Urriðafoss kominn yfir 100 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 10. júní 2020 08:06 Veiðin í Urriðafossi í Þjórsá hefur verið frábær síðustu daga. Mynd: Stefán Sigurðsson Urriðafoss við Þjórsá opnaði fyrst allra svæða á landinu fyrir laxveiðimönnum en svæðið er eitt það vinsælasta á landinu. Það er ekki erfitt að sjá af hverju svæðið er jafn vinsælt og það er en veiðin þar fór í gær yfir 100 laxa og stangirnar hafa verið að taka kvótann síðustu daga á stuttum tíma. Eftir opnun sem skilaði 18 löxum á land róaðist veiðin aðeins en hefur aftur tekið vel við sér. "Veiðin var að detta í 100 laxa í dag, sem bara frekar gott, áin opnaði með frábærum hvelli en svo komu rólegir 3-4 dagar á eftir, svo á föstudaginn síðast liðinn datt inn ný ganga og síðan þá er búið að vera frábært" segir Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters sem er leigutakinn að ánni í spjalli við veiðivísi. Efri svæðin í Þjórsá, svokölluð tilraunasvæði eru ekki ennþá komin inn en það hlýtur að styttast í fyrsta laxinn þar því laxinn sem veður í gegnum svæðið við Urriðafoss heldur för sinni áfram upp Þjórsá í gegnum tilraunasvæðin og þar getur verið góð veiðivon og veiðileyfin ekki dýr. Stangveiði Flóahreppur Mest lesið Stórlax úr Víðidalnum Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Laxá í Kjós Veiði
Urriðafoss við Þjórsá opnaði fyrst allra svæða á landinu fyrir laxveiðimönnum en svæðið er eitt það vinsælasta á landinu. Það er ekki erfitt að sjá af hverju svæðið er jafn vinsælt og það er en veiðin þar fór í gær yfir 100 laxa og stangirnar hafa verið að taka kvótann síðustu daga á stuttum tíma. Eftir opnun sem skilaði 18 löxum á land róaðist veiðin aðeins en hefur aftur tekið vel við sér. "Veiðin var að detta í 100 laxa í dag, sem bara frekar gott, áin opnaði með frábærum hvelli en svo komu rólegir 3-4 dagar á eftir, svo á föstudaginn síðast liðinn datt inn ný ganga og síðan þá er búið að vera frábært" segir Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters sem er leigutakinn að ánni í spjalli við veiðivísi. Efri svæðin í Þjórsá, svokölluð tilraunasvæði eru ekki ennþá komin inn en það hlýtur að styttast í fyrsta laxinn þar því laxinn sem veður í gegnum svæðið við Urriðafoss heldur för sinni áfram upp Þjórsá í gegnum tilraunasvæðin og þar getur verið góð veiðivon og veiðileyfin ekki dýr.
Stangveiði Flóahreppur Mest lesið Stórlax úr Víðidalnum Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Laxá í Kjós Veiði