Ferðamenn fái niðurstöður skimunar í gegnum appið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júní 2020 14:51 Frá fundi dagsins. Vísir/Sigurjón Stefnt er að því að koma niðurstöðum úr skimunum fyrir kórónuveirunni á landamærum hér á landi til ferðamanna í gegnum smitrakningarappið Rakning C-19. Þá er verið að skoða hvort að bæta ætti við virkni sem geri kleyft að láta þá vita sem hafa appið í símanum hvort þeir hafi komist í tæri við þá sem hafa greinst með veiruna. Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi í Ráðherrabústaðnum í dag þar sem fjallað var um skimanir á landamærum sem framundan eru frá og með næstkomandi mánudegi. Ferðamönnum sem hingað koma verður ekki gert skylt að hlaða niður appinu, frekar verður höfðað til skynsemi þeirra. „Það er stefnt að því að það verði ný útgáfa tilbúinn á mánudaginn þegar sýnataka hefst á Keflavíkurflugvelli. Markmiðið er meðal annars að koma niðurstöðum til ferðamanna og það er líka verið að þróa virkni í appinu sem að auðveldar ferðamönnum að komast í samband við heilsugæsluna hérlendis ef þeir finna fyrir einkennum“, sagði Alma. Appið geti leikið lykilhlutverk komi upp smit. „Við teljum að skilvirk upplýsingamiðlun til ferðamanna sé lykilatriði því að við vitum að neikvætt svar úr sýnatöku er ekki óyggjandi niðurstaða. Þess vegna er svo mikilvægt að bregðast skjótt við ef að veikindi koma upp. Við teljum ekki rétt eða gerlegt að skylda ferðamenn til að sækja appið, heldur frekar höfðum við til skynsemi og þess að það verður virði í því fólgið að hafa appið,“ sagði Alma. Tungumálum í appinu verður fjölgað og boðið verður upp á þýsku, frönsku, spænsku og ítölsku auk íslensku, ensku og pólsku sem þegar eru í boði. Þá er til skoðunar að bæta við virkni sem geri kleyft að láta þá vita sem hafa appið í símanum hvort þeir hafi komist í tæri við þá sem hafa greinst með veiruna. „Það er til skoðunar að bæta svokallaðri Bluetooth-virkni við. Þá er hægt að senda skilaboð til þeirra sem hafa verið í grennd við smitaðan einstakling. Í slíku tilfelli þá myndu hluteigandi fá skilaboð frá rakningarteyminu um að hringja og þá yrði skoðað hvort að frekari aðgerða væri þörf. Þessi virkni er enn sem komið er einungis á teikniborðinu og slík lausn yrði aldrei innleitt nema að fengnum tilskyldum leyfum og með kynningu og upplýsingagjöf til almennings hér og til ferðamanna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Stefnt er að því að koma niðurstöðum úr skimunum fyrir kórónuveirunni á landamærum hér á landi til ferðamanna í gegnum smitrakningarappið Rakning C-19. Þá er verið að skoða hvort að bæta ætti við virkni sem geri kleyft að láta þá vita sem hafa appið í símanum hvort þeir hafi komist í tæri við þá sem hafa greinst með veiruna. Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi í Ráðherrabústaðnum í dag þar sem fjallað var um skimanir á landamærum sem framundan eru frá og með næstkomandi mánudegi. Ferðamönnum sem hingað koma verður ekki gert skylt að hlaða niður appinu, frekar verður höfðað til skynsemi þeirra. „Það er stefnt að því að það verði ný útgáfa tilbúinn á mánudaginn þegar sýnataka hefst á Keflavíkurflugvelli. Markmiðið er meðal annars að koma niðurstöðum til ferðamanna og það er líka verið að þróa virkni í appinu sem að auðveldar ferðamönnum að komast í samband við heilsugæsluna hérlendis ef þeir finna fyrir einkennum“, sagði Alma. Appið geti leikið lykilhlutverk komi upp smit. „Við teljum að skilvirk upplýsingamiðlun til ferðamanna sé lykilatriði því að við vitum að neikvætt svar úr sýnatöku er ekki óyggjandi niðurstaða. Þess vegna er svo mikilvægt að bregðast skjótt við ef að veikindi koma upp. Við teljum ekki rétt eða gerlegt að skylda ferðamenn til að sækja appið, heldur frekar höfðum við til skynsemi og þess að það verður virði í því fólgið að hafa appið,“ sagði Alma. Tungumálum í appinu verður fjölgað og boðið verður upp á þýsku, frönsku, spænsku og ítölsku auk íslensku, ensku og pólsku sem þegar eru í boði. Þá er til skoðunar að bæta við virkni sem geri kleyft að láta þá vita sem hafa appið í símanum hvort þeir hafi komist í tæri við þá sem hafa greinst með veiruna. „Það er til skoðunar að bæta svokallaðri Bluetooth-virkni við. Þá er hægt að senda skilaboð til þeirra sem hafa verið í grennd við smitaðan einstakling. Í slíku tilfelli þá myndu hluteigandi fá skilaboð frá rakningarteyminu um að hringja og þá yrði skoðað hvort að frekari aðgerða væri þörf. Þessi virkni er enn sem komið er einungis á teikniborðinu og slík lausn yrði aldrei innleitt nema að fengnum tilskyldum leyfum og með kynningu og upplýsingagjöf til almennings hér og til ferðamanna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira