Sólveig hlaut Blóðdropann fyrir „Fjötra“ Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2020 21:21 Kápa bókarinnar „Fjötrar“ eftir Sólveigu Pálsdóttur. Skjáskot Hið íslenska glæpafélag veitti Sólveigu Pálsdóttur Blóðdropann, verðlaun fyrir bestu íslensku glæpasögu ársins, fyrir bók hennar „Fjötra“ í dag. Tuttugu bækur voru tilnefndar til verðlaunanna í ár og hafa þær aldrei verið fleiri. „Fjötrar“ er fimmta bók Sólveigar og segir bókin frá konu sem finnst látin í klefa sínum í fangelsinu á Hólmsheiði. Í umsögn dómnefndar segir að Sólveig flétti í bókinni á frumlegan og öruggan hátt saman „sögum af mannshvarfi, misnotkun og sjálfsskaða í spennandi frásögn sem litast af leyndarmálum fjölskyldna“. Bók Sólveigar verður framlag Íslands til Glerlykilsins, norrænu glæpasagnaverðlaunanna, á næsta ári. Í tilkynningu Hins íslenska glæpafélags kemur einnig fram að breskir framleiðendur vinni nú að gerð sjónvarpsþáttaraðar sem byggir á fyrri bók Sólveigar, „Refnum“. Dómnefndina skipuðu þau Páll Kristinn Pálsson, Helga Birgisdóttir og Kristján Atli Ragnarsson. Bókmenntir Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hið íslenska glæpafélag veitti Sólveigu Pálsdóttur Blóðdropann, verðlaun fyrir bestu íslensku glæpasögu ársins, fyrir bók hennar „Fjötra“ í dag. Tuttugu bækur voru tilnefndar til verðlaunanna í ár og hafa þær aldrei verið fleiri. „Fjötrar“ er fimmta bók Sólveigar og segir bókin frá konu sem finnst látin í klefa sínum í fangelsinu á Hólmsheiði. Í umsögn dómnefndar segir að Sólveig flétti í bókinni á frumlegan og öruggan hátt saman „sögum af mannshvarfi, misnotkun og sjálfsskaða í spennandi frásögn sem litast af leyndarmálum fjölskyldna“. Bók Sólveigar verður framlag Íslands til Glerlykilsins, norrænu glæpasagnaverðlaunanna, á næsta ári. Í tilkynningu Hins íslenska glæpafélags kemur einnig fram að breskir framleiðendur vinni nú að gerð sjónvarpsþáttaraðar sem byggir á fyrri bók Sólveigar, „Refnum“. Dómnefndina skipuðu þau Páll Kristinn Pálsson, Helga Birgisdóttir og Kristján Atli Ragnarsson.
Bókmenntir Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira