Tugum milljóna veðjað á 1. umferð bikarsins Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2020 23:00 Leikur Álftaness og Fram var meðal þeirra sem veðjað var á um helgina en þar fóru Framarar með sigur af hólmi. VÍSIR/HAG Getspakir, og minna getspakir, fótboltaáhugamenn veðjuðu samtals fyrir að minnsta kosti um 20 milljónir króna á leiki í 1. umferð Mjólkurbikarsins í fótbolta. Veðmálasíðan Coolbet greinir frá því á Twitter að heildarvelta vegna bikarleikjanna í 1. umferð, þegar einum leik var ólokið, hafi verið 18.132.000 krónur. Þá eru ótaldar þær krónur sem veðjað hefur verið á leikina á öðrum erlendum veðmálasíðum á borð við Bwin og William Hill, og ljóst að minnsta kosti að um tugi milljóna er að ræða. Hjá Coolbet var mestu veðjað á leik Selfoss og Snæfells, þar sem í boði var bæði að veðja á úrslit sem og markafjölda í leiknum og úrslit með forgjöf. Tipparar græddu hins vegar samtals mest á leik Mídasar og KM. Mjólkurbikarinn 1.umferð Heildarvelta: 18.132.000 ISK Mest veðjað á: Selfoss - SnæfellMest veðjað á í beinni: Léttir - Reynir S.Við greiddum mest til baka á: Mídas - KMVið greiddum minnst til baka á: Dalvík/Reynir - KF pic.twitter.com/eROCMYwgCY— Coolbet Ísland (@CoolbetIsland) June 8, 2020 Kallað hefur verið eftir því að erlend veðmálafyrirtæki, sem hagnast á leikjum íslenskra liða án þess að króna skili sér í íslenska íþróttahagkerfið, fái að auglýsa á Íslandi. Ljóst er að fyrirtækin hafa mikinn áhuga á því en Jóhann Már Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Vals, sagði í Sportinu í dag í apríl að tvö veðmálafyrirtæki hefðu til að mynda viljað kaupa nafnið á heimavelli Vals fyrir nokkrum árum. Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, sagði við Vísi í síðasta mánuði að samtökin myndu fagna því að geta sótt styrki til erlendra veðmálafyrirtækja en minnti á að Íslensk getspá skilaði umtalsverðum fjármunum til íslenskra íþróttafélaga. „Þessi umræða hefur komið upp áður en það er regluverk á Íslandi sem tekur á þessum hlutum. Öll félög á Íslandi fá umtalsverða fjármuni frá Íslenskri getspá en ef þessi fyrirtæki mættu auglýsa myndi það bara fjölga þeim fyrirtækjum sem félög geta sótt sér styrki til. Þetta er í öllum nágrannalöndum, þar eru þessi fyrirtæki mjög áberandi styrkaraðilar íþróttafélaga,“ sagði Birgir. Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Fjárhættuspil Tengdar fréttir Búbót fyrir félögin ef áfengis- og veðmálaauglýsingar yrðu leyfðar á íþróttaviðburðum Möguleikum íslenskra íþróttafélaga til að sækja sér styrki myndi fjölga ef áfengis- og veðmálaauglýsingar yrðu heimilar á íslenskum íþróttaviðburðum. 1. maí 2020 10:57 Veðmálafyrirtæki vildu kaupa nafnið á Valsvellinum Þegar Valur var að leita að styrktaraðila til að kaupa nafnið á heimavelli félagsins bönkuðu tvö veðmálafyrirtæki upp á. Slíkum fyrirtækjum er óheimilt að auglýsa á íþróttaviðburðum á Íslandi. 