Leggja sumir af stað til framleiðslulandsins þegar þeir eru kallaðir heim Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júní 2020 08:23 Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Vísir/einar Um tíu þúsund drónar eru nú í notkun á landinu en lítið er um brot á reglum um notkun þeirra. Upplýsingafulltrúi Samgöngustofu leggur áherslu á að drónar séu skráðir á rétt heimilisfang, en borið hefur á því að þeir leggi af stað til framleiðslulandsins Kína í stað þess að snúa við þegar þeir eru kallaðir heim. Með sumarkomu og hækkandi sól taka margir drónaflugmenn fram dróna sína. Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu segir að alltaf sé að fjölga í hópi drónaflugmanna. „Við gerum ráð fyrir því að það séu um 10 þúsund drónar á Íslandi núna og þar af eru um það bil 600 notaðir í atvinnuskyni.“ Lögð sé rík áhersla á atvinnudrónar séu skráðir, hvort sem þeir séu notaðir við myndatöku, fréttaöflun eða rannsóknir. Ákveðnar reglur gilda um drónaflug. Til að mynda reglur um flug í grennd við íbúðarhúsnæði og almennar reglur um vernd eignarréttar, friðhelgi einkalífs og persónuvernd. Þá má ekki nota dróna í grennd við flugvelli. Þórhildur segir að lítið sé um kvartanir vegna dróna. „Við höfum auðvitað fengið nokkrar og lögreglan nokkrar en yfir höfuð virðist vera sem drónanotkun sé mjög friðsamleg útgerð hér á íslandi.“ Drónaflugmenn á Íslandi virðist ábyrgir notendur. „Það sem áður kannski fólk upplifði mannfjöldi niðri á Arnarhóli til dæmis allt í einu kom svífandi dróni yfir, það er eitthvað sem við höfum ekki orðið vör við á umliðnum árum.“ Ekki þarf að skrá dróna sem notaðir eru í tómstundaflugi en Þórhildur leggur áherslu á að fólk merki drónann sinn og stilli á rétt heimilisfang. Samgöngustofa hefur fengið veður af því að fólk týni drónunum sínum. „Og drónar eru gjarnan með ákveðinni virkni þannig að þeir leggja af stað heim ef þeir týnast en það er ekki endilega alltaf sem er búið að endurstilla þetta heim, þannig að sumir leggja bara af stað til framleiðslulandsins sem gæti verið Kína.“ Tækni Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira
Um tíu þúsund drónar eru nú í notkun á landinu en lítið er um brot á reglum um notkun þeirra. Upplýsingafulltrúi Samgöngustofu leggur áherslu á að drónar séu skráðir á rétt heimilisfang, en borið hefur á því að þeir leggi af stað til framleiðslulandsins Kína í stað þess að snúa við þegar þeir eru kallaðir heim. Með sumarkomu og hækkandi sól taka margir drónaflugmenn fram dróna sína. Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu segir að alltaf sé að fjölga í hópi drónaflugmanna. „Við gerum ráð fyrir því að það séu um 10 þúsund drónar á Íslandi núna og þar af eru um það bil 600 notaðir í atvinnuskyni.“ Lögð sé rík áhersla á atvinnudrónar séu skráðir, hvort sem þeir séu notaðir við myndatöku, fréttaöflun eða rannsóknir. Ákveðnar reglur gilda um drónaflug. Til að mynda reglur um flug í grennd við íbúðarhúsnæði og almennar reglur um vernd eignarréttar, friðhelgi einkalífs og persónuvernd. Þá má ekki nota dróna í grennd við flugvelli. Þórhildur segir að lítið sé um kvartanir vegna dróna. „Við höfum auðvitað fengið nokkrar og lögreglan nokkrar en yfir höfuð virðist vera sem drónanotkun sé mjög friðsamleg útgerð hér á íslandi.“ Drónaflugmenn á Íslandi virðist ábyrgir notendur. „Það sem áður kannski fólk upplifði mannfjöldi niðri á Arnarhóli til dæmis allt í einu kom svífandi dróni yfir, það er eitthvað sem við höfum ekki orðið vör við á umliðnum árum.“ Ekki þarf að skrá dróna sem notaðir eru í tómstundaflugi en Þórhildur leggur áherslu á að fólk merki drónann sinn og stilli á rétt heimilisfang. Samgöngustofa hefur fengið veður af því að fólk týni drónunum sínum. „Og drónar eru gjarnan með ákveðinni virkni þannig að þeir leggja af stað heim ef þeir týnast en það er ekki endilega alltaf sem er búið að endurstilla þetta heim, þannig að sumir leggja bara af stað til framleiðslulandsins sem gæti verið Kína.“
Tækni Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira