Þór Akureyri

Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Þór/KA 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar.

„Ekki séns að fara í sumarfrí“
Emma Karólína Snæbjarnardóttir, leikmaður Þórs Akureyri, átti góðan leik þegar lið hennar minnkaði muninn í 2-1 í einvígi sínu gegn Val í 8-liða úrslitum Bónus deildar kvenna.

Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld
Þórskonur frá Akureyri tryggðu sér annan leik og komu í veg fyrir að vera sópað út úr úrslitakeppninni með tólf stiga sigri á Val á Akureyri í kvöld, 72-60.

Alexander og Ingibjörg unnu Sjally Pally
Hið stórskemmtilega pílumót Sjally Pally fór fram í Sjallanum í gær og var fullt út úr dyrum og stemningin einstök.

„Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“
Jamil Abiad, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með 27 stiga sigur liðsins gegn Þór Akureyri í leik tvö í 8-liðaúrslitum úrslitakeppni kvenna í körfubolta. Valur þarf einn sigur í viðbót til að fara áfram í undanúrslit.

Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu
Valskonur eru komnar í 2-0 í einvíginu gegn Þór Akureyri í 8-liða úrslitum Bónus-deildar kvenna. Valur vann öruggan sigur að Hlíðarenda í dag og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri á Akureyri á miðvikudag.

Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt
HK, Haukar og Þór Akureyri komust öll áfram í 32 liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta í kvöld.

„Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“
„Mér fannst við vera í hörku séns á vinna þennan leik þrátt fyrir þunnskipaðan hóp og án stórra pósta en fínasta frammistaða, bara leiðinlegt að þetta sveiflast til þeirra þarna í restina“, sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs, eftir tap gegn Val í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Bónus deildar kvenna en úrslitin réðust á lokamínútu leiksins.

Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik
Valur leiðir 1-0 í einvígi sínu gegn Þór Akureyri í 8-liða úrslitum Bónus deildar kvenna eftir 86-92 sigur fyrir norðan í fyrsta leik liðanna og hirti þar með heimavallarréttinn. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit.

Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni
Þór Akureyri tryggði sér sæti í úrvalsdeild karla í handbolta á næsta tímabili með 37-29 sigri gegn HK í lokaumferðinni. Þá er einnig orðið ljóst hvaða lið mætast í umspilinu um hitt lausa sætið.

Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA
Íslandsmeistarar Breiðabliks hefja knattspyrnuvorið á sömu nótum og þær luku síðasta sumri en liðið tryggði sér Lengjubikarinn í kvöld með 4-1 sigri á Þór/KA.

Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik
Þór/KA mætti með laskað lið til leiks en sló Stjörnuna út í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli í undanúrslitum Lengjubikarsins. Breiðablik bíður þeirra í úrslitaleiknum næsta sunnudag.

Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit
Grindavík vann 92-80 gegn Þór Akureyri í svakalega sveiflukenndum undanúrslitaleik bikarkeppni kvenna í körfubolta. Grindavík hefndi þar með fyrir tapið gegn Þór í undanúrslitum í fyrra og mun mæta Njarðvík í úrslitaleiknum næsta laugardag.

Óbærileg bið eftir kvöldinu
Daníel Andri Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Þórs í körfubolta, segir mikla spennu fyrir undanúrslitaleik kvöldsins við Grindavík í bikarkeppninni. Biðin sé heldur löng eftir kvöldinu.

Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar
Eftir brösuga byrjun settu Haukar í fluggír til að leggja Þórskonur að velli í 21. umferð Bónus deildar kvenna. Leikurinn endaði 97-73 og með sigrinum tryggðu Haukar sér deildarmeistaratitilinn en þær hafa fjögurra stiga forskot á Njarðvík fyrir lokaumferðina.

Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum
Þór/KA fór í góða ferð suður í kvöld og fagnaði flottum sigri á Fylkiskonum í Lengjubikar kvenna í fótbolta.

Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Þór Akureyri vann sannfærandi sigur á Val þegar liðin mættust í A-riðli Bónus deildar kvenna í körfubolta.

Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð
Njarðvík tók á móti Þór Akureyri í kvöld þegar Bónus deild kvenna hélt áfram göngu sinni. Búið er að skipta deildinni upp í efri og neðri hluta og mættust liðin í fyrstu umferð efri hlutans í IceMar-höllinni í Njarðvík. Það er vika síðan þessi lið mættust á sama velli og þá hafði Njarðvík betur með tíu stigum. Þær bættu um betur í kvöld og höfðu að lokum þrettán stiga sigur 93-80.

Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum
Lið Þór/KA vann í dag öruggan sigur á Fram þegar liðin mættust í A-deild Lengjubikars kvenna í Boganum.

Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina
Það verður stór dagur í KA-heimilinu í dag þegar stelpurnar í KA/Þór taka á móti deildarmeistaratitlinum í Grill 66 deild kvenna í handbolta. Norðanmenn ætla nefnilega líka að heiðra mikla hetju í leiðinni.

Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram
Njarðvíkingar unnu sannfærandi sigur gegn Þór Akureyri 94-80. Þetta var fimmti sigur Njarðvíkur í röð sem tryggði liðinu annað sætið áður en deildinni verður skipt upp í efri og neðri hluta.

Háspennuleikir á Akureyri og Króknum
Það voru vægast sagt spennandi leikir sem fóru fram í Bónus deild kvenna í körfubolta á Akureyri og Sauðárkróki í dag.

KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu
KA/Þór tryggði sér í dag sigur í 1. deild kvenna í handbolta en liðið hefur ekki enn tapað leik á leiktíðinni. Eftir fall á síðustu leiktíð hefur liðið sýnt og sannað að það er alltof gott fyrir 1. deildina og mun leika í Olís-deildinni á næstu leiktíð.

Tvær þrennur í níu marka stórsigri
Þór/KA vann 9-0 stórsigur gegn Tindastóli í fyrstu umferð Lengjubikars kvenna. KA sótti 0-1 sigur til Njarðvíkur í annarri umferð Lengjubikars karla.

Þórskonur eiga von á nýjum leikmanni: „Til að hjálpa okkur að halda þessari sigurgöngu áfram“
Amandine Toi varð stigahæst í öruggum sigri gegn Aþenu í sextándu umferð Bónus deildar kvenna. Þór Akureyri hefur nú unnið tíu leiki í röð og jafnað toppliðið að stigum. Sem stendur er leikmannahópur liðsins fremur þunnskipaður en Amandine vonast til að bæta leikmönnum við áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin.

Uppgjörið: Aþena - Þór Ak. 85-95 | Tíundi deildarsigur Þórs í röð
Þór Akureyri hélt sigurgöngu sinni í Bónus deild kvenna áfram í kvöld og vann tíunda leikinn í röð gegn Aþenu, neðsta liði deildarinnar sem hefur nú tapað síðustu átta leikjum. Lokatölur í Breiðholtinu 85-95.

Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“
Þórskonur virðast hreinlega óstöðvandi í Bónus-deildinni í körfubolta og þar hjálpar til mögnuð þriggja stiga hittni þeirra Amandine Toi og Esther Fokke, eins og fjallað var um í Körfuboltakvöldi kvenna á Stöð 2 Sport.

Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna
Toppbarátta Bónus-deildar kvenna í körfubolta er galopin eftir sigur Þórs Akureyrar á toppliði Hauka. Þá vann Keflavík sjö stiga sigur á Hamar/Þór.

„Erum með samfélag sem trúir á okkur“
Maddie Sutton, leikmaður Þórs Akureyri, var ánægð og stolt með að komast í undanúrslit VÍS-bikarins eftir 94-87 sigur á Haukum á Akureyri í dag.

Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin
Njarðvík er komið í undanúrslit VÍS-bikars kvenna eftir