Leikmenn Chelsea á hnén eins og leikmenn Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2020 15:30 Leikmenn Chelsea á æfingasvæðinu í morgun en þessi mynd er af Twitter síðu Chelsea. Mynd/Twitter Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni láta ekki sitt eftir liggja á þessum umrótatímum þegar samskipti lögreglunnar og svartra í Bandaríkjunum eru enn á ný í brennidepli. Réttindabarátta svartra í Bandaríkjum fær stuðning víða að úr heiminum og þar á meðal af æfingasvæðum ensku félaganna sem eru byrjuð að æfa á fullu eftir kórónuveirustopp. Liverpool liðið vakti athygli í gær þegar þeir fóru allir niður á hnén og minntust George Floyd. Myndin af öllu liðinu sameinuðu að mótmæla meðferðinni á svona táknrænan hátt vakti mikla athygli og liðsmenn Liverpool dreifðu henni á sínum samfélagsmiðlum. Chelsea liðið ákvað að gera það sama í dag en myndin er tekin af liðinu á æfingasvæði félagsins. Leikmenn Liverpool tóku sína mynd á Anfield. Chelsea stars take the knee as Premier League stars lead way on Blackout Tuesdayhttps://t.co/nDGZn4TemV pic.twitter.com/eB27hioYrU— Mirror Football (@MirrorFootball) June 2, 2020 Mikil mótmæli hafa verið í Bandaríkjum undanfarna viku eftir að blökkumaðurinn George Floyd kafnaði og dó eftir hrottalega og miskunnarlausa meðferð hjá hvítum lögreglumönnum sem höfðu handtekið hann. Myndband af þessari „aftöku“ George Floyd var enn ein sönnun þess að mál hvítra lögreglumanna og svartra manna hafi ekki svo mikið breyst frá því að tímum Martin Luther King, Jr. og mannréttindabaráttu svartra á sjötta og sjöunda áratug 20. aldarinnar. Cesar Azpilicueta, fyrirliði Chelsea, birti myndina af öllu Chelsea-liðinu og skrifaði líka undir hana. „Nú er komið nóg. Við erum öll manneskjur. Sameinuð erum við sterkari. #BlackLivesMatter,“ skrifaði Cesar Azpilicueta við myndina eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Enough is enough. We are all HUMANS. Together we are stronger. #BlackLivesMatter A post shared by César Azpilicueta (@cesarazpi) on Jun 2, 2020 at 4:00am PDT Enski boltinn Dauði George Floyd Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni láta ekki sitt eftir liggja á þessum umrótatímum þegar samskipti lögreglunnar og svartra í Bandaríkjunum eru enn á ný í brennidepli. Réttindabarátta svartra í Bandaríkjum fær stuðning víða að úr heiminum og þar á meðal af æfingasvæðum ensku félaganna sem eru byrjuð að æfa á fullu eftir kórónuveirustopp. Liverpool liðið vakti athygli í gær þegar þeir fóru allir niður á hnén og minntust George Floyd. Myndin af öllu liðinu sameinuðu að mótmæla meðferðinni á svona táknrænan hátt vakti mikla athygli og liðsmenn Liverpool dreifðu henni á sínum samfélagsmiðlum. Chelsea liðið ákvað að gera það sama í dag en myndin er tekin af liðinu á æfingasvæði félagsins. Leikmenn Liverpool tóku sína mynd á Anfield. Chelsea stars take the knee as Premier League stars lead way on Blackout Tuesdayhttps://t.co/nDGZn4TemV pic.twitter.com/eB27hioYrU— Mirror Football (@MirrorFootball) June 2, 2020 Mikil mótmæli hafa verið í Bandaríkjum undanfarna viku eftir að blökkumaðurinn George Floyd kafnaði og dó eftir hrottalega og miskunnarlausa meðferð hjá hvítum lögreglumönnum sem höfðu handtekið hann. Myndband af þessari „aftöku“ George Floyd var enn ein sönnun þess að mál hvítra lögreglumanna og svartra manna hafi ekki svo mikið breyst frá því að tímum Martin Luther King, Jr. og mannréttindabaráttu svartra á sjötta og sjöunda áratug 20. aldarinnar. Cesar Azpilicueta, fyrirliði Chelsea, birti myndina af öllu Chelsea-liðinu og skrifaði líka undir hana. „Nú er komið nóg. Við erum öll manneskjur. Sameinuð erum við sterkari. #BlackLivesMatter,“ skrifaði Cesar Azpilicueta við myndina eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Enough is enough. We are all HUMANS. Together we are stronger. #BlackLivesMatter A post shared by César Azpilicueta (@cesarazpi) on Jun 2, 2020 at 4:00am PDT
Enski boltinn Dauði George Floyd Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira