Íslenska ríkið braut ekki á Carli vegna hatursorðræðudóms Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2020 09:33 Mannréttindadómstóll Evrópu er staðsettur í Strasbourg. EPA/PATRICK SEEGER Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Carls Jóhanns Lilliendahl gegn íslenska ríkinu. Hann taldi íslenska ríkið hafa brotið á mannréttindum sínum er hann var sakfelldur fyrir hatursorðræðu. Dómstólinn telur að ummæli Carls hafi falið í sér hatursorðræðu. Málinu var vísað frá í morgun og í tilkynningu frá dómstólinum segir að niðurstaða dómsins hafi verið einróma. Segir í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins að ekki sé ástæða til þess að efast um dóm Hæstaréttar í máli Carls frá árinu 2017. Forsaga málsins er sú að Carl Jóhann lét tiltekin ummæli um samkynhneigð falla í athugasemd við frétt á Vísi. Í fréttinni var fjallað um ályktun sem bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hafði samþykkt og laut að gerð samstarfssamnings við Samtökin ´78 um svokallaða hinseginfræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins. Voru ummælin kærð til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu af Samtökunum 78 og í ákæru var manninum gefin að sök hatursorðræða með fyrrgreindum ummælum og að hafa á þann hátt brotið gegn almennum hegningarlögum. Málið fór fyrir öll dómstig hér á landi og komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ummælin hafi verið alvarleg, gróflega meiðandi og fordómafull. Undir þetta tekur Mannréttindadómstólinn og bætir við að ekkert í ályktun Hafnarfjarðarbæjar hafi gefið tilefni til þess að vekja upp jafn hörð viðbrögð og komu fram í athugasemd Carls. Málsmeðferð málsins hjá dómstólum hér á landi, sem hafi falið í sér vandlega íhugun á því hvort vegi þyngra, tjáningarfrelsi Carls eða réttindi minnihlutahópa, hafi verið sanngjörn og eðlileg. Var málinu því vísað frá Mannréttindadómstólinum og telst íslenska ríkið því ekki hafa brotið á mannréttindum Carls. Úrskurð Mannréttindadómstólsins má lesa hér. Dómsmál Hinsegin Fjölmiðlar Hafnarfjörður Mannréttindi Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Carls Jóhanns Lilliendahl gegn íslenska ríkinu. Hann taldi íslenska ríkið hafa brotið á mannréttindum sínum er hann var sakfelldur fyrir hatursorðræðu. Dómstólinn telur að ummæli Carls hafi falið í sér hatursorðræðu. Málinu var vísað frá í morgun og í tilkynningu frá dómstólinum segir að niðurstaða dómsins hafi verið einróma. Segir í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins að ekki sé ástæða til þess að efast um dóm Hæstaréttar í máli Carls frá árinu 2017. Forsaga málsins er sú að Carl Jóhann lét tiltekin ummæli um samkynhneigð falla í athugasemd við frétt á Vísi. Í fréttinni var fjallað um ályktun sem bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hafði samþykkt og laut að gerð samstarfssamnings við Samtökin ´78 um svokallaða hinseginfræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins. Voru ummælin kærð til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu af Samtökunum 78 og í ákæru var manninum gefin að sök hatursorðræða með fyrrgreindum ummælum og að hafa á þann hátt brotið gegn almennum hegningarlögum. Málið fór fyrir öll dómstig hér á landi og komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ummælin hafi verið alvarleg, gróflega meiðandi og fordómafull. Undir þetta tekur Mannréttindadómstólinn og bætir við að ekkert í ályktun Hafnarfjarðarbæjar hafi gefið tilefni til þess að vekja upp jafn hörð viðbrögð og komu fram í athugasemd Carls. Málsmeðferð málsins hjá dómstólum hér á landi, sem hafi falið í sér vandlega íhugun á því hvort vegi þyngra, tjáningarfrelsi Carls eða réttindi minnihlutahópa, hafi verið sanngjörn og eðlileg. Var málinu því vísað frá Mannréttindadómstólinum og telst íslenska ríkið því ekki hafa brotið á mannréttindum Carls. Úrskurð Mannréttindadómstólsins má lesa hér.
Dómsmál Hinsegin Fjölmiðlar Hafnarfjörður Mannréttindi Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Sjá meira