Formaður aðalstjórnar FH um ótrúlegan sigur á Dusty: „Einhver mesta innpökkun sem sést hefur lengi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2020 12:45 Formaður FH var mjög ánægður með magnaðan sigur liðsins á Dusty. Mynd/Skjáskot FH vann ótrúlegan 2-0 sigur á Dusty í undanúrslitum Stórmeistaramóts Vodafone deildarinnar. Rosalegur sigur þar sem Dusty er það næsta sem við komumst atvinnumannaliði hér á landi. Áhugavert innslag um viðureign liðanna og viðtöl við formann aðalstjórnar FH, fyrirliða rafíþróttaliðsins og liðstjóra má sjá neðst í fréttinni. „FH leggja Dusty 2-0, þetta er fyrirsögn,“ sagði Kristján Einar Kristjánsson, rafíþróttasérfræðingur, en hann lýsti viðureigninni. „Að ná 12-0 er mjög sjaldgæft, þetta var bara rúst. Þeir [Dusty kunna kannski ekki alveg að bregðast við ef þeir tapa. Hvað gera þeir þá?“ sagði Auðunn Rúnar Gissurarson, fyrirliði rafíþróttaliðs FH. Jafnframt sagði Auðunn Rúnar að leikmenn FH myndu æfa vel fram að úrslitaleik en hann fer fram á sunnudaginn. Þá var rætt við Viðar Halldórsson, formann FH. „Það er sama með rafíþróttadeildina og aðrar deildir, við viljum bara vinna og það er frábært að þeir séu komnir í úrslitin eftir að pakka Dusty saman í undanúrslitunum “ sagði Viðar kíminn. „Mér skilst þetta sé einhver mesta innpökkun sem sést hefur lengi og það skiptir miklu máli, við viljum bara vinna,“ sagði Viðar kíminn áður en hann hélt áfram að strá salti í sár Dusty-manna. „Ég held að flestir FH-ingar séu spenntir fyrir þessu og það skiptir máli því þetta er að verða hörkusport og við viljum vera í þeim íþróttagreinum sem eitthvað varið er í.“ Klippa: Ótrúlegur sigur FH á Dusty Íþróttir Rafíþróttir Vodafone-deildin FH Tengdar fréttir Fylkir og FH óvænt í úrslit Undanúrslit Stórmeistaramóts Vodafone fór fram í gærkvöldi er Fylkir og FH tryggðu sér sæti í úrslitum. Fylkir sigraði feiknasterkt lið KR og FH sigraði óvænt Íslandsmeistara Dusty. Sviðið er því sett fyrir úrslitaleikin 7. Júní nk. 1. júní 2020 21:10 FH og Dusty áfram í undanúrslit Í gær fór fram seinni umferð í Stórmeistarmóti Vodafone. Mikil spenna var fyrir leik Þór og FH enda hnífjöfn að getu. Í seinni leiknum fengu nýliðar BadCompany eldskírn frá Íslandsmeisturum Dusty. 31. maí 2020 14:32 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti
FH vann ótrúlegan 2-0 sigur á Dusty í undanúrslitum Stórmeistaramóts Vodafone deildarinnar. Rosalegur sigur þar sem Dusty er það næsta sem við komumst atvinnumannaliði hér á landi. Áhugavert innslag um viðureign liðanna og viðtöl við formann aðalstjórnar FH, fyrirliða rafíþróttaliðsins og liðstjóra má sjá neðst í fréttinni. „FH leggja Dusty 2-0, þetta er fyrirsögn,“ sagði Kristján Einar Kristjánsson, rafíþróttasérfræðingur, en hann lýsti viðureigninni. „Að ná 12-0 er mjög sjaldgæft, þetta var bara rúst. Þeir [Dusty kunna kannski ekki alveg að bregðast við ef þeir tapa. Hvað gera þeir þá?“ sagði Auðunn Rúnar Gissurarson, fyrirliði rafíþróttaliðs FH. Jafnframt sagði Auðunn Rúnar að leikmenn FH myndu æfa vel fram að úrslitaleik en hann fer fram á sunnudaginn. Þá var rætt við Viðar Halldórsson, formann FH. „Það er sama með rafíþróttadeildina og aðrar deildir, við viljum bara vinna og það er frábært að þeir séu komnir í úrslitin eftir að pakka Dusty saman í undanúrslitunum “ sagði Viðar kíminn. „Mér skilst þetta sé einhver mesta innpökkun sem sést hefur lengi og það skiptir miklu máli, við viljum bara vinna,“ sagði Viðar kíminn áður en hann hélt áfram að strá salti í sár Dusty-manna. „Ég held að flestir FH-ingar séu spenntir fyrir þessu og það skiptir máli því þetta er að verða hörkusport og við viljum vera í þeim íþróttagreinum sem eitthvað varið er í.“ Klippa: Ótrúlegur sigur FH á Dusty
Íþróttir Rafíþróttir Vodafone-deildin FH Tengdar fréttir Fylkir og FH óvænt í úrslit Undanúrslit Stórmeistaramóts Vodafone fór fram í gærkvöldi er Fylkir og FH tryggðu sér sæti í úrslitum. Fylkir sigraði feiknasterkt lið KR og FH sigraði óvænt Íslandsmeistara Dusty. Sviðið er því sett fyrir úrslitaleikin 7. Júní nk. 1. júní 2020 21:10 FH og Dusty áfram í undanúrslit Í gær fór fram seinni umferð í Stórmeistarmóti Vodafone. Mikil spenna var fyrir leik Þór og FH enda hnífjöfn að getu. Í seinni leiknum fengu nýliðar BadCompany eldskírn frá Íslandsmeisturum Dusty. 31. maí 2020 14:32 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti
Fylkir og FH óvænt í úrslit Undanúrslit Stórmeistaramóts Vodafone fór fram í gærkvöldi er Fylkir og FH tryggðu sér sæti í úrslitum. Fylkir sigraði feiknasterkt lið KR og FH sigraði óvænt Íslandsmeistara Dusty. Sviðið er því sett fyrir úrslitaleikin 7. Júní nk. 1. júní 2020 21:10
FH og Dusty áfram í undanúrslit Í gær fór fram seinni umferð í Stórmeistarmóti Vodafone. Mikil spenna var fyrir leik Þór og FH enda hnífjöfn að getu. Í seinni leiknum fengu nýliðar BadCompany eldskírn frá Íslandsmeisturum Dusty. 31. maí 2020 14:32