Helgi Björns segir að í laxveiði beri sig allir vel Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. júní 2020 20:30 Helgi Björnsson söngvari og Vilborg Halldórsdóttir leikkona opnuðu Norðurá í Borgarfirði klukkan átta í morgun. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Helgi Björnsson söngvari og Vilborg Halldórsdóttir leikkona opnuðu Norðurá í Borgarfirði klukkan átta í morgun. Fyrsti laxinn kom á land um klukkan 10 og segir Helgi að í laxveiði beri sig allir vel, eins og segir í lagatextanum. „Norðurá opnaði klukkan átta í morgun og var það leikkonan Vilborg Halldórsdóttir sem tók fyrsta laxinn um klukkan tíu. Baráttan tók um 25 mínútur og leiddi veiðimannin um 300 metra niður í ána.“ Laxinn var 74 sentimetra hrygna veidd á rauðan Elliða. Þú fékkst maríulaxinn þinn í morgun, hvernig var tilfinningin? „Hún var náttúrulega bara geggjuð og það sem mér fannst skemmtilegast var að hlaupa á eftir honum og gaman að vaða í þessari á,“ sagði Vilborg Halldórsdóttir, leikkona. Norðurá í Borgarfirði var opnuð klukkan átta í morgun.ARNAR HALLDÓRS Veiðisumarið í fyrra var vægast sagt slæmt enda þurrt í ám að sögn rekstraraðila Norðurár. „Nú spá fiskifræðingar fínu sumri og við erum bjartsýn. Ég held að þetta sumar fari í 2000 laxa plús,“ sagði Einar Sigfússon, rekstraraðili Norðurár. Helgi er að eigin sögn ekki mikill veiðimaður en á von á að eftir daginn kvikni áhuginn. „Ég er ekki forfallinn ennþá en það er stutt í það sýnist mér. Nú fékk ég svo mikinn kipp því ég er búinn að setja í tvo góða laxa segir Einar,“ sagði Helgi Björnsson, söngvari. Þrátt fyrir litla veiðireynslu þá er hann með veiðisöngvana á hreinu. Rekstraraðili Norðurár er bjartsýnn og heldur að sumarið fari í tvö þúsund laxa.ARNAR HALLDÓRS Hann segir að það beri sig allir vel í laxveiði. Nú átt þú eitt vinsælasta lag landsins „Það bera sig allir vel“. Hvernig ber fólk sig í laxveiði? „Það er ekki annað hægt en að bera sig vel hér. Sérstaklega í þessu fallega umhverfi. Hér hefur verið sól og blíða og gestgjafarnir framúrskarandi þannig hér líður öllum vel og þá bera sig allir vel,“ sagði Helgi. Borgarbyggð Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Helgi Björnsson söngvari og Vilborg Halldórsdóttir leikkona opnuðu Norðurá í Borgarfirði klukkan átta í morgun. Fyrsti laxinn kom á land um klukkan 10 og segir Helgi að í laxveiði beri sig allir vel, eins og segir í lagatextanum. „Norðurá opnaði klukkan átta í morgun og var það leikkonan Vilborg Halldórsdóttir sem tók fyrsta laxinn um klukkan tíu. Baráttan tók um 25 mínútur og leiddi veiðimannin um 300 metra niður í ána.“ Laxinn var 74 sentimetra hrygna veidd á rauðan Elliða. Þú fékkst maríulaxinn þinn í morgun, hvernig var tilfinningin? „Hún var náttúrulega bara geggjuð og það sem mér fannst skemmtilegast var að hlaupa á eftir honum og gaman að vaða í þessari á,“ sagði Vilborg Halldórsdóttir, leikkona. Norðurá í Borgarfirði var opnuð klukkan átta í morgun.ARNAR HALLDÓRS Veiðisumarið í fyrra var vægast sagt slæmt enda þurrt í ám að sögn rekstraraðila Norðurár. „Nú spá fiskifræðingar fínu sumri og við erum bjartsýn. Ég held að þetta sumar fari í 2000 laxa plús,“ sagði Einar Sigfússon, rekstraraðili Norðurár. Helgi er að eigin sögn ekki mikill veiðimaður en á von á að eftir daginn kvikni áhuginn. „Ég er ekki forfallinn ennþá en það er stutt í það sýnist mér. Nú fékk ég svo mikinn kipp því ég er búinn að setja í tvo góða laxa segir Einar,“ sagði Helgi Björnsson, söngvari. Þrátt fyrir litla veiðireynslu þá er hann með veiðisöngvana á hreinu. Rekstraraðili Norðurár er bjartsýnn og heldur að sumarið fari í tvö þúsund laxa.ARNAR HALLDÓRS Hann segir að það beri sig allir vel í laxveiði. Nú átt þú eitt vinsælasta lag landsins „Það bera sig allir vel“. Hvernig ber fólk sig í laxveiði? „Það er ekki annað hægt en að bera sig vel hér. Sérstaklega í þessu fallega umhverfi. Hér hefur verið sól og blíða og gestgjafarnir framúrskarandi þannig hér líður öllum vel og þá bera sig allir vel,“ sagði Helgi.
Borgarbyggð Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira