Ferðabókafrömuður lofsamar ferðalög til Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júní 2020 11:09 Rick Steves virðist afar hrifinn af Íslandi ef marka má skrif hans. Vísir/Getty/Samsett „Frá ferðum inn í eldfjallsali til dýfu í jarðvarmalaugar. Ísland býður upp á ævintýri ólíkt öllum öðrum stöðum.“ Svona hljómar inngangur pistils sem rithöfundurinn Rick Steves, ferðafrömuður sem skrifað hefur fjölda leiðsögubóka og framleitt útvarps- og sjónvarpsþætti um ferðalög, birti í gær. Í pistlinum mælir hann með ferðalögum til Íslands og mærir íslenska náttúru eins og enginn sé morgundagurinn. „Ísland, með sitt kvikmyndalega landslag sem sýnir náttúruna í sínu hráasta formi, höfðar til ferðalanga sem vilja vera utandyra. Þrátt fyrir að vera þekkt fyrir miðnætursólina og norðurljós, er þessi eyja jafn rómuð fyrir stórfenglega jökla sína og eldfjöll. Steves fjallar sérstaklega um ferð sína „inn í eldfjallið“ (e. Inside the Volcano) þar sem fólki býðst að ferðast með lyftu inn í Þríhnúkagíg. Hann lýsir ferðinni og því sem fyrir augu ber. „Hægt er að ferðast með lyftu í gegnum lítið op efst á eldfjallinu, og þaðan 122 metra niður í víðfeman salinn. Þar inni lýsa lampar upp pastelliti og vatn sem drýpur niður hellisloftið.“ Þá fjallar Steves einnig um Raufarhólshelli, þar sem hægt er að ferðast inn í „hraungöng“ (e. lava tunnel). Fjallar hann sérstaklega um hversu nálægt Reykjavík hellirinn er. Það segir hann þægilegt. Steves víkur einnig að Þórsmörk, og þá sérstaklega Valahnúk. Eins víkur hann að Eyjafjallajökli, og rifjar meðal annars upp eldgosið árið 2010 og hvernig það tók „evrópskar flugsamgöngur kyrkingartaki.“ Eins talar Steves vel um skipulagðar hestaferðir, sem mörg ferðaþjónustufyrirtæki hafa boðið upp á, sem og hvalaskoðunarferðir. Hann segir bestu hvalaskoðunarferðirnar gerðar út frá Húsavík. Steves talar meðal annars vel um hvalaskoðun.Vísir/Vilhelm „Þrátt fyrir alla sína hörku hefur Ísland einnig upp á þægindi að bjóða. Ofgnótt jarðhitalauga sem hituð eru af jarðvarma eyjunnar,“ skrifar Steves og segir böðin teygja sig yfir allan lúxusskalann. Allt frá „lúxusböðum“ á borð við Bláa lónið til lítilla bæjarlauga, sem heimamennirnir stunda mikið. Þar á Steves við almennar sundlaugar, sem Íslendingar myndu líklega seint kalla „jarðhitalaugar.“ Steves hefur áður fjallað um Ísland í skrifum sínum, en hann hefur meðal annars mælt með því við ferðamenn sem koma hingað til lands að sleppa Bláa Lóninu og fara frekar í sund. Hér má lesa pistil Steves í heild sinni. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
„Frá ferðum inn í eldfjallsali til dýfu í jarðvarmalaugar. Ísland býður upp á ævintýri ólíkt öllum öðrum stöðum.“ Svona hljómar inngangur pistils sem rithöfundurinn Rick Steves, ferðafrömuður sem skrifað hefur fjölda leiðsögubóka og framleitt útvarps- og sjónvarpsþætti um ferðalög, birti í gær. Í pistlinum mælir hann með ferðalögum til Íslands og mærir íslenska náttúru eins og enginn sé morgundagurinn. „Ísland, með sitt kvikmyndalega landslag sem sýnir náttúruna í sínu hráasta formi, höfðar til ferðalanga sem vilja vera utandyra. Þrátt fyrir að vera þekkt fyrir miðnætursólina og norðurljós, er þessi eyja jafn rómuð fyrir stórfenglega jökla sína og eldfjöll. Steves fjallar sérstaklega um ferð sína „inn í eldfjallið“ (e. Inside the Volcano) þar sem fólki býðst að ferðast með lyftu inn í Þríhnúkagíg. Hann lýsir ferðinni og því sem fyrir augu ber. „Hægt er að ferðast með lyftu í gegnum lítið op efst á eldfjallinu, og þaðan 122 metra niður í víðfeman salinn. Þar inni lýsa lampar upp pastelliti og vatn sem drýpur niður hellisloftið.“ Þá fjallar Steves einnig um Raufarhólshelli, þar sem hægt er að ferðast inn í „hraungöng“ (e. lava tunnel). Fjallar hann sérstaklega um hversu nálægt Reykjavík hellirinn er. Það segir hann þægilegt. Steves víkur einnig að Þórsmörk, og þá sérstaklega Valahnúk. Eins víkur hann að Eyjafjallajökli, og rifjar meðal annars upp eldgosið árið 2010 og hvernig það tók „evrópskar flugsamgöngur kyrkingartaki.“ Eins talar Steves vel um skipulagðar hestaferðir, sem mörg ferðaþjónustufyrirtæki hafa boðið upp á, sem og hvalaskoðunarferðir. Hann segir bestu hvalaskoðunarferðirnar gerðar út frá Húsavík. Steves talar meðal annars vel um hvalaskoðun.Vísir/Vilhelm „Þrátt fyrir alla sína hörku hefur Ísland einnig upp á þægindi að bjóða. Ofgnótt jarðhitalauga sem hituð eru af jarðvarma eyjunnar,“ skrifar Steves og segir böðin teygja sig yfir allan lúxusskalann. Allt frá „lúxusböðum“ á borð við Bláa lónið til lítilla bæjarlauga, sem heimamennirnir stunda mikið. Þar á Steves við almennar sundlaugar, sem Íslendingar myndu líklega seint kalla „jarðhitalaugar.“ Steves hefur áður fjallað um Ísland í skrifum sínum, en hann hefur meðal annars mælt með því við ferðamenn sem koma hingað til lands að sleppa Bláa Lóninu og fara frekar í sund. Hér má lesa pistil Steves í heild sinni.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira