Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2020 07:55 Trump heldur hér á biblíu fyrir utan St. Johns biskupakirkjuna í Washington D.C. í gær. SHAWN THEW/EPA Biskup biskupakirkjunnar í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. „Lof mér að vera algerlega skýr. Forsetinn var að nota Biblíuna, helgasta rit gyðing- og kristindóms, og eina af kirkjunum í biskupsdæmi mínu án leyfis, sem baksvið fyrir skilaboð sem ganga þvert gegn kenningum Jesú og öllu sem kirkjan okkar stendur fyrir,“ hefur CNN eftir Mariann Edgar Budde biskup. „Og til þess að gera það gaf hann leyfi fyrir notkun lögreglumanna í óeirðabúnaði á táragasi til þess að rýma svæðið í kringum kirkjuna. Ég er brjáluð.“ Trump heimsótti kirkjuna stuttu eftir ávarp sitt til bandarísku þjóðarinnar í gær. Þar hét hann því að vera forseti „laga og reglu“ og sagðist vera bandamaður þeirra sem mótmæla friðsamlega. Mikil óeirða- og mótmælaalda hefur gengið yfir Bandaríkin síðustu daga. Mótmælin snúa einna helst að kerfisbundnu ofbeldi lögreglunnar í landinu gegn svörtu fólki, en kveikja mótmælanna var morðið á George Floyd. Hann lést þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin hélt hné sínu á hálsi hans í nokkrar mínútur, með þeim afleiðingum að hann lést. Útgöngubann var ekki komið á Í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, hafði útgöngubanni verið komið á frá klukkan sjö að kvöldi. Þrátt fyrir að klukkan væri aðeins um hálf sjö voru mótmælendur við kirkjuna beittir táragasi til þess að rýma svæðið. Budde biskup segir að hún og samstarfsfólk hennar hefðu ekki verið látin vita af fyrirhugaðri komu Trumps í kirkjuna. Þau hafi komist á snoðir um málið í gegnum fréttamiðla. Mariann Edgar Budde er yfir biskupakirkjunni í Washington D.C.Mark Wilson/Getty „Forsetinn bað ekki þegar hann kom að kirkjunni, né viðurkenndi hann sársaukann sem nú ríkir í landinu okkar, þá sérstaklega hjá svörtu fólki sem veltir fyrir sér hvort nokkur í valdastöðu muni nokkurn tíma viðurkenna vinnu þeirra, og krefjast þess réttilega að 400 ára kerfisbundinn rasismi og muni líða undir lok,“ sagði Budde. Hún segir jafnframt að biskupsdæmið í Washington standi með þeim sem mótmæla kynþáttafordómum og lögregluofbeldi. „Ég einfaldlega trúi ekki mínum eigin augum,“ sagði Budde um gærkvöldið. Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Biskup biskupakirkjunnar í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. „Lof mér að vera algerlega skýr. Forsetinn var að nota Biblíuna, helgasta rit gyðing- og kristindóms, og eina af kirkjunum í biskupsdæmi mínu án leyfis, sem baksvið fyrir skilaboð sem ganga þvert gegn kenningum Jesú og öllu sem kirkjan okkar stendur fyrir,“ hefur CNN eftir Mariann Edgar Budde biskup. „Og til þess að gera það gaf hann leyfi fyrir notkun lögreglumanna í óeirðabúnaði á táragasi til þess að rýma svæðið í kringum kirkjuna. Ég er brjáluð.“ Trump heimsótti kirkjuna stuttu eftir ávarp sitt til bandarísku þjóðarinnar í gær. Þar hét hann því að vera forseti „laga og reglu“ og sagðist vera bandamaður þeirra sem mótmæla friðsamlega. Mikil óeirða- og mótmælaalda hefur gengið yfir Bandaríkin síðustu daga. Mótmælin snúa einna helst að kerfisbundnu ofbeldi lögreglunnar í landinu gegn svörtu fólki, en kveikja mótmælanna var morðið á George Floyd. Hann lést þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin hélt hné sínu á hálsi hans í nokkrar mínútur, með þeim afleiðingum að hann lést. Útgöngubann var ekki komið á Í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, hafði útgöngubanni verið komið á frá klukkan sjö að kvöldi. Þrátt fyrir að klukkan væri aðeins um hálf sjö voru mótmælendur við kirkjuna beittir táragasi til þess að rýma svæðið. Budde biskup segir að hún og samstarfsfólk hennar hefðu ekki verið látin vita af fyrirhugaðri komu Trumps í kirkjuna. Þau hafi komist á snoðir um málið í gegnum fréttamiðla. Mariann Edgar Budde er yfir biskupakirkjunni í Washington D.C.Mark Wilson/Getty „Forsetinn bað ekki þegar hann kom að kirkjunni, né viðurkenndi hann sársaukann sem nú ríkir í landinu okkar, þá sérstaklega hjá svörtu fólki sem veltir fyrir sér hvort nokkur í valdastöðu muni nokkurn tíma viðurkenna vinnu þeirra, og krefjast þess réttilega að 400 ára kerfisbundinn rasismi og muni líða undir lok,“ sagði Budde. Hún segir jafnframt að biskupsdæmið í Washington standi með þeim sem mótmæla kynþáttafordómum og lögregluofbeldi. „Ég einfaldlega trúi ekki mínum eigin augum,“ sagði Budde um gærkvöldið.
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira