Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn Kjartan Kjartansson skrifar 9. júní 2020 19:31 Björgunarfólk dælir upp menguðu vatni úr Ambarnaya-ánni við Norilsk í Síberíu. Olían er nú komin út í stórt stöðuvatn. Vísir/EPA Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. Neyðarstarfsmenn vinna nú að því að reyna að koma í veg fyrir að olía dreifist víðar. Áætlað er að um 21.000 tonn af olíunni hafi lekið úr tanki við orkuver í Norilsk föstudaginn 29. maí. Þaðan komst olían út í Ambarnaya-ána og hefur hún nú runnið um tuttugu kílómetra norður frá Norilsk í Pyasino-vatnið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Pyasino-vatn er uppspretta samnefndrar ár sem rennur út í Karahafið sem er hluti af Norður-Íshafinu. Áin er yfirleitt í klakaböndum frá október til júní. Alexander Uss, ríkisstjóri í Krasnoyarsk-héraði segir mikilvægt að koma í veg fyrir að olían berist út í Pyasino-ána. Hann telur það gerlegt. Þegar hafa um 23.000 rúmmetrar mengaðs jarðvegs verið fjarlægðir. Talið er að leki hafi komið á olíutankinn þegar stöplar undir honum sukku vegna þiðnandi sífrera sem hann stóð á. Rússneskir saksóknarar hafa fyrirskipað rannsókn á „sérstaklega hættulegum“ mannvirkjum sem standa á freðmýri. Forstöðumaður orkuversins í Norilsk var handtekinn eftir að í ljós kom að stjórnendur þess tilkynntu yfirvöldum ekki um lekann fyrr en fregnir af honum byrjuðu að berast út á samfélagsmiðlum. Norðurslóðir Bensín og olía Rússland Tengdar fréttir Neyðarástand vegna meiriháttar olíuleka í Síberíu Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag. 4. júní 2020 11:07 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. Neyðarstarfsmenn vinna nú að því að reyna að koma í veg fyrir að olía dreifist víðar. Áætlað er að um 21.000 tonn af olíunni hafi lekið úr tanki við orkuver í Norilsk föstudaginn 29. maí. Þaðan komst olían út í Ambarnaya-ána og hefur hún nú runnið um tuttugu kílómetra norður frá Norilsk í Pyasino-vatnið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Pyasino-vatn er uppspretta samnefndrar ár sem rennur út í Karahafið sem er hluti af Norður-Íshafinu. Áin er yfirleitt í klakaböndum frá október til júní. Alexander Uss, ríkisstjóri í Krasnoyarsk-héraði segir mikilvægt að koma í veg fyrir að olían berist út í Pyasino-ána. Hann telur það gerlegt. Þegar hafa um 23.000 rúmmetrar mengaðs jarðvegs verið fjarlægðir. Talið er að leki hafi komið á olíutankinn þegar stöplar undir honum sukku vegna þiðnandi sífrera sem hann stóð á. Rússneskir saksóknarar hafa fyrirskipað rannsókn á „sérstaklega hættulegum“ mannvirkjum sem standa á freðmýri. Forstöðumaður orkuversins í Norilsk var handtekinn eftir að í ljós kom að stjórnendur þess tilkynntu yfirvöldum ekki um lekann fyrr en fregnir af honum byrjuðu að berast út á samfélagsmiðlum.
Norðurslóðir Bensín og olía Rússland Tengdar fréttir Neyðarástand vegna meiriháttar olíuleka í Síberíu Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag. 4. júní 2020 11:07 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Neyðarástand vegna meiriháttar olíuleka í Síberíu Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag. 4. júní 2020 11:07