Fimmtán prósenta samdráttur hjá Vogi vegna tekjubrests Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júní 2020 13:25 Meðferðarheimiliði Vogur. Mynd/Einar „Núna erum við komin í það sem við ætlum að hafa restina af árinu og það er samt alveg 15 prósent minna en venjulega vegna þess að við höfum minna af peningum til að borga með meðferðinni,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi í samtali við fréttastofu. SÁÁ hafa greitt með meðferðinni og ætluðu að greiða 250 milljónir þetta árið. „Núna þegar sjálfsaflaféð, eins og álfurinn sem er seldur í maí og fleiri fjáraflanir, það er fyrirséð að það verði mikið högg á því. Það er minna sem kemur í kassann hjá SÁÁ og getur þá borgað helmingi minna en stóð til í áætlun í janúar.“ Meðal annars dró verulega úr tekjum SÁÁ vegna lokunar spilakassa í kórónuveirufaraldrinum en SÁÁ er einn eigenda Íslandsspils, auk Rauða Krossins og Landsbjargar. Íslandsspil er annar tveggja rekstraraðila spilakassa hér á landi en hinn er Happdrætti Háskólans. Hún segir þetta mikið högg fyrir Vog. „Fimmtán prósenta fækkun er mjög mikið og þetta er bara vegna þess að við þurfum að hafa færra starfsfólk. Aðal kostnaðurinn okkar eru laun.“ Fresta þurfti innlögnum þegar kórónuveirufaraldurinn kom upp og voru þá helmingi færri lagðir inn. „Við vorum hérna í hálfum afköstum hér á Vogi í nokkrar vikur, frá miðjum mars og eiginlega út maí. Það voru tveir og hálfur mánuður í raun á hálfum afköstum.“ Nú er unnið að því að fylla húsið á ný en innlagnir á hverjum tíma verða færri en áður vegna tekjubrests og þarf því að draga úr miðað við venjulegt árferði. „Við héldum áfram þjónustu í göngudeild, fjarþjónustu og í Vík í eftirmeðferð var opið og gekk bara ágætlega þennan tíma. Svo vorum við líka með búsetuúrræði sem gekk sinn vanagang og líka lyfjameðferð við ópíóðafíkn sem gekk sinn vanagang með smá aðlögun,“ segir Valgerður um starfsemi Vogs á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá segir hún að beiðnir um innlagnir hafi dregist mikið saman í apríl. „Það var enginn að gera nokkurn skapaðan hlut og ekki heldur að biðja um innlögn á vog. Umsóknum fækkaði miðað við hvað er venjulegt, umsóknum um innlögn,“ segir Valgerður en segir þó að umsóknum hafi aftur farið að fjölga í maí. Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga og forstjóri Sjúkrahússins Vogs.Fréttir Stöðvar 2 Hún segir að það verði forvitnilegt að sjá hvernig umsóknirnar verði á næstu misserum og hvernig þróunin verði. Ekki komi strax fram hvernig fíkniþróun hafi verið í faraldrinum. „Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þróunin verður í eftirspurninni hér í kjölfarið.“ „Það varð líka margt í þessu til góðs þegar fólk var heima. Fyrir marga var það gott, það voru lokaðir barir og veitingahús og betri og meiri tími heima með fjölskyldunni og allt mögulegt sem er jákvætt. Fyrir suma var þetta mjög erfiður tími og gerði vandamálið verra.“ Hún segir ekki hægt að segja til um hvort einhverjar breytingar séu á vandanum núna. „Við sjáum að fólk er að koma með býsna alvarlegar afleiðingar af áfengisdrykkju en það er ekki eitthvað sem byrjar núna í mars, það er yfirleitt eitthvað stærra vandamál. En það er nokkuð áberandi núna, mikill vandi af áfengisdrykkju.“ Þá segir hún mismunandi hvað fólk þurfi að bíða lengi. Fólk 22 ára og yngri komist inn innan tveggja vikna, sama gildi um fólk sem ekki hefur verið áður eða lengi í meðferð. Aðrir geti þurft að bíða í marga mánuði. „Svo eru alls konar forgangshópar, sem eru að koma af spítalanum, annars staðar frá eða barnavernd þannig að biðlistinn er mismunandi.“ Fíkn Heilbrigðismál Meðferðarheimili Tengdar fréttir Segir það skjóta skökku við að senda milljarða úr landi til að halda úti spilakössum Formaður samtaka áhugafólks um spilafíkn gagnrýnir að á árunum 2015-2018 hafi Íslandsspil og Happdrætti Háskólans greitt erlendum fyrirtækjum tæpa tvo milljarða til að halda úti starfsemi spilakassa. 16. maí 2020 14:16 Íslandsspil í harðri samkeppni við ríkið um spilakassana „Það eru allir sammála um það að það hefur enginn af þessum aðilum sérstakan áhuga á því að hafa einhverja fjármuni af fólki sem er að berjast við spilafíkn. Ekki frekar en þeir sem reka skemmtistaði eða bari hafa áhuga á því að selja þeim áfengi sem eiga erfitt með að ráða við það,“ segir Þór Þorsteinsson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjörg. 15. maí 2020 18:12 Dró uppsögnina til baka til að sýna samstöðu Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, segir mikilvægt að verklag verði skýrara þannig að framkvæmdastjórnin taki ekki ákvarðanir um meðferðarstarf samtakanna. 19. apríl 2020 13:35 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Núna erum við komin í það sem við ætlum að hafa restina af árinu og það er samt alveg 15 prósent minna en venjulega vegna þess að við höfum minna af peningum til að borga með meðferðinni,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi í samtali við fréttastofu. SÁÁ hafa greitt með meðferðinni og ætluðu að greiða 250 milljónir þetta árið. „Núna þegar sjálfsaflaféð, eins og álfurinn sem er seldur í maí og fleiri fjáraflanir, það er fyrirséð að það verði mikið högg á því. Það er minna sem kemur í kassann hjá SÁÁ og getur þá borgað helmingi minna en stóð til í áætlun í janúar.“ Meðal annars dró verulega úr tekjum SÁÁ vegna lokunar spilakassa í kórónuveirufaraldrinum en SÁÁ er einn eigenda Íslandsspils, auk Rauða Krossins og Landsbjargar. Íslandsspil er annar tveggja rekstraraðila spilakassa hér á landi en hinn er Happdrætti Háskólans. Hún segir þetta mikið högg fyrir Vog. „Fimmtán prósenta fækkun er mjög mikið og þetta er bara vegna þess að við þurfum að hafa færra starfsfólk. Aðal kostnaðurinn okkar eru laun.“ Fresta þurfti innlögnum þegar kórónuveirufaraldurinn kom upp og voru þá helmingi færri lagðir inn. „Við vorum hérna í hálfum afköstum hér á Vogi í nokkrar vikur, frá miðjum mars og eiginlega út maí. Það voru tveir og hálfur mánuður í raun á hálfum afköstum.“ Nú er unnið að því að fylla húsið á ný en innlagnir á hverjum tíma verða færri en áður vegna tekjubrests og þarf því að draga úr miðað við venjulegt árferði. „Við héldum áfram þjónustu í göngudeild, fjarþjónustu og í Vík í eftirmeðferð var opið og gekk bara ágætlega þennan tíma. Svo vorum við líka með búsetuúrræði sem gekk sinn vanagang og líka lyfjameðferð við ópíóðafíkn sem gekk sinn vanagang með smá aðlögun,“ segir Valgerður um starfsemi Vogs á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá segir hún að beiðnir um innlagnir hafi dregist mikið saman í apríl. „Það var enginn að gera nokkurn skapaðan hlut og ekki heldur að biðja um innlögn á vog. Umsóknum fækkaði miðað við hvað er venjulegt, umsóknum um innlögn,“ segir Valgerður en segir þó að umsóknum hafi aftur farið að fjölga í maí. Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga og forstjóri Sjúkrahússins Vogs.Fréttir Stöðvar 2 Hún segir að það verði forvitnilegt að sjá hvernig umsóknirnar verði á næstu misserum og hvernig þróunin verði. Ekki komi strax fram hvernig fíkniþróun hafi verið í faraldrinum. „Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þróunin verður í eftirspurninni hér í kjölfarið.“ „Það varð líka margt í þessu til góðs þegar fólk var heima. Fyrir marga var það gott, það voru lokaðir barir og veitingahús og betri og meiri tími heima með fjölskyldunni og allt mögulegt sem er jákvætt. Fyrir suma var þetta mjög erfiður tími og gerði vandamálið verra.“ Hún segir ekki hægt að segja til um hvort einhverjar breytingar séu á vandanum núna. „Við sjáum að fólk er að koma með býsna alvarlegar afleiðingar af áfengisdrykkju en það er ekki eitthvað sem byrjar núna í mars, það er yfirleitt eitthvað stærra vandamál. En það er nokkuð áberandi núna, mikill vandi af áfengisdrykkju.“ Þá segir hún mismunandi hvað fólk þurfi að bíða lengi. Fólk 22 ára og yngri komist inn innan tveggja vikna, sama gildi um fólk sem ekki hefur verið áður eða lengi í meðferð. Aðrir geti þurft að bíða í marga mánuði. „Svo eru alls konar forgangshópar, sem eru að koma af spítalanum, annars staðar frá eða barnavernd þannig að biðlistinn er mismunandi.“
Fíkn Heilbrigðismál Meðferðarheimili Tengdar fréttir Segir það skjóta skökku við að senda milljarða úr landi til að halda úti spilakössum Formaður samtaka áhugafólks um spilafíkn gagnrýnir að á árunum 2015-2018 hafi Íslandsspil og Happdrætti Háskólans greitt erlendum fyrirtækjum tæpa tvo milljarða til að halda úti starfsemi spilakassa. 16. maí 2020 14:16 Íslandsspil í harðri samkeppni við ríkið um spilakassana „Það eru allir sammála um það að það hefur enginn af þessum aðilum sérstakan áhuga á því að hafa einhverja fjármuni af fólki sem er að berjast við spilafíkn. Ekki frekar en þeir sem reka skemmtistaði eða bari hafa áhuga á því að selja þeim áfengi sem eiga erfitt með að ráða við það,“ segir Þór Þorsteinsson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjörg. 15. maí 2020 18:12 Dró uppsögnina til baka til að sýna samstöðu Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, segir mikilvægt að verklag verði skýrara þannig að framkvæmdastjórnin taki ekki ákvarðanir um meðferðarstarf samtakanna. 19. apríl 2020 13:35 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Segir það skjóta skökku við að senda milljarða úr landi til að halda úti spilakössum Formaður samtaka áhugafólks um spilafíkn gagnrýnir að á árunum 2015-2018 hafi Íslandsspil og Happdrætti Háskólans greitt erlendum fyrirtækjum tæpa tvo milljarða til að halda úti starfsemi spilakassa. 16. maí 2020 14:16
Íslandsspil í harðri samkeppni við ríkið um spilakassana „Það eru allir sammála um það að það hefur enginn af þessum aðilum sérstakan áhuga á því að hafa einhverja fjármuni af fólki sem er að berjast við spilafíkn. Ekki frekar en þeir sem reka skemmtistaði eða bari hafa áhuga á því að selja þeim áfengi sem eiga erfitt með að ráða við það,“ segir Þór Þorsteinsson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjörg. 15. maí 2020 18:12
Dró uppsögnina til baka til að sýna samstöðu Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, segir mikilvægt að verklag verði skýrara þannig að framkvæmdastjórnin taki ekki ákvarðanir um meðferðarstarf samtakanna. 19. apríl 2020 13:35