Mættur til Vopnafjarðar ári eftir að hafa verið orðaður við ensk úrvalsdeildarlið Arnar Geir Halldórsson skrifar 6. júní 2020 11:00 Nýjustu leikmenn Einherja á Vopnafirði. Twitter/Einherji Einherji hefur styrkt knattspyrnulið sitt fyrir átökin í 3.deildinni í sumar en Englendingarnir Ben King og Recoe Martin eru gengnir til liðs við félagið. Recoe Martin kemur frá enska C-deildarliðinu MK Dons en fyrir ári síðan var hann orðaður við ensk úrvalsdeildarlið á borð við Southampton, Newcastle og Norwich. Í grein enska fjölmiðilsins Mirror fyrir rúmu ári síðan er Martin sagður vera næsti Dele Alli en greinin er skrifuð í kjölfar þess að Martin gerði fimm mörk á 17 mínútum í leik með unglingaliði MK Dons gegn Leyton Orient. Er Alli uppalinn hjá MK Dons og sló svo í gegn með enska stórliðinu Tottenham. Í þessari sömu grein Mirror segir frá áhuga úrvalsdeildarliðanna sem nefnd eru fyrr í fréttinni en nú rúmu ári síðar mun Martin spila á Vopnafirði og binda Einherjamenn miklar vonir við kappann. Einherji hefur samið við tvo unga BretaBen King frá Carson-Newman Hann getur spilað flestar stöður hægra megin á vellinum og mun styrkja liðið mikiðRecoe Martin frá MK Dons. Recoe getur leyst allar stöður í fremstu röð og er mikill styrkur fyrir félagið pic.twitter.com/Om79tHaRxg— Ungmennafélagið Einherji (@Umf_Einherji) June 5, 2020 Fjöldi erlendra leikmanna hefur spilað í neðri deildum Íslands undanfarna áratugi og þar hafa oft verið leikmenn með áhugaverðan bakgrunn. Snemma á þessari öld gekk Bosníumaður að nafni Almir Cosic í raðir Leiknis Fáskrúðsfjarðar, sem þá lék í 3.deild, en tveimur árum áður hafði enska úrvalsdeildarliðið Newcastle lagt fram kauptilboð upp á eina milljón punda í Cosic. Gerði hann góða hluti á Fáskrúðsfirði áður en hann var fenginn til HK. Lék Cosic yfir 100 leiki hér á landi, flesta í neðri deildum. Annað dæmi um leikmann sem hefur búið til feril í neðri deildum Íslands eftir að hafa verið spáð miklum frama á stærsta sviði knattspyrnunnar í ensku úrvalsdeildinni er Aaron Spear. Hann þótti einn efnilegasti leikmaður Newcastle á sínum yngri árum en mun leika með Kórdrengjum í 2.deildinni í sumar og á hátt í 100 leiki í Íslandsmóti, flesta í B og C deild. Íslenski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Einherji hefur styrkt knattspyrnulið sitt fyrir átökin í 3.deildinni í sumar en Englendingarnir Ben King og Recoe Martin eru gengnir til liðs við félagið. Recoe Martin kemur frá enska C-deildarliðinu MK Dons en fyrir ári síðan var hann orðaður við ensk úrvalsdeildarlið á borð við Southampton, Newcastle og Norwich. Í grein enska fjölmiðilsins Mirror fyrir rúmu ári síðan er Martin sagður vera næsti Dele Alli en greinin er skrifuð í kjölfar þess að Martin gerði fimm mörk á 17 mínútum í leik með unglingaliði MK Dons gegn Leyton Orient. Er Alli uppalinn hjá MK Dons og sló svo í gegn með enska stórliðinu Tottenham. Í þessari sömu grein Mirror segir frá áhuga úrvalsdeildarliðanna sem nefnd eru fyrr í fréttinni en nú rúmu ári síðar mun Martin spila á Vopnafirði og binda Einherjamenn miklar vonir við kappann. Einherji hefur samið við tvo unga BretaBen King frá Carson-Newman Hann getur spilað flestar stöður hægra megin á vellinum og mun styrkja liðið mikiðRecoe Martin frá MK Dons. Recoe getur leyst allar stöður í fremstu röð og er mikill styrkur fyrir félagið pic.twitter.com/Om79tHaRxg— Ungmennafélagið Einherji (@Umf_Einherji) June 5, 2020 Fjöldi erlendra leikmanna hefur spilað í neðri deildum Íslands undanfarna áratugi og þar hafa oft verið leikmenn með áhugaverðan bakgrunn. Snemma á þessari öld gekk Bosníumaður að nafni Almir Cosic í raðir Leiknis Fáskrúðsfjarðar, sem þá lék í 3.deild, en tveimur árum áður hafði enska úrvalsdeildarliðið Newcastle lagt fram kauptilboð upp á eina milljón punda í Cosic. Gerði hann góða hluti á Fáskrúðsfirði áður en hann var fenginn til HK. Lék Cosic yfir 100 leiki hér á landi, flesta í neðri deildum. Annað dæmi um leikmann sem hefur búið til feril í neðri deildum Íslands eftir að hafa verið spáð miklum frama á stærsta sviði knattspyrnunnar í ensku úrvalsdeildinni er Aaron Spear. Hann þótti einn efnilegasti leikmaður Newcastle á sínum yngri árum en mun leika með Kórdrengjum í 2.deildinni í sumar og á hátt í 100 leiki í Íslandsmóti, flesta í B og C deild.
Íslenski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti