Veður

Allt að 16 stig á Austurlandi í dag

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Egilsstöðum.
Frá Egilsstöðum. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir suðvestan 3-10 m/s í dag með skúrum um vestanvert landið en einkum fyrri hluta dagsins. Hins vegar stefnir í bjartviðri á austanverðu landinu þar sem hitinn gæti náð 16 stigum. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands þar sem einnig kemur fram að útlit sé að veðrið verði svipað næstu daga.

Á morgun mun aðeins bæta í vindinn, 8-15 m/s, og hlýna. Þá verður dálítil væta á vestanverðu landinu en léttskýjað fyrir austan.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Vestan 5-13 m/s og skýjað en úrkomulítið. Hiti 8 til 15 stig, en að 20 stigum SA-lands. Norðlægari síðdegis, rofar víða til og kólnar.

Á fimmtudag:

Norðaustan 10-15 og skúrir eða slydduél, en bjartviðri á V-landi. Hiti 2 til 13 stig, hlýjast SV-til.

Á föstudag:

Norðan 13-20 m/s, hvassast austast. Slydda, og jafnvel snjókoma um landið NA-vert, en bjart með köflum sunnan heiða. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast syðst.

Á laugardag:

Minnkandi norðanátt. Skýjað en úrkomulítið um landið N-vert og hiti 1 til 6 stig, en léttskýjað S-lands með hita að 14 stigum.

Á sunnudag (sjómannadagurinn):

Hæg breytileg átt og skýjað með köflum. Hiti 4 til 13 stig, hlýjast V-lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×