við förum inn í réttinn, þá tek ég þá ákvörðun að það sé bara komið nóg. Ég sagðist myndu hata þessa ákvörðun það sem eftir væri því auðvitað myndi málið og dómur sem kæmi í kjölfarið fylgja mér,“ sagði Arngrímur í viðtali við N4 í febrúar. Það má sjá hér að neðan. Íslendingar erlendis Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Arngrímur Brynjólfsson, fyrrverandi skipstjóri togarans Heinaste í eigu Samherja, sem handtekinn var í Namibíu þann 30. nóvember vegna gruns um ólöglegar veiðar, segist hafa notað þann tíma sem hann mátti ekki yfirgefa landið til þess að ferðast um Namibíu ásamt eiginkonu sinni. Þetta kemur fram í viðtali við Arngrím á vef Samherja, en hann settist í helgan stein eftir að hafa komið heim frá áðurnefndri Namibíuferð. Þegar Arngrímur hafði verið handtekinn í Namibíu gisti hann eina nótt í fangaklefa, en honum var einnig gert að afhenda vegabréf sitt. Arngrímur eyddi síðustu jólum í Namibíu en kom heim í febrúar á þessu ári. Þann tíma sem hann varði í Namibíu nýtti hann til að ferðast um landið með eiginkonu sinni, Jóhönnu Magnúsdóttur, sem flaug út til hans. „Við fórum í langt ferðalag. Við settumst upp í bíl og keyrðum um Namibíu. Þetta land kom mér á óvart. Ég hélt nú ekki að ég gæti heillast af sandi en þetta var alveg ótrúlegt. Ég hafði fyrst einhverjar efasemdir en það eina sem maður þurfti að aðlagast var að þarna er vinstriumferð og maður náði nú fljótt tökum á henni,“ er haft eftir Arngrími á vef Samherja. Hann segir landið vera eitt öruggasta ferðamannalandið í Afríku. Hann viðurkennir þó að hann hefði viljað vera staddur þar á öðrum forsendum, þó það hafi ekki truflað hann um of. Hann hafi einfaldlega gert gott úr málinu. Þá segist Arngrímur hafa dregið lærdóm af dvölinni í Namibíu. „Það er eitt sem ég rak mig á en það var að sú mynd sem dregin var upp í fjölmiðlum var oft mjög villandi eða beinlínis röng. Fólk var alltaf að hafa samband og ég þurfti alltaf að vera að útskýra að ég hefði það bara fínt.“ Hann segir í raun eins og hann hefði flutt til Namibíu í stuttan tíma og kveðst ánægður að hafa alltaf verið bjartsýnn í málinu. Hann hafi ekki velt fyrir sér alvarleika málsins af neinni alvöru fyrr en til Íslands var komið. Þá segir Arngrímur að málið á hendur sér hefði verið „tóm steypa“ og að Heinaste, skipið sem Arngrímur stýrði, hefði aldrei veitt á lokuðu svæði. Það var bara teiknuð ný lína í lögsögu Namibíu. Kom ekki til greina að játa sök Arngrímur hefur áður lýst því að honum hafi þótt þær ásakanir sem setta voru fram á hendur honum fáránlegar. Hann sagði í febrúar að í fyrstu hefði ekki komið til greina í hans huga að játa sök í málinu en honum snerist hugur þegar saksóknari gerði honum grein fyrir því að málið gæti frestast í marga mánuði ef hann neitaði sök. Arngrímur valdi því hinn kostinn; að taka á sig sökina og greiða sekt. Þá játaði hann einnig sök í fleiri ákærum sem gefnar voru út daginn sem dómurinn var kveðinn upp. Að lokum fór svo að Arngrímur var dæmdur til að greiða átta milljóna króna sekt. „Niðurstaðan fyrir rest áður en við förum inn í réttinn, þá tek ég þá ákvörðun að það sé bara komið nóg. Ég sagðist myndu hata þessa ákvörðun það sem eftir væri því auðvitað myndi málið og dómur sem kæmi í kjölfarið fylgja mér,“ sagði Arngrímur í viðtali við N4 í febrúar. Það má sjá hér að neðan.
Íslendingar erlendis Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira