Sancho orðinn of dýr fyrir Man. Utd? Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2020 07:00 Jadon Sancho er þrátt fyrir ungan aldur að klára sína þriðju leiktíð með Dortmund. VÍSIR/GETTY Þrátt fyrir að stjórnendur hjá Dortmund hafi viðurkennt að Jadon Sancho geti veri til vandræða þá vilja þeir ekki selja hann nema fyrir himinhátt verð. Sancho, sem er tvítugur, enskur kantmaður, hefur verið sterklega orðaður við Manchester United en Dortmund vill fá 115 milljónir punda fyrir kappann, samkvæmt frétt Daily Telegraph. United hefur mest greitt 89 milljónir punda fyrir Paul Pogba árið 2016. Samkvæmt Telegraph var United fremst í kapphlaupinu um Sancho áður en að kórónuveirufaraldurinn skall á en mikil óvissa ríkir á leikmannamarkaðnum vegna faraldursins og fjárhagslegra afleiðinga hans. Forráðamenn United eru hikandi við að borga á slíkum tímum hæsta verð sem þeir hafa greitt fyrir leikmann. Samkvæmt Telegraph verða engar áætlanir ritaðar í stein fyrr en tímabilið verður að minnsta kosti hafið að nýju og meira vitað um stöðu leikmanna. Sancho fékk sekt fyrr á þessari leiktíð eftir að hafa komið of seint úr landsliðsferð, og hann fékk einnig sekt frá þýska knattspyrnusambandinu fyrir að fara í klippingu án andlitsgrímu og brjóta þannig reglur til að sporna við smithættu. „Jadon er ekki bara einstakur fótboltamaður sem eftir er tekið úti á velli, heldur einnig utan vallar. Stundum er það ekki auðvelt fyrir okkur,“ sagði Michael Zorc, yfirmaður íþróttamála hjá Dortmund, við Bild. Enski boltinn Tengdar fréttir Sancho sektaður af þýsku úrvalsdeildinni fyrir að vera ekki með grímu í klippingu: „Algjör brandari“ Jadon Sancho, leikmaður Dortmund, var í dag sektaður af þýsku úrvalsdeildinni fyrir það að birta mynd af sér í klippingu á tímum kórónuveirunnar í Þýskalandi en Sancho var ekki með grímu á sér. 5. júní 2020 18:00 Segir að Sancho gæti haft sömu áhrif á United og Ronaldo Wes Brown, fyrrum varnarmaður Manhcester United, líkir Jadon Sancho við Cristiano Ronaldo og segir hann að Sancho gæti haft sömu áhrif og Ronaldo á United-liðið. 2. júní 2020 21:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Sjá meira
Þrátt fyrir að stjórnendur hjá Dortmund hafi viðurkennt að Jadon Sancho geti veri til vandræða þá vilja þeir ekki selja hann nema fyrir himinhátt verð. Sancho, sem er tvítugur, enskur kantmaður, hefur verið sterklega orðaður við Manchester United en Dortmund vill fá 115 milljónir punda fyrir kappann, samkvæmt frétt Daily Telegraph. United hefur mest greitt 89 milljónir punda fyrir Paul Pogba árið 2016. Samkvæmt Telegraph var United fremst í kapphlaupinu um Sancho áður en að kórónuveirufaraldurinn skall á en mikil óvissa ríkir á leikmannamarkaðnum vegna faraldursins og fjárhagslegra afleiðinga hans. Forráðamenn United eru hikandi við að borga á slíkum tímum hæsta verð sem þeir hafa greitt fyrir leikmann. Samkvæmt Telegraph verða engar áætlanir ritaðar í stein fyrr en tímabilið verður að minnsta kosti hafið að nýju og meira vitað um stöðu leikmanna. Sancho fékk sekt fyrr á þessari leiktíð eftir að hafa komið of seint úr landsliðsferð, og hann fékk einnig sekt frá þýska knattspyrnusambandinu fyrir að fara í klippingu án andlitsgrímu og brjóta þannig reglur til að sporna við smithættu. „Jadon er ekki bara einstakur fótboltamaður sem eftir er tekið úti á velli, heldur einnig utan vallar. Stundum er það ekki auðvelt fyrir okkur,“ sagði Michael Zorc, yfirmaður íþróttamála hjá Dortmund, við Bild.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sancho sektaður af þýsku úrvalsdeildinni fyrir að vera ekki með grímu í klippingu: „Algjör brandari“ Jadon Sancho, leikmaður Dortmund, var í dag sektaður af þýsku úrvalsdeildinni fyrir það að birta mynd af sér í klippingu á tímum kórónuveirunnar í Þýskalandi en Sancho var ekki með grímu á sér. 5. júní 2020 18:00 Segir að Sancho gæti haft sömu áhrif á United og Ronaldo Wes Brown, fyrrum varnarmaður Manhcester United, líkir Jadon Sancho við Cristiano Ronaldo og segir hann að Sancho gæti haft sömu áhrif og Ronaldo á United-liðið. 2. júní 2020 21:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Sjá meira
Sancho sektaður af þýsku úrvalsdeildinni fyrir að vera ekki með grímu í klippingu: „Algjör brandari“ Jadon Sancho, leikmaður Dortmund, var í dag sektaður af þýsku úrvalsdeildinni fyrir það að birta mynd af sér í klippingu á tímum kórónuveirunnar í Þýskalandi en Sancho var ekki með grímu á sér. 5. júní 2020 18:00
Segir að Sancho gæti haft sömu áhrif á United og Ronaldo Wes Brown, fyrrum varnarmaður Manhcester United, líkir Jadon Sancho við Cristiano Ronaldo og segir hann að Sancho gæti haft sömu áhrif og Ronaldo á United-liðið. 2. júní 2020 21:00