Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Stjarnan 4-1 | Þór/KA ætlar sér að vera með í toppbaráttunni Rúnar Þór Brynjarsson skrifar 13. júní 2020 20:20 Hulda Ósk Jónsdóttir. Vísir/Bára Þór/KA hóf sumarið af krafti en liðið vann Stjörnuna 4-1 á Akureyri í dag. Þ Norðankonur voru mikið sprækari en gestirnir í fyrri hálfleik og kom María Catharina Þór/KA yfir á 15. Mínútu þegar hún fékk sendingu í gegn og lék á Birtu í markinu og setti boltann í autt markið. Stjarnan skapaði sér lítið sem ekki neitt og komust Þór/KA í 2-0 þegar Heiða Ragney Viðarsdóttir sendi boltann fyrir og datt boltinn út beint fyrir fæturnar á Karen Maíru Sigurgeirsdóttir sem smellti boltanum í markið fyrir utan teig. Síðari hálfleikur byrjaði að krafti og kom Hulda Ósk Jónsdóttir Þór/KA í 3-0 með góðum skalla á 50. Mínútu eftir hornspyrnu frá Karen Maríu. María Sól Jakobsdóttir minnkaði muninn fyrir Stjörnuna á 52. Mínútu en Karen María var þá aftur á ferðinni með skot úr aukaspyrnu sem endaði í marknetinu. 3 mörk á 7 Mínútum og Þór/KA komið í 4-1. Af hverju vann Þór/KA? Stjörnukonur virkuðu slappar og sköpuðu sér nánast ekkert. Þór/KA mikið betri og áttu sigurinn skilið. Hverjar stóðu uppúr? Karen María Sigurgeirsdóttir var frábær í liði Þórs/KA með tvö mörk og eina stoðsendingu. Berglind Baldursdóttir var góð í sínum fyrsta leik eftir heimkomu á Akureyri og var Gabriela Guillen spræk í hægri bakverðinum. Kristján Guðmundsson: Maður þarf að taka á sig skuldina „Maður þarf að taka á sig skuldina og hugsa aðeins upp á nýtt, Mótherjinn var miklu betri en við. Við skoruðum mark sem er jákvætt en að öðru leiti réðum við ekkert við sóknarleikinn þeirra. Varnarleikurinn okkar slakur og sóknarleikurinn okkar afskaplega dapur. Við þurfum að setja meiri pressu á boltann, þetta var ólíkt okkur,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir leik. Næsti leikur hjá Stjörnunni er heimaleikur á móti FH fimmtudaginn 18. júní. Andri Hjörvar: Frábær upplifun „Frábært að byrja mótið svona sterkt og fá 4 mörk. Stelpurnar nutu sín í botn að vera þarna inn á þær börðust eins og ljón og uppskáru bara eftir því. Þetta var barátta út um allan völl. Stjarnan elskar að fara í slag og við vissum að við þyrftum að mæta til leiks þar. Við skoruðum 4 mörk en við þurftum að hafa fyrir því. Stelpurnar eru búnar að bíða eftir þessu lengi og við vissum að við þurftum að mæta alveg klikkaðar til leiks,“ sagði Andri Hjörvar þjálfari Norðankvenna. Næsti leikur Þórs/KA er heimaleikur gegn ÍBV laugardaginn 20. júní. Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Stjarnan
Þór/KA hóf sumarið af krafti en liðið vann Stjörnuna 4-1 á Akureyri í dag. Þ Norðankonur voru mikið sprækari en gestirnir í fyrri hálfleik og kom María Catharina Þór/KA yfir á 15. Mínútu þegar hún fékk sendingu í gegn og lék á Birtu í markinu og setti boltann í autt markið. Stjarnan skapaði sér lítið sem ekki neitt og komust Þór/KA í 2-0 þegar Heiða Ragney Viðarsdóttir sendi boltann fyrir og datt boltinn út beint fyrir fæturnar á Karen Maíru Sigurgeirsdóttir sem smellti boltanum í markið fyrir utan teig. Síðari hálfleikur byrjaði að krafti og kom Hulda Ósk Jónsdóttir Þór/KA í 3-0 með góðum skalla á 50. Mínútu eftir hornspyrnu frá Karen Maríu. María Sól Jakobsdóttir minnkaði muninn fyrir Stjörnuna á 52. Mínútu en Karen María var þá aftur á ferðinni með skot úr aukaspyrnu sem endaði í marknetinu. 3 mörk á 7 Mínútum og Þór/KA komið í 4-1. Af hverju vann Þór/KA? Stjörnukonur virkuðu slappar og sköpuðu sér nánast ekkert. Þór/KA mikið betri og áttu sigurinn skilið. Hverjar stóðu uppúr? Karen María Sigurgeirsdóttir var frábær í liði Þórs/KA með tvö mörk og eina stoðsendingu. Berglind Baldursdóttir var góð í sínum fyrsta leik eftir heimkomu á Akureyri og var Gabriela Guillen spræk í hægri bakverðinum. Kristján Guðmundsson: Maður þarf að taka á sig skuldina „Maður þarf að taka á sig skuldina og hugsa aðeins upp á nýtt, Mótherjinn var miklu betri en við. Við skoruðum mark sem er jákvætt en að öðru leiti réðum við ekkert við sóknarleikinn þeirra. Varnarleikurinn okkar slakur og sóknarleikurinn okkar afskaplega dapur. Við þurfum að setja meiri pressu á boltann, þetta var ólíkt okkur,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir leik. Næsti leikur hjá Stjörnunni er heimaleikur á móti FH fimmtudaginn 18. júní. Andri Hjörvar: Frábær upplifun „Frábært að byrja mótið svona sterkt og fá 4 mörk. Stelpurnar nutu sín í botn að vera þarna inn á þær börðust eins og ljón og uppskáru bara eftir því. Þetta var barátta út um allan völl. Stjarnan elskar að fara í slag og við vissum að við þyrftum að mæta til leiks þar. Við skoruðum 4 mörk en við þurftum að hafa fyrir því. Stelpurnar eru búnar að bíða eftir þessu lengi og við vissum að við þurftum að mæta alveg klikkaðar til leiks,“ sagði Andri Hjörvar þjálfari Norðankvenna. Næsti leikur Þórs/KA er heimaleikur gegn ÍBV laugardaginn 20. júní.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti