Spáir því að ensku liðin missi af 170 milljörðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2020 09:30 Pep Guardiola lyftir enska meistarabikarnum eftir sigur Manchester City á síðustu leiktíð. Manchester City liðið hefur unnið deildina tvö ár í röð. Getty/Michael Regan Liðin í ensku úrvalsdeildinni munu missa af tekjum upp á einn milljarð punda vegna kórónuveirunnar en þetta kemur fram í matskýrslu fjármálaþjónustufyrirtækisins Deloitte. Öll íþróttafélög heims hafa þurft að bregðast við tekjumissi eftir að kórónuveiran raskaði allri íþróttastarfsemi í marga mánuði. Hvergi eru upphæðirnar þó jafnháar og í ensku úrvalsdeildinni. Breska ríkisútvarpið skoðaði samantekt Deloitte um áhrif kórónuveirufaraldurisins á rekstur liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Tekjur ensku úrvalsdeildarliðanna tuttugu voru samanlagt meira en fimm milljarðar punda á 2018-19 tímabilinu og hafa aldrei verið jafnháar. Þetta jafngildir 854 milljörðum íslenskra króna. Championship clubs lost a combined £300m in 2018/19, with a staggering ratio of players' wages to turnover of 107%, according to Deloitte.Says teams should work to a salary cap of 70% of revenue to ensure survival.https://t.co/HVvSDel3C4— Dan Roan (@danroan) June 11, 2020 Dan Jones hjá Deloitte býst við því félögin verði af mjög miklum tekjum og þurfi að sætta sig við taprekstur vegna ástandsins. Deloitte reiknar með því að ensku úrvalsdeildarfélögin verði af 500 milljónum punda, 85 milljörðum íslenskra króna, vegna þess að þau þurfa að endurgreiða hluta af sjónvarpspeningunum og tapa miklum tekjum á heimaleikjum sínum. Deloitte sér hins vegar fram á það að hinar fimm hundruð milljónirnar, talið í pundum, gætu komið til baka á næsta tímabili takist að klára þetta tímabil og svo 2020-21 tímabilið á venjulegum tíma. Manchester United hefur tekið gefið það út að faraldurinn hafi þegar kostað félagið 28 milljónir punda en að þeir búist við því að heildartapið verði miklu meira. Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað 17. júní en ekkert hefur verið spilað í deildinni síðan í mars. 92 leikir voru eftir af tímabilinu en flest liðanna áttu eftir níu leiki. Klára þarf tímabilið fyrir lok júlímánaðar. Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Sjá meira
Liðin í ensku úrvalsdeildinni munu missa af tekjum upp á einn milljarð punda vegna kórónuveirunnar en þetta kemur fram í matskýrslu fjármálaþjónustufyrirtækisins Deloitte. Öll íþróttafélög heims hafa þurft að bregðast við tekjumissi eftir að kórónuveiran raskaði allri íþróttastarfsemi í marga mánuði. Hvergi eru upphæðirnar þó jafnháar og í ensku úrvalsdeildinni. Breska ríkisútvarpið skoðaði samantekt Deloitte um áhrif kórónuveirufaraldurisins á rekstur liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Tekjur ensku úrvalsdeildarliðanna tuttugu voru samanlagt meira en fimm milljarðar punda á 2018-19 tímabilinu og hafa aldrei verið jafnháar. Þetta jafngildir 854 milljörðum íslenskra króna. Championship clubs lost a combined £300m in 2018/19, with a staggering ratio of players' wages to turnover of 107%, according to Deloitte.Says teams should work to a salary cap of 70% of revenue to ensure survival.https://t.co/HVvSDel3C4— Dan Roan (@danroan) June 11, 2020 Dan Jones hjá Deloitte býst við því félögin verði af mjög miklum tekjum og þurfi að sætta sig við taprekstur vegna ástandsins. Deloitte reiknar með því að ensku úrvalsdeildarfélögin verði af 500 milljónum punda, 85 milljörðum íslenskra króna, vegna þess að þau þurfa að endurgreiða hluta af sjónvarpspeningunum og tapa miklum tekjum á heimaleikjum sínum. Deloitte sér hins vegar fram á það að hinar fimm hundruð milljónirnar, talið í pundum, gætu komið til baka á næsta tímabili takist að klára þetta tímabil og svo 2020-21 tímabilið á venjulegum tíma. Manchester United hefur tekið gefið það út að faraldurinn hafi þegar kostað félagið 28 milljónir punda en að þeir búist við því að heildartapið verði miklu meira. Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað 17. júní en ekkert hefur verið spilað í deildinni síðan í mars. 92 leikir voru eftir af tímabilinu en flest liðanna áttu eftir níu leiki. Klára þarf tímabilið fyrir lok júlímánaðar.
Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Sjá meira