28. apríl 2020 16:15 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Getspakir, og minna getspakir, fótboltaáhugamenn veðjuðu samtals fyrir að minnsta kosti um 20 milljónir króna á leiki í 1. umferð Mjólkurbikarsins í fótbolta. Veðmálasíðan Coolbet greinir frá því á Twitter að heildarvelta vegna bikarleikjanna í 1. umferð, þegar einum leik var ólokið, hafi verið 18.132.000 krónur. Þá eru ótaldar þær krónur sem veðjað hefur verið á leikina á öðrum erlendum veðmálasíðum á borð við Bwin og William Hill, og ljóst að minnsta kosti að um tugi milljóna er að ræða. Hjá Coolbet var mestu veðjað á leik Selfoss og Snæfells, þar sem í boði var bæði að veðja á úrslit sem og markafjölda í leiknum og úrslit með forgjöf. Tipparar græddu hins vegar samtals mest á leik Mídasar og KM. Mjólkurbikarinn 1.umferð Heildarvelta: 18.132.000 ISK Mest veðjað á: Selfoss - SnæfellMest veðjað á í beinni: Léttir - Reynir S.Við greiddum mest til baka á: Mídas - KMVið greiddum minnst til baka á: Dalvík/Reynir - KF pic.twitter.com/eROCMYwgCY— Coolbet Ísland (@CoolbetIsland) June 8, 2020 Kallað hefur verið eftir því að erlend veðmálafyrirtæki, sem hagnast á leikjum íslenskra liða án þess að króna skili sér í íslenska íþróttahagkerfið, fái að auglýsa á Íslandi. Ljóst er að fyrirtækin hafa mikinn áhuga á því en Jóhann Már Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Vals, sagði í Sportinu í dag í apríl að tvö veðmálafyrirtæki hefðu til að mynda viljað kaupa nafnið á heimavelli Vals fyrir nokkrum árum. Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, sagði við Vísi í síðasta mánuði að samtökin myndu fagna því að geta sótt styrki til erlendra veðmálafyrirtækja en minnti á að Íslensk getspá skilaði umtalsverðum fjármunum til íslenskra íþróttafélaga. „Þessi umræða hefur komið upp áður en það er regluverk á Íslandi sem tekur á þessum hlutum. Öll félög á Íslandi fá umtalsverða fjármuni frá Íslenskri getspá en ef þessi fyrirtæki mættu auglýsa myndi það bara fjölga þeim fyrirtækjum sem félög geta sótt sér styrki til. Þetta er í öllum nágrannalöndum, þar eru þessi fyrirtæki mjög áberandi styrkaraðilar íþróttafélaga,“ sagði Birgir.
Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Fjárhættuspil Tengdar fréttir Búbót fyrir félögin ef áfengis- og veðmálaauglýsingar yrðu leyfðar á íþróttaviðburðum Möguleikum íslenskra íþróttafélaga til að sækja sér styrki myndi fjölga ef áfengis- og veðmálaauglýsingar yrðu heimilar á íslenskum íþróttaviðburðum. 1. maí 2020 10:57 Veðmálafyrirtæki vildu kaupa nafnið á Valsvellinum Þegar Valur var að leita að styrktaraðila til að kaupa nafnið á heimavelli félagsins bönkuðu tvö veðmálafyrirtæki upp á. Slíkum fyrirtækjum er óheimilt að auglýsa á íþróttaviðburðum á Íslandi. 28. apríl 2020 16:15 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Búbót fyrir félögin ef áfengis- og veðmálaauglýsingar yrðu leyfðar á íþróttaviðburðum Möguleikum íslenskra íþróttafélaga til að sækja sér styrki myndi fjölga ef áfengis- og veðmálaauglýsingar yrðu heimilar á íslenskum íþróttaviðburðum. 1. maí 2020 10:57
Veðmálafyrirtæki vildu kaupa nafnið á Valsvellinum Þegar Valur var að leita að styrktaraðila til að kaupa nafnið á heimavelli félagsins bönkuðu tvö veðmálafyrirtæki upp á. Slíkum fyrirtækjum er óheimilt að auglýsa á íþróttaviðburðum á Íslandi. 28. apríl 2020 16:15