4 dagar í Pepsi Max: Unnu fimm ár í röð án þess að vera spáð titlinum einu sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2020 12:00 Kári Steinn Reynisson og Bjarni Guðjónsson fagna hér fimmta Íslandsmeistaratitli ÍA í röð á forsíðu íþróttkálfs Morgunblaðsins en þetta er úrklippa úr Morgunblaðinu frá 1. október 1996. Skjámynd af timarit.is Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 4 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Skagamenn eru eina liðið í sögu íslenska fótboltans sem hefur unnið fimm Íslandsmót í röð en það gerðu þeir á árunum 1992 til 1996. Framarar urðu reyndar Íslandsmeistarar sex ár í röð frá 1913 til 1918 en tvö fyrstu árin í sigurgöngunni skráði ekkert annað lið sig til leiks og Framarar voru því Íslandsmeistarar án keppni. Í raun má segja að Skagamenn hafi unnið Íslandsmót sex ár í röð því sumarið 1991 unnu þeir B-deildina og komust aftur í hóp þeirra bestu. Skagaliðið varð síðan Íslandsmeistari sem nýliði í deildinni sumarið 1992 en engir aðrir nýliðar geta státað af því í sögu Íslandsmóts karla í knattspyrnu. Það mætti samt halda að eftir einn, tvo, þrjá, fjóra eða fimm Íslandsmeistaratitla í röð þá ættu þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn að hafa tilefni til að spá Skagamönnum Íslandsmeistaratitlinum árið eftir. Svo var þó ekki. Á þessum árum, frá 1992 til 1996, þá var Skagamönnum aldrei spáð Íslandsmeistaratitlinum. Ekki einu sinni. Í öllum þessum fimm spám þjálfara, fyrirliða og forráðamanna var ÍA liðinu spáð öðru sætinu. Fram átti að vinna 1992 en KR var síðan spáð Íslandsmeistaratitlinum frá 1993 til 1996. Skagamönnum var spáð öðru sætinu sjötta árið í röð sumarið 1997 og þá höfðu menn loksins rétt fyrir sér. Eyjamenn urðu þá Íslandsmeistarar og enduðu sigurgöngu Skagamanna en ÍA liðið endaði í öðru sæti. KR var spáð titlinum enn eitt árið en verðandi Íslandsmeisturum ÍBV var spáð þriðja sætinu. Skagamönnum var síðan spáð fimmta sætinu þegar þeir urðu síðast Íslandsmeistarar sumarið 2001. Árið eftir var þeim síðan spá öðru sæti í titilvörninni. ÍA hefur nefnilega aldrei, í 35 ára sögu þessarar spár, verið spáð titlinum. Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... ÍA Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 4 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Skagamenn eru eina liðið í sögu íslenska fótboltans sem hefur unnið fimm Íslandsmót í röð en það gerðu þeir á árunum 1992 til 1996. Framarar urðu reyndar Íslandsmeistarar sex ár í röð frá 1913 til 1918 en tvö fyrstu árin í sigurgöngunni skráði ekkert annað lið sig til leiks og Framarar voru því Íslandsmeistarar án keppni. Í raun má segja að Skagamenn hafi unnið Íslandsmót sex ár í röð því sumarið 1991 unnu þeir B-deildina og komust aftur í hóp þeirra bestu. Skagaliðið varð síðan Íslandsmeistari sem nýliði í deildinni sumarið 1992 en engir aðrir nýliðar geta státað af því í sögu Íslandsmóts karla í knattspyrnu. Það mætti samt halda að eftir einn, tvo, þrjá, fjóra eða fimm Íslandsmeistaratitla í röð þá ættu þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn að hafa tilefni til að spá Skagamönnum Íslandsmeistaratitlinum árið eftir. Svo var þó ekki. Á þessum árum, frá 1992 til 1996, þá var Skagamönnum aldrei spáð Íslandsmeistaratitlinum. Ekki einu sinni. Í öllum þessum fimm spám þjálfara, fyrirliða og forráðamanna var ÍA liðinu spáð öðru sætinu. Fram átti að vinna 1992 en KR var síðan spáð Íslandsmeistaratitlinum frá 1993 til 1996. Skagamönnum var spáð öðru sætinu sjötta árið í röð sumarið 1997 og þá höfðu menn loksins rétt fyrir sér. Eyjamenn urðu þá Íslandsmeistarar og enduðu sigurgöngu Skagamanna en ÍA liðið endaði í öðru sæti. KR var spáð titlinum enn eitt árið en verðandi Íslandsmeisturum ÍBV var spáð þriðja sætinu. Skagamönnum var síðan spáð fimmta sætinu þegar þeir urðu síðast Íslandsmeistarar sumarið 2001. Árið eftir var þeim síðan spá öðru sæti í titilvörninni. ÍA hefur nefnilega aldrei, í 35 ára sögu þessarar spár, verið spáð titlinum.
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... ÍA Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira