Pepsi Max kvenna eftir 5 daga: Fjórar af fimm leikjahæstu konum sögunnar eru í Valsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2020 12:00 Dóra María Lárusdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir fagna saman Íslandsmeistaratitlinum í fyrra. Þær hafa báðar leikið yfir 236 leiki í efstu deild og hafa margoft orðið Íslandsmeistarar. Vísir/Daníel Þór Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 5 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Íslandsmeistarar Vals mæta með gríðarlega reynt lið til leiks í titilvörnina fyrstu titilvörn liðsins í tíu ár. Alls hafa fimm leikmenn liðsins spilað tvö hundruð leiki í efstu deild og fjórar þeirra eru meðal fimm leikjahæstu konum sögunnar í efstu deild á Íslandi. Þá vantar Hallberu Guðnýju Gísladóttur aðeins átta leiki upp á að verða sjötti leikmaður Valsliðsins með tvö hundruð leiki í efstu deild. Vinkona hennar Fanndís Friðriksdóttir lék sinn tvö hundraðasta leik í lokaumferðinni. Fjórar leikjahæstu leikmenn Valsliðsins á komandi tímabili eru aftur á móti allar á topp fimm yfir flesta deildarleiki frá upphafi og markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir er þar langfremst með 280 leiki og 28 leikja forskot á næstu konu. Dóra Mára Lárusdóttur og Málfríður Erna Sigurðardóttur vantar síðan fimmtán leiki til að verða leikjahæsti útispilarinn í sögu deildarinnar og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er bara einum leik á eftir þeim. Svo gæti vel farið að þær spili allar saman á sama tíma á miðju Valsliðsins sem væri magnað. Dóra Mára Lárusdóttur hefur spilað alla leiki sína fyrir Val og er sá leikmaður sem hefur spilað flesta leiki fyrir eitt félag í efstu deild kvenna. Málfríður Erna Sigurðardóttir er líka komin með yfir tvö hundruð leiki fyrir Val en spilaði í tvö tímabil með Breiðabliki. Svo gæti farið í seinni umferðinni í sumar að meirihluti byrjunarliðs Vals verði með meira en tvö hundruð leikja reynslu á bakinu. Þá er það reyndar undir Pétri Péturssyni komið hvort að hann byrjar inn á með þær Söndru, Dóru Maríu, Málfríði Ernu, Ásgerði Stefaníu, Fanndísi og Hallberu. Flestir leikir í efstu deild kvenna frá upphafi: 1. Sandra Sigurðardóttir 280 2. Harpa Þorsteinsdóttir 252 3. Dóra Mára Lárusdóttir 237 3. Málfríður Erna Sigurðardóttir 237 5. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir 236 6. Sigurlín Jónsdóttir 233 Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Sjá meira
Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 5 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Íslandsmeistarar Vals mæta með gríðarlega reynt lið til leiks í titilvörnina fyrstu titilvörn liðsins í tíu ár. Alls hafa fimm leikmenn liðsins spilað tvö hundruð leiki í efstu deild og fjórar þeirra eru meðal fimm leikjahæstu konum sögunnar í efstu deild á Íslandi. Þá vantar Hallberu Guðnýju Gísladóttur aðeins átta leiki upp á að verða sjötti leikmaður Valsliðsins með tvö hundruð leiki í efstu deild. Vinkona hennar Fanndís Friðriksdóttir lék sinn tvö hundraðasta leik í lokaumferðinni. Fjórar leikjahæstu leikmenn Valsliðsins á komandi tímabili eru aftur á móti allar á topp fimm yfir flesta deildarleiki frá upphafi og markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir er þar langfremst með 280 leiki og 28 leikja forskot á næstu konu. Dóra Mára Lárusdóttur og Málfríður Erna Sigurðardóttur vantar síðan fimmtán leiki til að verða leikjahæsti útispilarinn í sögu deildarinnar og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er bara einum leik á eftir þeim. Svo gæti vel farið að þær spili allar saman á sama tíma á miðju Valsliðsins sem væri magnað. Dóra Mára Lárusdóttur hefur spilað alla leiki sína fyrir Val og er sá leikmaður sem hefur spilað flesta leiki fyrir eitt félag í efstu deild kvenna. Málfríður Erna Sigurðardóttir er líka komin með yfir tvö hundruð leiki fyrir Val en spilaði í tvö tímabil með Breiðabliki. Svo gæti farið í seinni umferðinni í sumar að meirihluti byrjunarliðs Vals verði með meira en tvö hundruð leikja reynslu á bakinu. Þá er það reyndar undir Pétri Péturssyni komið hvort að hann byrjar inn á með þær Söndru, Dóru Maríu, Málfríði Ernu, Ásgerði Stefaníu, Fanndísi og Hallberu. Flestir leikir í efstu deild kvenna frá upphafi: 1. Sandra Sigurðardóttir 280 2. Harpa Þorsteinsdóttir 252 3. Dóra Mára Lárusdóttir 237 3. Málfríður Erna Sigurðardóttir 237 5. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir 236 6. Sigurlín Jónsdóttir 233
Flestir leikir í efstu deild kvenna frá upphafi: 1. Sandra Sigurðardóttir 280 2. Harpa Þorsteinsdóttir 252 3. Dóra Mára Lárusdóttir 237 3. Málfríður Erna Sigurðardóttir 237 5. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir 236 6. Sigurlín Jónsdóttir 233
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn