Ríður á að ferðaþjónustufólk fylgist með heilsu ferðamanna sem það sinnir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júní 2020 15:42 Víðir Reynisson á fundi dagsins ásamt Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Óskari Reykdalssyni, forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón „Eins og svo oft í þessum faraldri er kannski komið allt í einu fólk sem að hafði ekki hugsað sér að vera einhverjir framlínustarfsmenn í baráttu við einhvern heimsfaraldur en svona er staðan,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, um það hlutverk sem starfsmenn ferðaþjónustunnar þurfa að gegna nú þegar búist er við að ferðamenn komi aftur til landsins í einhverjum mæli. Þetta var á meðal þess sem kom fram á á upplýsingafundi í Ráðherrabústaðnum í dag þar sem fjallað var um skimanir á landamærum sem framundan eru frá og með næstkomandi mánudegi. Víðir fjallaði þar sérstaklega um hlutvek ferðaþjónustunnar. Skoraði hann á alla sem vinna í geiranum að kynna sér þær upplýsingar sem eru og verða settar inn á Covid.is. „Smám saman munum við bæta þar inn varðandi viðbrögðin þegar ferðamenn veikjast, hvert þeir að snúa snér og hvernig starfsfólk í ferðaþjónustu getur hjálpað þeim að komast í samskipti við heilsugæsluna á þeim stöðum þar sem þeir eru að ferðast til að tryggja það að við getum veitt góða heilbrigðisþjónustu til ferðamannanna eins og allra sem er líka þá hluti af því að stoppa frekari útbreiðslu ef að um Covid er að ræða,“ sagði Víðir. Starfsmenn í ferðaþjónustunni gætu þurft að sinna lykilhlutverki í að koma í veg fyrir að ferðamaður sem komi hingað til lands og kunni að vera smitaður breiði út veiruna. ”Eins og svo oft í þessum faraldri er kannski komið allt í einu fólk sem að hafði ekki hugsað sér að vera framlínustarfsmenn í baráttu við einhvern heimsfaraldur en svona er staðan og það ríður á að starfsfólk í ferðaþjónustunni sé mjög vel meðvitað um það sem er að gerast, kynni sér upplýsingar sem liggja fyrir, fylgist mjög vel með heilsu þeirra viðskiptavina sem að þeir muni vera í samskiptum við á næstu vikum og mánuðum og hjálpi þeim að komast í samskipti og tengsl við heilbrigðiskerfið til þess að bæði að við getum veitt sem besta þjónustu og að upplifunin af Íslandsheimsókninni verði sem best en líka til að hjálpa okkur að koma í veg fyrir frekara smit ef að um Covid er að ræða,“ sagði Víðir, nokkuð ákveðinn er hann bankaði létt í borðið, til áherslu. Ekki margir fyrsta sólarhringinn Ekki er búist við því að mjög margir ferðamenn komi fyrstu dagana eftir að boðið verður upp á skimanir á Keflavíkurflugvelli og öðrum inngöngupunktum. Hámarkssætaframboð fyrstu tvær vikurnar eru allt að 3.000 sæti en Víðir reiknar ekki með að þau verði öll fyllt. „Það er þannig að vitum hvaða sætaframboðið er í boði en flugfélögin gera sér mjög litla grein fyrir því hver nýtingin verður. Það er ekki einu sinni þannig að það sé mikið að marka bókunarstöðuna,“ sagði Víðir og útskýrði að margir biðu með að afpanta eins lengi og hægt væri. Fyrstu skimanirnar fara fram á mánudaginn. Ekki er búist við mjög mörgum til að byrja með fyrsta sólahringinn. „Þetta eru ekki gríðarlega margir. Í einhverjum flugvélum eru 30 bókaðir, í öðrum í kringum 100 bókaðir þannig að fyrsti dagurinn verður ekkert sérstaklega erilsamur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira
„Eins og svo oft í þessum faraldri er kannski komið allt í einu fólk sem að hafði ekki hugsað sér að vera einhverjir framlínustarfsmenn í baráttu við einhvern heimsfaraldur en svona er staðan,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, um það hlutverk sem starfsmenn ferðaþjónustunnar þurfa að gegna nú þegar búist er við að ferðamenn komi aftur til landsins í einhverjum mæli. Þetta var á meðal þess sem kom fram á á upplýsingafundi í Ráðherrabústaðnum í dag þar sem fjallað var um skimanir á landamærum sem framundan eru frá og með næstkomandi mánudegi. Víðir fjallaði þar sérstaklega um hlutvek ferðaþjónustunnar. Skoraði hann á alla sem vinna í geiranum að kynna sér þær upplýsingar sem eru og verða settar inn á Covid.is. „Smám saman munum við bæta þar inn varðandi viðbrögðin þegar ferðamenn veikjast, hvert þeir að snúa snér og hvernig starfsfólk í ferðaþjónustu getur hjálpað þeim að komast í samskipti við heilsugæsluna á þeim stöðum þar sem þeir eru að ferðast til að tryggja það að við getum veitt góða heilbrigðisþjónustu til ferðamannanna eins og allra sem er líka þá hluti af því að stoppa frekari útbreiðslu ef að um Covid er að ræða,“ sagði Víðir. Starfsmenn í ferðaþjónustunni gætu þurft að sinna lykilhlutverki í að koma í veg fyrir að ferðamaður sem komi hingað til lands og kunni að vera smitaður breiði út veiruna. ”Eins og svo oft í þessum faraldri er kannski komið allt í einu fólk sem að hafði ekki hugsað sér að vera framlínustarfsmenn í baráttu við einhvern heimsfaraldur en svona er staðan og það ríður á að starfsfólk í ferðaþjónustunni sé mjög vel meðvitað um það sem er að gerast, kynni sér upplýsingar sem liggja fyrir, fylgist mjög vel með heilsu þeirra viðskiptavina sem að þeir muni vera í samskiptum við á næstu vikum og mánuðum og hjálpi þeim að komast í samskipti og tengsl við heilbrigðiskerfið til þess að bæði að við getum veitt sem besta þjónustu og að upplifunin af Íslandsheimsókninni verði sem best en líka til að hjálpa okkur að koma í veg fyrir frekara smit ef að um Covid er að ræða,“ sagði Víðir, nokkuð ákveðinn er hann bankaði létt í borðið, til áherslu. Ekki margir fyrsta sólarhringinn Ekki er búist við því að mjög margir ferðamenn komi fyrstu dagana eftir að boðið verður upp á skimanir á Keflavíkurflugvelli og öðrum inngöngupunktum. Hámarkssætaframboð fyrstu tvær vikurnar eru allt að 3.000 sæti en Víðir reiknar ekki með að þau verði öll fyllt. „Það er þannig að vitum hvaða sætaframboðið er í boði en flugfélögin gera sér mjög litla grein fyrir því hver nýtingin verður. Það er ekki einu sinni þannig að það sé mikið að marka bókunarstöðuna,“ sagði Víðir og útskýrði að margir biðu með að afpanta eins lengi og hægt væri. Fyrstu skimanirnar fara fram á mánudaginn. Ekki er búist við mjög mörgum til að byrja með fyrsta sólahringinn. „Þetta eru ekki gríðarlega margir. Í einhverjum flugvélum eru 30 bókaðir, í öðrum í kringum 100 bókaðir þannig að fyrsti dagurinn verður ekkert sérstaklega erilsamur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira