Innlent

Ætla að tryggja að skimanir falli ekki niður

Andri Eysteinsson skrifar
Krabbameinsfélag Íslands hafði áhyggjur af stöðu mála frá og með áramótum.
Krabbameinsfélag Íslands hafði áhyggjur af stöðu mála frá og með áramótum. Stöð 2

Tryggt verður að krabbameinsskimanir falli ekki niður þegar Landspítala verður falin ábyrgð á skimun fyrir brjóstakrabbameini í samstarfi við Sjúkrahúsið á Akureyri í lok árs 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisráðuneytinu.

Krabbameinsfélags Íslands varaði við því í ályktun aðalfundar að skimun gæti fallið niður í að minnsta kosti fjóra mánuði frá næstu áramótum vegna tafa á afhendingu tækni- og tækjabúnaðar sem nauðsynlegar eru til að sinna þjónustunni. Í tilkynningu frá Heilbrigðisráðuneyti og Landspítala er því komið á framfæri að flutningi brjóstaskimunar til Landspítala verði frestað til 1. Maí vegna mögulegra tafa, að ósk Landspítalans.

„Fari svo að ekki takist að tryggja framkvæmd brjóstaskimana með aðkomu annars aðila en LSH frá árslokum 2020 til 1. maí mun Landspítali tryggja að konum standi til boða, hér eftir sem hingað til, góð og örugg þjónusta,“ segir í tilkynningunni sem endar á orðunum. „Skimanir fyrir brjóstakrabbameini munu ekki falla niður og ekkert rof verður á þjónustu við umræddan hóp.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×