Á íslensku í fyrsta sinn í hálfa öld Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. júní 2020 20:00 Þar sem engir ferðamenn eru á landinu ákváðu útgefendur tímaritsins Iceland Review í fyrsta sinn í hátt í sextíu ár að gefa blaðið út á íslensku. Svo verður áfram gert í sumar en framhaldið metið eftir það. „Þó við höfum prentað þetta blað sex sinnum á ári, í tuttugu þúsund eintökum í hvert skipti, hafa öll þau tímarit í rauninni farið í hendur ferðamanna, sem koma ekki núna til landsins. Við föttuðum að við sátum í rauninni á gullnámu," segir Kjartan Þorbjörnsson, útgefandi Iceland Review, sem sumir þekkja þó betur sem ljósmyndarann Golla. „Við erum að gefa Íslendingum færi á að lesa um það sem við erum búin að vera segja ferðamönnum síðustu sumur," segir Gréta Sigríður Einarsdóttir, ritstjóri blaðsins. Ákveðið var að endurnýta hluta þess sem þegar hefur verið birt og þýða á íslensku, enda virðast Íslendingar síður hafa lesið efnið. „Það kom í ljós núna þegar ég vann verðlaun fyrir mynd ársins og myndaseríu ársins að það var grein sem fæstir höfðu séð. Þannig það er gaman að geta endurnýtt þetta svolítið á þennan hátt," segir Golli. Tímaritið verður sem fyrr fríblað og í vikunni verður því dreift um land allt; í verslanir, á bensínstöðvar og á fleiri staði. Blaðið hefur verið gefið út frá árinu 1963 og þau segja reksturinn nú haldast á floti vegna samlegðaráhrifa frá öðrum verkefnum útgáfufélagsins sem gefur jafnframt út fleiri upplýsingarit fyrir ferðamenn. Það gangi þó verr nú þegar engir ferðamenn eru til staðar. „Auglýsingatekjur hafa hrunið og þegar það borgar brúsann er það náttúrulega erfitt. Það er þó ekkert erfiðara að búa til efni þar sem Ísland er uppfullt af áhugaverðum stöðum, áhugaverðu fólki og áhugaverðum hlutum. Þannig það er ekki það erfiðara. Það er kannski erfitt að láta enda ná saman en þetta er samt ofboðslega skemmtilegt," segir Golli. Íslenska á tækniöld Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Þar sem engir ferðamenn eru á landinu ákváðu útgefendur tímaritsins Iceland Review í fyrsta sinn í hátt í sextíu ár að gefa blaðið út á íslensku. Svo verður áfram gert í sumar en framhaldið metið eftir það. „Þó við höfum prentað þetta blað sex sinnum á ári, í tuttugu þúsund eintökum í hvert skipti, hafa öll þau tímarit í rauninni farið í hendur ferðamanna, sem koma ekki núna til landsins. Við föttuðum að við sátum í rauninni á gullnámu," segir Kjartan Þorbjörnsson, útgefandi Iceland Review, sem sumir þekkja þó betur sem ljósmyndarann Golla. „Við erum að gefa Íslendingum færi á að lesa um það sem við erum búin að vera segja ferðamönnum síðustu sumur," segir Gréta Sigríður Einarsdóttir, ritstjóri blaðsins. Ákveðið var að endurnýta hluta þess sem þegar hefur verið birt og þýða á íslensku, enda virðast Íslendingar síður hafa lesið efnið. „Það kom í ljós núna þegar ég vann verðlaun fyrir mynd ársins og myndaseríu ársins að það var grein sem fæstir höfðu séð. Þannig það er gaman að geta endurnýtt þetta svolítið á þennan hátt," segir Golli. Tímaritið verður sem fyrr fríblað og í vikunni verður því dreift um land allt; í verslanir, á bensínstöðvar og á fleiri staði. Blaðið hefur verið gefið út frá árinu 1963 og þau segja reksturinn nú haldast á floti vegna samlegðaráhrifa frá öðrum verkefnum útgáfufélagsins sem gefur jafnframt út fleiri upplýsingarit fyrir ferðamenn. Það gangi þó verr nú þegar engir ferðamenn eru til staðar. „Auglýsingatekjur hafa hrunið og þegar það borgar brúsann er það náttúrulega erfitt. Það er þó ekkert erfiðara að búa til efni þar sem Ísland er uppfullt af áhugaverðum stöðum, áhugaverðu fólki og áhugaverðum hlutum. Þannig það er ekki það erfiðara. Það er kannski erfitt að láta enda ná saman en þetta er samt ofboðslega skemmtilegt," segir Golli.
Íslenska á tækniöld Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira