Hvalfjarðargöng eru lokuð eftir harðan árekstur í göngunum á sjötta tímanum í kvöld. Ekki urðu mikil slys á fólki í árekstrinum.
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru þrír um borð í bílunum og kennir einn sér meins í öxl eftir áreksturinn, allir með meðvitund. Viðbragðsáætlun vegna slyss í göngunum hefur verið virkjuð og er þess vegna mikill viðbúnaður við göngin.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu verða göngin lokuð um óákveðin tíma vegna slyssins.
Uppfært klukkan 20.45: Búið er að opna göngin á nýjan leik.