„Get ekki beðið eftir því að spila“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. júní 2020 14:00 Guðmundur á æfingu með Selfossi. mynd/arnar helgi magnússon Fyrstu keppnisleikir fótboltasumarsins 2020 fara fram í kvöld þegar fyrsta umferð Mjólkurbikars karla hefst með þremur leikjum. ÍR tekur á móti KÁ, nýtt lið Smára og Njarðvík eigast við og Selfoss fær Snæfell í heimsókn. „Maður hefur beðið spenntur lengi,“ sagði Guðmundur Tyrfingsson, hinn bráðefnilegi leikmaður Selfoss, í samtali við Vísi. Leikið verður á grasvellinum á Selfossi sem gengur formlega undir heitinu JÁVERK-völlurinn. Að sögn Guðmundar kemur hann vel undan vetri. „Völlurinn hefur sjaldan litið betur út og ég get ekki beðið eftir því að spila á honum,“ sagði Guðmundur. Selfoss er eitt af sterkustu liðum 2. deildar á meðan Snæfell leikur í fjórðu og neðstu deild. Selfyssingar eru því miklu sigurstranglegri fyrir leik kvöldsins sem hefst klukkan 19:15. „Ég á von á skemmtilegum leik. Við vanmetum ekki Snæfell þótt þeir séu í lakari deild. Þetta er bikarkeppni og þar getur allt gerst,“ sagði Guðmundur. Guðmundur lék sína fyrstu leiki með Selfossi 2018, þá aðeins fimmtán ára.mynd/arnar helgi magnússon Fyrsti leikur Selfoss í 2. deildinni er gegn Kára á Akranesi á Þjóðhátíðardaginn. Selfyssingar enduðu í 3. sæti 2. deildar á síðasta tímabili og stefna á að gera betur í sumar. „Markmiðið er klárlega að fara upp og við erum enn hungraðari núna,“ sagði Guðmundur sem lék nítján af 22 deildarleikjum Selfoss í fyrra, þá aðeins sextán ára. Guðmundur, sem hefur leikið sextán leiki fyrir yngri landslið Íslands, hefur áhuga á að spila í sterkari deild en einbeitir sér að fullu að Selfossi í sumar. „Auðvitað hef ég metnað til að spila á hærra getustigi og betri deild. En núna hugsa ég bara um Selfoss og sé svo til hvað gerist eftir tímabilið,“ sagði Guðmundur að lokum. Mjólkurbikarinn UMF Selfoss Árborg Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Fyrstu keppnisleikir fótboltasumarsins 2020 fara fram í kvöld þegar fyrsta umferð Mjólkurbikars karla hefst með þremur leikjum. ÍR tekur á móti KÁ, nýtt lið Smára og Njarðvík eigast við og Selfoss fær Snæfell í heimsókn. „Maður hefur beðið spenntur lengi,“ sagði Guðmundur Tyrfingsson, hinn bráðefnilegi leikmaður Selfoss, í samtali við Vísi. Leikið verður á grasvellinum á Selfossi sem gengur formlega undir heitinu JÁVERK-völlurinn. Að sögn Guðmundar kemur hann vel undan vetri. „Völlurinn hefur sjaldan litið betur út og ég get ekki beðið eftir því að spila á honum,“ sagði Guðmundur. Selfoss er eitt af sterkustu liðum 2. deildar á meðan Snæfell leikur í fjórðu og neðstu deild. Selfyssingar eru því miklu sigurstranglegri fyrir leik kvöldsins sem hefst klukkan 19:15. „Ég á von á skemmtilegum leik. Við vanmetum ekki Snæfell þótt þeir séu í lakari deild. Þetta er bikarkeppni og þar getur allt gerst,“ sagði Guðmundur. Guðmundur lék sína fyrstu leiki með Selfossi 2018, þá aðeins fimmtán ára.mynd/arnar helgi magnússon Fyrsti leikur Selfoss í 2. deildinni er gegn Kára á Akranesi á Þjóðhátíðardaginn. Selfyssingar enduðu í 3. sæti 2. deildar á síðasta tímabili og stefna á að gera betur í sumar. „Markmiðið er klárlega að fara upp og við erum enn hungraðari núna,“ sagði Guðmundur sem lék nítján af 22 deildarleikjum Selfoss í fyrra, þá aðeins sextán ára. Guðmundur, sem hefur leikið sextán leiki fyrir yngri landslið Íslands, hefur áhuga á að spila í sterkari deild en einbeitir sér að fullu að Selfossi í sumar. „Auðvitað hef ég metnað til að spila á hærra getustigi og betri deild. En núna hugsa ég bara um Selfoss og sé svo til hvað gerist eftir tímabilið,“ sagði Guðmundur að lokum.
Mjólkurbikarinn UMF Selfoss Árborg Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira