Helgi Björns segir að í laxveiði beri sig allir vel Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. júní 2020 20:30 Helgi Björnsson söngvari og Vilborg Halldórsdóttir leikkona opnuðu Norðurá í Borgarfirði klukkan átta í morgun. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Helgi Björnsson söngvari og Vilborg Halldórsdóttir leikkona opnuðu Norðurá í Borgarfirði klukkan átta í morgun. Fyrsti laxinn kom á land um klukkan 10 og segir Helgi að í laxveiði beri sig allir vel, eins og segir í lagatextanum. „Norðurá opnaði klukkan átta í morgun og var það leikkonan Vilborg Halldórsdóttir sem tók fyrsta laxinn um klukkan tíu. Baráttan tók um 25 mínútur og leiddi veiðimannin um 300 metra niður í ána.“ Laxinn var 74 sentimetra hrygna veidd á rauðan Elliða. Þú fékkst maríulaxinn þinn í morgun, hvernig var tilfinningin? „Hún var náttúrulega bara geggjuð og það sem mér fannst skemmtilegast var að hlaupa á eftir honum og gaman að vaða í þessari á,“ sagði Vilborg Halldórsdóttir, leikkona. Norðurá í Borgarfirði var opnuð klukkan átta í morgun.ARNAR HALLDÓRS Veiðisumarið í fyrra var vægast sagt slæmt enda þurrt í ám að sögn rekstraraðila Norðurár. „Nú spá fiskifræðingar fínu sumri og við erum bjartsýn. Ég held að þetta sumar fari í 2000 laxa plús,“ sagði Einar Sigfússon, rekstraraðili Norðurár. Helgi er að eigin sögn ekki mikill veiðimaður en á von á að eftir daginn kvikni áhuginn. „Ég er ekki forfallinn ennþá en það er stutt í það sýnist mér. Nú fékk ég svo mikinn kipp því ég er búinn að setja í tvo góða laxa segir Einar,“ sagði Helgi Björnsson, söngvari. Þrátt fyrir litla veiðireynslu þá er hann með veiðisöngvana á hreinu. Rekstraraðili Norðurár er bjartsýnn og heldur að sumarið fari í tvö þúsund laxa.ARNAR HALLDÓRS Hann segir að það beri sig allir vel í laxveiði. Nú átt þú eitt vinsælasta lag landsins „Það bera sig allir vel“. Hvernig ber fólk sig í laxveiði? „Það er ekki annað hægt en að bera sig vel hér. Sérstaklega í þessu fallega umhverfi. Hér hefur verið sól og blíða og gestgjafarnir framúrskarandi þannig hér líður öllum vel og þá bera sig allir vel,“ sagði Helgi. Borgarbyggð Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Helgi Björnsson söngvari og Vilborg Halldórsdóttir leikkona opnuðu Norðurá í Borgarfirði klukkan átta í morgun. Fyrsti laxinn kom á land um klukkan 10 og segir Helgi að í laxveiði beri sig allir vel, eins og segir í lagatextanum. „Norðurá opnaði klukkan átta í morgun og var það leikkonan Vilborg Halldórsdóttir sem tók fyrsta laxinn um klukkan tíu. Baráttan tók um 25 mínútur og leiddi veiðimannin um 300 metra niður í ána.“ Laxinn var 74 sentimetra hrygna veidd á rauðan Elliða. Þú fékkst maríulaxinn þinn í morgun, hvernig var tilfinningin? „Hún var náttúrulega bara geggjuð og það sem mér fannst skemmtilegast var að hlaupa á eftir honum og gaman að vaða í þessari á,“ sagði Vilborg Halldórsdóttir, leikkona. Norðurá í Borgarfirði var opnuð klukkan átta í morgun.ARNAR HALLDÓRS Veiðisumarið í fyrra var vægast sagt slæmt enda þurrt í ám að sögn rekstraraðila Norðurár. „Nú spá fiskifræðingar fínu sumri og við erum bjartsýn. Ég held að þetta sumar fari í 2000 laxa plús,“ sagði Einar Sigfússon, rekstraraðili Norðurár. Helgi er að eigin sögn ekki mikill veiðimaður en á von á að eftir daginn kvikni áhuginn. „Ég er ekki forfallinn ennþá en það er stutt í það sýnist mér. Nú fékk ég svo mikinn kipp því ég er búinn að setja í tvo góða laxa segir Einar,“ sagði Helgi Björnsson, söngvari. Þrátt fyrir litla veiðireynslu þá er hann með veiðisöngvana á hreinu. Rekstraraðili Norðurár er bjartsýnn og heldur að sumarið fari í tvö þúsund laxa.ARNAR HALLDÓRS Hann segir að það beri sig allir vel í laxveiði. Nú átt þú eitt vinsælasta lag landsins „Það bera sig allir vel“. Hvernig ber fólk sig í laxveiði? „Það er ekki annað hægt en að bera sig vel hér. Sérstaklega í þessu fallega umhverfi. Hér hefur verið sól og blíða og gestgjafarnir framúrskarandi þannig hér líður öllum vel og þá bera sig allir vel,“ sagði Helgi.
Borgarbyggð Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira